Laugardagur, 14. apríl 2007
Á að skjóta gamla fólkið!
Ég rambaði inn á þessa bloggsíðu og rakst á þetta þar. Hægt er að nálgast öll skrifin og athugasemdir á : http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/165821/#comments
Ég veit ekkert um höfundinn, en hann er virkilega beinskeittur í skrifum sínum um stöðu eldriborgara og öryrkja.
Ég læt hluta skrifanna fylgja með hér:
"3.4.2007 | 21:05
Skjótum gamla fólkið!
Flestir íslendingar virðast hafa fallist á að trúa því að við séum orðin ein ríkasta þjóð Evrópu og þar með heimsins. Þvílíkt lán!
Þrátt fyrir það eru margir sem álíta að til sé alltof mikið af fátæku gömlu fólki sem hímir allt að fimm saman inni á herbergjum elliheimilanna og þetta lið þekkist ekki og er ekki einu sinni skylt. Mér finnst stundum að umræðan sé á þann veg að jafnvel refsifangar fái betri aðbúnað en gamalt fólk á Íslandi, hvað þá öryrkjar og geðfatlaðir. Refsifangarnir fái þó allavega sér herbergi þótt lokað sé, heilsugæslu, tannhirðu, menntun og jafnvel vinnu ef svo ber undir.
Það er náttúrúlega hægt að skjóta bara þetta gamla fólk ef það er orðið svona mikið fyrir okkur. Sumum þeirra væri líklega bara greiði gerður með því. Í alvöru talað þá þarf að taka ákvörðun um að samfélagið ætli að virða líf og starf þessa fólks. Það voru nefnilega ekki allir jafn lánssamir í fjármálum sínum og þurfa aðstoð. Öryrkjar hafa hefðbundið átt jafnvel enn minni möguleika en aldraðir til auðsöfnunar!
Nýleg könnun segir að íslendingar séu í 6. sæti í heiminum í lífsgæðum. Á sama tíma eru aldraðir taldir á svipaðan mælikvarða í 20. sæti. Til að ná þeim upp í sama sæti og almenningur þurfa kjör þeirra að batna um 50%. "
Þetta er af blogginu http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/165821/#comments ef einhver vill skoða skrifin öll og athugasemdirnar. Undirstrikanir og leturbreytingar eru mínar.
F.S.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
348 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.