Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75

 

 3 Mars var Mbl með frétt, sem er samhljóða fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu., http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2421  . 

Mér er spurn:   Hefur þetta fólk ekki verið í stjórn í mörg ár? 

Af hverju er ekki löngu búið að bæta stöðu aldraðra á Íslandi ? 

Nú nálgast kosningar og þá er verið að minna okkur á hvaða draumsýnir stjórnmálamenn / ráðherrar hafa.  Ég held að þetta hafi verið kynnt í fjölmiðlum áður. Það er endalaust verið að tala um góðærið hjá okkur.  Samkvæmt þeim tölum sem Sif hefur verið að nefna um þörf á hjúkrunarrými, þá ætti allt að vera í góðulagi hér.  Samt eru biðlistar......Það er líka ótrúlegt að aldraðir þurfa að borga hærra fyrir að dvelja á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem yngri eru.  

Er það ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar ? 

Lög um málefni aldraðra eru að mörgu leiti skerðingarlög.    Lögin skerða rétt aldraðra miðað við þá sem yngri eru.    Þetta er til skammar í samfélaginu og skiptir miklu meira máli heldur en hvort "málefni aldraðra" eru hjá ríkinu eða sveitarfélögunum.   Þjónustan og gæði hennar eru lykilatriðið og þá líka að tryggja að þjónustan sé raunverulega í boði. Velyrði um úrbætur á elleftu stundu fyrir kosningar eru oftast ekki marktæk.      Því miður. Undirfyrirsögn á fréttatilkynningu ráðuneytisins hljómar kunnuglega;  “Átak til að styrkja búsetu aldraðra á eigin heimilum”   en eitthvað lítið hefur farið fyrir þessum áherslun undanfarin ár, þó svo að þetta hafi verið yfirlýst markmið lengi.Enn er verið að skerða lífeyrir aldraðra sem búa með öðrum á heimili. 

Af vef TR fyrir ellilífeyrisþega :          “Heimilisuppbót er 23.164 kr. á mánuði”.“Lífeyrisþegar sem búa einir og eru einir um heimilisrekstur geta fengið greidda heimilisuppbót”. 

Ekki er þetta til þess fallið að létta öldruðum að búa á eigin heimili……………. F.S. -

Fréttin af Mbl.is :     Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75

Innlent | mbl.is | 23.3.2007 | 13:55     mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að fjölga verulega úrræðum sem miða að því að styðja aldraða til að búa sem lengst heima. Alls verður varið 370 milljónum króna í þetta verkefni. Þetta er í samræmi við áherslur sem ráðherra hefur kynnt um uppbyggingu öldrunarþjónustunnar sem miða að því að efla þjónustu sem gerir öldruðum kleift að búa sem lengst heima.Ákvörðun ráðherra felur í sér að dagvistarrýmum verður fjölgað um 75 sem er um 11% fjölgun dagvistarrýma en þau voru samtals um 700 á landinu öllu í lok árs 2006.Af þeim 75 dagvistarrýmum sem við bætast verða 44 rými sérstaklega ætluð heilabiluðum og verður stærstur hluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir voru samtals 129 dagvistarrými sérstaklega ætluð heilabiluðum og því er hér um 34% aukningu að ræða. Almennu dagvistarrýmunum verður hins vegar komið fyrir víða um land og má geta þess að við bætast 11 staðir þar sem ekki hafa áður verið dagvistarrými fyrir aldraða. Með þessu móti verður dagvistun fyrir aldraða að aðgengilegu úrræði um allt land. Hvíldarrýmum verður einnig fjölgað og bætast við 23 slík rými vítt og breitt um landið, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.Í ráðuneytinu er nú unnið að gerð áætlunar um staðsetningu þessara rýma og er stefnt að því að ákvörðun þar um liggi fyrir á næstu dögum.Ennfremur liggur fyrir ákvarðanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila sem munu fjölga rýmum samtals um 374 á næstu 4 árum sem er um 15% aukning hjúkrunarrýma í landinu.Þetta eru 200 rými á tveimur nýjum hjúkrunarheimilum í Reykjavík og 174 rými víðs vegar um land. Heimilin sem bætast við í Reykjavík eru annars vegar hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut sem reist verður í samstarfi við Reykjavíkurborg og hins vegar á Lýsislóðinni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ.Þá er um að ræða 20 ný hjúkrunarrými í Árborg, 44 í Kópavogi, 20 í Mosfellsbæ, 30 í Reykjanesbæ, 30 í Hafnarfirði, 10 í Ísafjarðarbæ og 20 í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu. 

Bloggað um fréttina

Anna Gísladóttir                                    Hvað er eiginlega að þessu liði ?

Ester                                                    Siv OPEN YOUR EYES!

Gunnar Sigurðsson                                GAMLA FÓLKIÐ UPP Á MIÐNESHEIÐI. RISASTÓR DAGVISTUNARGARÐUR

Guðrún Olga Clausen                            Ekki seinna vænna fyrir Framsókn að gera eitthvað gott

Níels A. Ársælsson.                              Kosningabrella Framsóknar.  

Á  takshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu   Aldraðra minnst fyrir kosningar

Baldvin Jónsson                                    Þetta er náttúrulega bara einfaldlega óþolandi ástand.....

Helgi Jóhann Hauksson                         Miklar gleðifréttir ... Fleiri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband