Föstudagur, 15. júlí 2016
Um kæfisvefn.
Kæfisvefn Síðustu áratugina hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni. Langalgengasta truflunin er öndunarhlé sem varir í tíu sekúndur eða lengur. Ef slík öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund og þeim fylgir óvær svefn, háværar hrotur og dagsyfja er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea syndrome). Efnisyfirlit [Fela] Hve algengur er kæfisvefn? Hverjir fá helst kæfisvefn? Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? En hvað með þá sem bara hrjóta? Hve algengur er kæfisvefn? Kæfisvefn er meðal algengari langvinnra sjúkdóma hjá miðaldra fólki. Sex af hundrað körlum og tvær af hundrað konum greinast með kæfisvefn. Mun fleiri eru þó með einkenni kæfisvefns, s.s. háværar hrotur, en íslenskar faraldsfræðirannsóknir benda til þess að einn karl af sjö hrjóti hávært allar nætur og ein kona af hverjum tíu. Hverjir fá helst kæfisvefn? Það eru fyrst og fremst þrengsli innan efri loftvegs (frá nefi að barka) sem valda kæfisvefni. Oft er um að ræða skekkju á nefi, sepamyndun, stóra hálskirtla lítil haka en offita er þó megin orsökin en tveir af hverjum þremur kæfisvefnssjúklingum eru of þungir. Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Hjá þeim sem eru með talsverð einkenni kæfisvefns eru verulegar öndunartruflanir fyrir hendi allar nætur. Undir vissum kringumstæðum fylgja þó mun meiri öndunartruflanir í svefni, eftir áfengisneyslu, notkun vissra svefnlyfja og eða langvarandi vansvefn. Jafnframt geta tímabundnar aðstæður, s.s. ofnæmiskvef í nefi, stuðlað að kæfisvefni. Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Já, það hefur komið í ljós að öndunartruflanir eru líka hjá börnum. Rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýndi það, að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni. Börn með kæfisvefn eru yfirleitt ekki of þung, heldur oftast með stóra háls- og/eða nefkirtla. Börn sem ekki hvílast vegna kæfisvefns eru pirruð og ergileg á daginn. Einnig veldur kæfisvefninn vanþroska, þau stækka ekki og dafna eins og heilbrigð börn. Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Þær ráðast mjög af því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Ef kæfisvefninn er vægur (5-15 stutt öndunarstopp á klst) þá eru afleiðingarnar fyrst og fremst þreyta og syfja að deginum. Þeim mun fleiri sem öndunarhléin eru þeim mun víðtækari afleiðingar má gera ráð fyrir að þau hafi á líkamsstarfsemina að öðru leyti. Háþrýstingur og sjúkdómar í hjarta og æðakerfi eru til að mynda mun algengari meðal þeirra sem eru með alvarlegan kæfisvefn. Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Ef kæfisvefn er á háu stigi eru slíkir sjúklingar í margfalt meiri hættu að lenda í umferðar- eða vinnuslysum. Einnig er meðal þeirra aukin dánartíðni, fyrst og fremst vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Áður en ákvörðun er tekin um meðferð er nauðsynlegt að viðkomandi fari í rannsókn þar sem fylgst er með öndun og súrefnismettun yfir heila nótt. Rannsóknir fara nú fram á nokkrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Á grundvelli þess má sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn er og ráðleggja meðferð í samræmi við það, ef á þarf að halda. Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Jú. Almenn þekking á eðli og einkennum kæfisvefns er nauðsynleg. Jafnframt að draga lærdóm af því að áfengisneysla, notkun svefnlyfja og vansvefn geta aukið mjög kæfisvefnseinkennin. Einnig er nauðsynlegt að halda líkamsþyngd í skefjum ef viðkomandi hefur tilhneigingu til kæfisvefns. Margar rannsóknir benda til þess að þyngdaraukning leiði til þess að kæfisvefn versni mikið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að samhliða megrun ná margir kæfisvefnssjúklingar talsverðum bata. Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Já, ef um talsverðan kæfisvefn er að ræða getur ástæðan verið þrenging innan efra loftvegs, svo sem nefskekkja eða sepamyndun í nefi. Meðferð hjá háls-, nef- og eyrnalækni getur leitt til varanlegs árangurs. Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Um 2500 manns nota öndunarvél sem meðferð við kæfisvefni og sú meðferð á vegum lungnadeildar Landspítalans. Oftast er þá beitt einfaldri öndunarvél þar sem með aðstoð loftblásara er aukinn þrýstingur á innöndunarlofti. Sjúklingur sefur þá með grímu tengda við öndunarvél. Áður en einstaklingurinn sofnar er það síðasta sem hann gerir að setja á sig slíkan búnað sem hann fjarlægir svo strax að morgni þegar hann vaknar. Með aðstoð loftblástursins er komið í veg fyrir öndunarhlé, sjúklingurinn sefur eðlilega, hvílist og finnur ekki fyrir dagsyfju. Fylgikvillar kæfisvefns, s.s. háþrýstingur, verða oft viðráðanlegri. Önnur meðferð er notkun á bitgóm sem heldur fram hökunni og er henni beitt á einstaklinga með kæfisvefn á vægu eða meðalháu stigi þar öndunarhléin eru aðallega þegar viðkomandi liggur á bakinu.Er öndunarvélameðferð algeng? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? Fullorðnir með sögu um háværar hrotur, öndunarhlé, óværan svefn og syfju eða þreytu að deginum ættu að ráðfæra sig við lækni vegna möguleika á kæfisvefni. Einkum ef þeir eru með háþrýsting eða hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel þó viðkomandi viti lítið um hrotur (sefur einn) en er með veruleg einkenni syfju að deginum, þá er full ástæða til að ráðfæra sig við lækni um hvort kæfisvefn eða eitthvað annað geti verið að trufla svefninn og valda ónógri hvíld og dagsyfju. En hvað með þá sem bara hrjóta? Ef eingöngu er vitað um háværar hrotur, ekki er tekið eftir öndunarstoppum, engin óþægindi vegna óeðlilegrar dagsyfju og hjartasjúkdómar ekki til staðar, þá er tæpast ástæða til næturrannsóknar af læknisfræðilegum ástæðum. Stundum geta þó þau félagslegu óþægindi sem fylgja háværum hrotum valdið því að viðkomandi vill ráðfæra sig við lækni um leiðir til þess að draga úr umhverfistruflun vegna hrota. Af: http://doktor.is/sjukdomur/kaefisvefn-2 Innsett: F.S,
Meginflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl. | Aukaflokkar: Bloggar, Heilbrigðismál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.