Nokkur orð vegna greinar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, um styrki og uppbætur vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra einstaklinga .

 Styrkir og uppbætur vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra einstaklinga

Ég rakst á þessa frétt í Mbl 1. Apríl.   Auðvitað hefði ég kosið að hún væri Aprílgabb...en það er ekki svo.

Það er alltaf verið að skerða stirki frá TR, og þessir bílakaupastirkir eru alveg sér á báti.

Styrkirnir eru margskonar, og hér segir :

Uppbót vegna reksturs bifreiðar 
Heimilt er að greiða ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega uppbót til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar ef bótaþega er nauðsyn að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar. Með hreyfihömlun er átt við líkamlega hreyfihömlun, þar á meðal hjarta- og lungnasjúkdóma, auk blindu, sem gerir menn ófæra um að komast ferða sinna án ökutækis.

Þegar komið er að styrkjum til kaupa á bifreið er allt annað viðmið.   Þá er það hækjur og hjólastóll, sem eru skylyrðin, ásamt því að þurfa að komast á bílnum í launaða vinnu eða í skóla.  

Eins og hér segir:

Styrkur til kaupa á bifreið

Heimildin á þó einungis við þegar umsækjandi ekur sjálfur og þarf á bifreið að halda    til að stunda nám eða launaða vinnu. Styrkur er eingöngu veittur þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:*     Hinn hreyfihamlaði    notar tvær hækjur eða hjólastól að staðaldri.
 

Hjarta og lungnasjúklingar hafa nú ekki möguleika nema þá ef einstaklingurinn “notar tvær hækjur eða hjólastól að staðaldri.”   

Sá sem ferðast um með súrefniskút og getur ekki gengið nema örfáa metra, er ekki nægilega “hreyfihamlaður” samkvæmt þessum reglum.

Sjá nánar á:  http://www.tr.is/oryrkjar/onnur-rettindi/  

Þetta þarf að skoða betur.

Gott að  Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra   mynnir á þetta.

F.S.

------------------------------------------------------------------------------

Hér er svo greinin:

Mbl  Sunnudaginn 1. apríl, 2007 - Innlendar fréttir http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1137804   

FYRIR hreyfihamlaða einstaklinga er bifreið grundvallarhjálpartæki til þátttöku og virkni í samfélaginu. Mikil rýrnun hefur orðið á styrkjum og uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa á síðustu árum. 

FYRIR hreyfihamlaða einstaklinga er bifreið grundvallarhjálpartæki til þátttöku og virkni í samfélaginu. Mikil rýrnun hefur orðið á styrkjum og uppbótum frá Tryggingastofnun ríkisins til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa á síðustu árum.  

Styrkupphæðir samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hafa ekki hækkað í 8 ár og tími milli styrkveitinga hefur verið lengdur, sem hefur leitt til verulegrar rýrnunar á verðgildi styrkja.

 Breyting á gildandi reglugerð tók gildi 22. mars sl., en þar er ekki tekið á rýrnun styrkja og uppbóta heldur m.a. sett ákvæði um takmörkun á frelsi einstaklings til að velja sér bifreið og virðist farið offari í þeim kröfum.  

Hvorki Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, né Öryrkjabandalagi Íslands var gefinn kostur á að fá reglugerðina til umsagnar áður en hún var undirrituð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
 
Sjálfsbjörg vekur af þessu tilefni athygli á þeirri kröfu að komið verði á fót formlegum samráðsvettvangi samtaka fatlaðra og stjórnvalda þar sem samtökum þeirra er veittur eðlilegur aðgangur og vettvangur til að fjalla um málefni sem að fötluðum snýr.

 Sjálfsbjörg hefur áður gert athugasemdir og komið með ábendingar varðandi núgildandi reglugerð og sendi stjórnvöldum tillögur um lækkun á bifreiðakostnaði hreyfihamlaðra seint á árinu 2006, sem ekki hafa fengist viðbrögð við. Því er lýst eftir svörum og samráði við samtök fatlaðra nú þegar um þetta mál.  

F. h. farartækjanefndar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Anna Guðrún Sigurðardóttir, Arnór Pétursson, Bergur Þorri Benjamínsson, Jón Heiðar Jónsson og Vilberg Guðnason.

F. h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband