Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Enn um möguleika í stofnfrumurannsóknum......
Það er fróðlegt að sjá hvað er að gerast í meðhöndlun sjúkdóma með stofnfrumum. Stutt er síðan hér byrtist grein um notkun á stofnfrumum við lagfæringar á biluðumhjartalokum.
Ég veit að þetta eru umdeildar rannsóknir og ég held að stofnfrumurannsóknir séu ekki leyfðar hér á landi.
Þetta gefur von um fleyri möguleika við að meðhöndla sjúkdóma og vefi.
Mjög fróðlegt svið en ég er ekki sérfræðingur í þessu.
Kíkið bara á greinina. F.S.
Af: http://visir.is/article/20070411/FRETTIR05/70411023
Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum
Getty Images |
Vísir, 11. apr. 2007 08:57
Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.
Í henni voru stofnfrumur teknar úr þeim sjálfum og svo sprautað aftur inn í líkama þeirra. Á meðan rannsókninni stóð voru sjúklingunum gefin lyf til þess að koma í veg fyrir að líkami þeirra hafnaði stofnfrumunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fólk með sykursýki geti lifað án þess að þurfa að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum. Þær gætu leitt til byltingar í því hvernig sykursýki er meðhöndluð.
Fólk með sykursýki 1 þarf að sprauta sig með insúlíni á degi hverjum þar sem ónæmiskerfi þeirra kemur í veg fyrir að líkamar þeirra framleiði efnið. 13 af 15 þátttakendum í rannsókninni þurftu ekki á insúlínsprautum að halda í þrjú ár eftir að meðferð lauk.
Fólk fær sykursýki 1 þegar ónæmiskerfið ræðst gegn þeim frumum sem framleiða insúlín. Í rannsókninni voru fyrst teknar stofnfrumur úr blóði þeirra. Þeir gengust síðan undir væga tegund efnameðferðar til þess að eyða þeim hvítu blóðkornum sem réðust gegn insúlínframleiðandi frumum. Að lokum var stofnfrumunum sprautað aftur í þátttakendurnar til þess að byggja upp ónæmiskerfi þeirra á ný.
Frá þessu er skýrt á vef breska tímaritsins Time í dag. Hægt er sjá greinina í fullri lengd hér. http://www.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/health/article1637528.ece
Höfundur greinarinnar: Jónas Haraldsson fréttamaður
Undirstrikanir og leturbreytingar eru mínar. F.S.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
347 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.