Mánudagur, 28. maí 2007
Heimildamyndin “Annað líf Ástþórs” eftir Þorstein Jónsson
Hér er efni sem ég "stal af netinu", og varð að kynna ykkur aðeins, þ.e. ef einhver rambar inn á síðuna. F.S.
23. maí 2007
Heimildamyndin Annað líf Ástþórs eftir Þorstein Jónsson
Heimildamyndin Annað líf Ástþórs eftir Þorstein Jónsson verður sýnd í Háskólabíói 29.-31. maí, alla dagana klukkan 18:00.
Aðeins þessar einu sýningar.
Heimildarmyndin fjallar um Ástþór sem ætlaði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig ætlar hann að láta þá drauma rætast eftir að hann er kominn í hjólastól?
Að vera bóndi í hjólastól virðist ekki ganga upp. Ef hann notaði skynsemina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færiband, frístundir við sjónvarpið og vöruúrval í markaði á horninu.
En hann ætlar ekki að sleppa tengslunum við dýrin og náttúruna, þó fæturnir þvælist bara fyrir eins og komið er. Hann ætlar að gera það sem nauðsynlegt er til að geta búið á sinni jörð og rækja þau störf sem þar er að sinna.
Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ fór á forsýningu á myndinni og lýsti myndinni þannig: Þorsteinn hefur náð að fanga inntak nútímalegrar hugsunar um fatlaða sem þátttakendur í samfélaginu en ekki stofananamat og sagt okkur hetjusögu sem lætur engan ósnortin. Sértaklega er áhrifamikill kaflinn þar sem Ástþór er með þolinmæði sinni að hlúa að litla kiðlingnum sem skortir jafnvægi.
Myndin er 66 mínútur og aðgangseyrir er 900.
ÖBÍ styrkti gerð hennar.
Nánari upplýsingar á http://www.kvikmynd.com
-------------------------------------------------------
UMSÖGN:
Sigursteinn Másson:
Til hamingju með einstaklega áhrifamikla og fallega mynd. Sú saga sem þarna er sögð kemur á besta tíma með tilliti til áherslna okkar á sjálfstætt líf og aukin lífsgæði fatlaðra á þeirra eigin forsendum. Ástþór er fyrirmynd í því að láta drauma sína rætast án þess að fötlunin ráði úrslitum og sé honum óyfirstíganleg hindrun. Sérstaklega er áhrifamikill kaflinn þar sem Ástþór er með þolinmæði sinni að hlúa að litla kiðlingnum sem skortir allt jafnvægi. Þeir kaflar í myndinni eru einstakir og ég mæli með því að þeir verði hugsaðir í kynningarlegu tilliti.
Þú hefur náð Þorsteinn að fanga inntak nútímalegrar hugsunar um fatlaða sem þátttakendur í samfélaginu en ekki stofananamat og sagt okkur hetjusögu sem lætur engan ósnortin.
Öryrkjabandalag Íslands styrkir myndina.
AI.
----------------------------------------------
F.S.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 02:30 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.