Mánudagur, 20. júní 2016
Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
Loksins er komin niðurstaða Hæstaréttar um að Reykjavíkurborg má ekki neita leigjendum Brynju-Hússjóðs ÖBÍ um sérstakar húsaleigubætur.
Loksins kominn vísir að smá réttlæti hvað sérstakar húsaleigubætur varðar.
Það var ÖBÍ (Danúel Isebarn Ágústsson hrl.) sem rak þetta dómsmál fyrir hönd skjólstæðings samtakanna.
Dóminn er hægt að sjá á vef Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=11354
Úr dóminum:
„Fimmtudaginn 16. júní 2016.
Nr. 728/2015.
Reykjavíkurborg (Kristbjörg Stephensen hrl.)
Gegn.......A......(Daníel Isebarn Ágústsson hrl.)
Stjórnsýsla. Sveitarfélög. Stjórnvaldsákvörðun. Jafnræði. Rannsóknarregla.
Í málinu krafðist A ógildingar á ákvörðun R um synjun á beiðni hennar um sérstakar húsaleigubætur. Fyrir lá að A leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, en samkvæmt 3. gr. reglna R um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík var ekki unnt að fá slíkar bætur nema umsækjandi leigði húsnæði á almennum leigumarkaði eða væri í leiguíbúð á vegum Félagsbústaða hf.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að með hliðsjón af 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar væri R heimilt að setja almennar reglur um félagslegar íbúðir og sérstakar húsaleigubætur að því tilskildu að þær brytu ekki í bága við ákvæði laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur eða önnur viðeigandi lagaákvæði. Sú skylda hvíldi á R sem sveitarfélagi að gæta þess við afgreiðslu á umsókn A um sérstakar húsaleigubætur samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að ekki væri á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem nytu þeirra bóta, en meðal þeirra væru leigjendur hjá Félagsbústöðum hf. sem byggju óumdeilanlega við hliðstætt húsnæðisöryggi og A. Hefði R því ekki fullnægt þessari skyldu sinni á viðhlítandi hátt.
Var ákvörðun R felld úr gildi.“
„Stefnandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi stjórnvaldsákvörðun stefnda 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins.“
Dómsorð
„Felld er úr gildi ákvörðun stefnda frá 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur.
Þeirri kröfu stefnanda að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, er vísað frá dómi.
Stefndi greiði 1.100.000 krónur í málskostnað er rennur í ríkissjóð.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.100.000 krónur.“
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
3 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.