Vilt þú styðja öfluga almannaþjónustu fyrir alla ?

Þú getur tekið þátt í undirskriftaherferð evrópskrar verkalýðshreyfingar til eflingar almannaþjónustunni!

 

 

Markmiðið er að safna milljón undirskriftum og á söfnuninni að vera lokið um 20. maí!

 

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu þá geturðu skruifað undir á síðunni http://www.petitionpublicservice.eu/is

 

  Leiðbeiningar. Þú smellir á http://www.petitionpublicservice.eu/is   og þá blasa við þrír gluggar:           

  • Í þann fyrsta skrifar þú nafn þitt           
  • Í þann næsta tölvupóstfangið þitt           
  • Fyrir land velur þú “Iceland”

Þú færð síðan sendan tölvupóst til staðfestingar undirskriftinni, opnar hann og smellir á viðeigandi línu.

   

Hér fylgir þýðing á enskum texta á síðu ETUC sem opnast þegar þú skrifar undir:

 

 

 

ÖFLUG ALMANNAÞJÓNUSTA ÖLLUM TIL HANDA!

 

SAMAN KREFJUMST VIÐ ALMANNAÞJÓNUSTU SEM RAUNVERULEGA SINNIR ÞÖRFUM ALMENNINGS OG VIÐ SKORUM Á FRAMKVÆMDANEFND EVRÓPUSAMBANDSINS AÐ HÚN LEGGI FRAM DRÖG AÐ EVRÓPSKRI LÖGGJÖF [1] UM ALMANNAÞJÓNUSTU. 

ÉG VIL SKRIFA UNDIR ÁSKORUNINA! 

Almannaþjónusta [2] er nauðsynleg fyrir félagslega og efnahagslega samþættingu Evrópu. Sú þjónusta verður að vera öflug og öllum aðgengileg. Fram að þessu hafa einu valkostirnir sem boðið hefur verið upp á til að þróa almannaþjónustu verið einkavæðing eða markaðsvæðing (t.d. í orkumálum og póst- og fjarskiptamálum). Það er kominn tími til að finna aðrar lausnir! 

Þess vegna skorum við á framkvæmdanefnd Evrópusambandsins að leggja fram drög evrópskri löggjöf um almannaþjónustu sem miðar að eftirfarandi:

  

 Að veita forgang þeim almannahagsmunum sem felast í almannaþjónustu
 að tryggja að allir hafi aðgang að almannaþjónustu
 að styrkja almannaþjónustu til að tryggja grundvallaréttindi borgaranna
 að tryggja meira lagalegt öryggi þannig að þróa megi almannaþjónustu sem byggð er á varanlegum grunni
 að skjóta traustum lagalegum stoðum undir almannaþjónustuna og tryggja hana þannig fyrir ágangi sem byggist á hugmyndafræði hins frjálsa markaðar

  
  

 

Þetta verður hver og einn aðgera upp við sig.          F.S.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband