Sunnudagur, 1. júlí 2007
Vekur bílstjórann þegar hann sofnar
Á sérstaklega erindi til fólks með ómeðhöndlaðan kæfisvefn. F.S.
Öryggi Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af.
Einfalt viðvörunarkerfi getur bjargað lífi þreyttra bílstjóra og farþega þeirra. Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af. Kerfið nefnist Mobileye en að sögn forskning.
Einfalt viðvörunarkerfi getur bjargað lífi þreyttra bílstjóra og farþega þeirra. Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af.
Kerfið nefnist Mobileye en að sögn forskning.no hafa rannsóknir norskra vísindamanna sýnt fram á að það geti komið í veg fyrir alvarleg bílslys sem hljótast af því að ökumaðurinn sofnar.
Í rannsókninni voru fimm ungir bílstjórar fengnir til að setjast undir stýri í aksturshermi, bæði útsofnir og þreyttir. Í ljós kom að eftir sólarhrings vöku versnuðu verulega hæfileikar þeirra til að aka. Tveir þeirra voru ekki langt frá því að keyra út af og aðrir upplifðu ofskynjanir og drauma meðan þeir óku.
Ökumennirnir, sem voru á aldrinum 22 til 26 ára, voru látnir keyra í tuttugu mínútur, einu sinni fyrir vökunótt og tvisvar sinnum eftir. Í annað af síðari skiptunum nýttu þeir sér Mobileye. Kerfið skynjar miðlínu vegarins, vegkantana og fjarlægðina að næsta bíl og gefur frá sér hljóð- og ljósmerki þegar viðkomandi er á leiðinni út af veginum. Í tilrauninni kom í ljós að Mobileye vakti ökumanninn þegar hann var við það að sofna og keyra út af akstursbrautinni.
Vísindamennirnir segja rannsóknina sýna að hjálparmeðul á borð við Mobileye geti dregið úr alvarlegum bílslysum og vilja að það verði staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Þótt kerfið komi ekki í veg fyrir að fólk sofni undir stýrið auki það líkurnar á að það vakni áður en slys hljótist af.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
348 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.