Mánudagur, 2. apríl 2007
Nokkur orð vegna greinar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, um styrki og uppbætur vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra einstaklinga .
Styrkir og uppbætur vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra einstaklinga
Ég rakst á þessa frétt í Mbl 1. Apríl. Auðvitað hefði ég kosið að hún væri Aprílgabb...en það er ekki svo.
Það er alltaf verið að skerða stirki frá TR, og þessir bílakaupastirkir eru alveg sér á báti.
Styrkirnir eru margskonar, og hér segir :
Þegar komið er að styrkjum til kaupa á bifreið er allt annað viðmið. Þá er það hækjur og hjólastóll, sem eru skylyrðin, ásamt því að þurfa að komast á bílnum í launaða vinnu eða í skóla.
Eins og hér segir:
Styrkur til kaupa á bifreið
Heimildin á þó einungis við þegar umsækjandi ekur sjálfur og þarf á bifreið að halda til að stunda nám eða launaða vinnu. Styrkur er eingöngu veittur þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:* Hinn hreyfihamlaði notar tvær hækjur eða hjólastól að staðaldri.Hjarta og lungnasjúklingar hafa nú ekki möguleika nema þá ef einstaklingurinn notar tvær hækjur eða hjólastól að staðaldri.
Sá sem ferðast um með súrefniskút og getur ekki gengið nema örfáa metra, er ekki nægilega hreyfihamlaður samkvæmt þessum reglum.
Sjá nánar á: http://www.tr.is/oryrkjar/onnur-rettindi/
Þetta þarf að skoða betur.
Gott að Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra mynnir á þetta.
F.S.
------------------------------------------------------------------------------
Hér er svo greinin:
Mbl Sunnudaginn 1. apríl, 2007 - Innlendar fréttir http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1137804
FYRIR hreyfihamlaða einstaklinga er bifreið grundvallarhjálpartæki til þátttöku og virkni í samfélaginu. Mikil rýrnun hefur orðið á styrkjum og uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa á síðustu árum.
FYRIR hreyfihamlaða einstaklinga er bifreið grundvallarhjálpartæki til þátttöku og virkni í samfélaginu. Mikil rýrnun hefur orðið á styrkjum og uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa á síðustu árum.
Breyting á gildandi reglugerð tók gildi 22. mars sl., en þar er ekki tekið á rýrnun styrkja og uppbóta heldur m.a. sett ákvæði um takmörkun á frelsi einstaklings til að velja sér bifreið og virðist farið offari í þeim kröfum.
Sjálfsbjörg hefur áður gert athugasemdir og komið með ábendingar varðandi núgildandi reglugerð og sendi stjórnvöldum tillögur um lækkun á bifreiðakostnaði hreyfihamlaðra seint á árinu 2006, sem ekki hafa fengist viðbrögð við. Því er lýst eftir svörum og samráði við samtök fatlaðra nú þegar um þetta mál.
F. h. farartækjanefndar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Anna Guðrún Sigurðardóttir, Arnór Pétursson, Bergur Þorri Benjamínsson, Jón Heiðar Jónsson og Vilberg Guðnason.
F. h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt 29.5.2007 kl. 00:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
348 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.