Frá ÖBÍ.

ÖBÍ tekur undir ályktun Kjaranefndar FEB

varðandi launa- og kjaramál

Öryrkjabandalagið tekur undir það sem fram kemur í eftirfarandi ályktun Kjaranefndar Félags eldri borgara (FEB):

 

Samkvæmt stjórnarskránni eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum og allir eiga að njóta mannréttinda.

Í  lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Mikill misbrestur hefur verið á því, að þessum lagaákvæðum hafi verið framfylgt.

Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra sem yngri eru.

Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en aðrir launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið  niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur.

Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á kjörum sínum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst.

Eldri borgurum hefur því verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.

Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi árið 2009, var brot á mannréttindum og hið sama er að segja um kjaragliðnun krepputímans.

Kjaranefnd FEB skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar sl. fimm ár, þar eð um mannréttindabrot er að ræða og stjórnarflokkarnir báðir lofuðu því fyrir kosningar að framkvæma þessa leiðréttingu strax, ef þeir kæmust til valda.

 Innsett:  F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband