Ráđgjafi heilbrigđisráđherra

28.6.2007  

Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur veriđ ráđin í tímabundna stöđu sem ráđgjafi Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar, ráđherra heilbrigđismála, um stefnumótun í heilbrigđismálum međ sérstaka áherslu á forvarnir og lýđheilsu. Inga Dóra er forseti Kennslufrćđi- og lýđheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og sinnir ađ auki rannsóknum á líđan og hegđun ungmenna hjá rannsóknarmiđstöđinni Rannsóknum & greiningu. Hún stundađi doktorsnám viđ Pennsylvania State University í Bandaríkjunum og fjallađi doktorsritgerđ hennar um streitu í lífi ungmenna og tengsl hennar viđ andlega líđan og hegđun. 

Í starfi sínu sem deildarforseti Kennslufrćđi- og lýđheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, hefur Inga Dóra byggt upp heildstćtt nám í lýđheilsufrćđum á meistarastigi. Inga Dóra hefur umtalsverđa reynslu af störfum í opinbera geiranum bćđi sem stjórnandi og sérfrćđingur. Ţá hefur hún lagt stund á frćđastörf, ritađ bćkur og birt greinar í alţjóđlegum vísindatímaritum. 

Ađ loknu starfi viđ stefnumótun í heilbrigđismálum mun Inga Dóra snúa aftur til starfa sem deildarforseti viđ Háskólann í Reykjavík.

                             (fréttatilkynning)         F.S.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband