Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Hvað segir svona frétt........
Það eru að verða mannaskipti í þessari stjórn, og eins og segir í fréttinni þá er: "Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með starfsemi TR og gæta þess að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga. Stjórnin staðfestir sömuleiðis skipulag stofnunarinnar, starfs- og fjárhagsáætlun hvers árs og markar henni stefnu".
Það virðast allir vera sammála að það þurfi að laga þær reglur sem þarna gilda. Sumt er bundið í lögum, annað í reglugerðum og enn annað í innanhússreglum. Því er stjórn TR oft vandi á höndum að vinna að breytingum.
Ef það á að gera TR aðeins manneskjulegri stofnun þá þarf að minnka tekjuskerðingar, og t.d. að hætta að skerða bætur þeirra sem "deila eldhúsi með öðrum", því að slíkar reglur geta neytt t.d. aldraða til að fara fyrr á öldrunarstofnun en ella væri. Lífeyrisþegum munar um þennan pening og treysta sér jafnvel ekki heldur til að búa einir og fá því skertar bætur.
Breyta þarf reglum hvað varðar bílastyrki svo að fleyri en hreyfihamlaðir með hækju eða í hjólastól sem þurfa bíl vegna náms og vinnu, hafi möguleika á að fá stærri bílakaupastirkinn.
Lögin sem þessar reglur byggja á eru ekki svona takmarkandi og mismuna ekki fólki eftir því hvers eðlis þeirra hreyfihömlun er.
Oft er það þannig að það eina sem horft er á er að einhverjir lífeyrisþegar geti hugsanlega verið að misnota kerfið.
Ætli það séu ekki margfallt fleyri sem fara samkvæmt öllum reglum og eiga vart til hnífs og skeiðar.
Forsetisráðherra skipaði nefnd til að létta af lífeyrissjóðunum greiðslu örorkulífeyris, og er sú nefnd að vinna að breytingarhugmyndum á lífeyrisgreiðslum, langt útfyrir upphaflegan tilgang sinn. Þeirra tillögur eru raunar aðallega "vinnumarkaðsaðgerðir" til að létta greiðslum af TR og svo lífeyrissjóðum á almennum markaði, og þvinga sem flesta í vinnu eða á atvinnuleyrisbætur ella. Lífeyrisþegi með 50% örorkumat á þá að fá 50% örorkulífeyrir og er svo ætlað að vinna fyrir 50% sem á vantar. Óháð því hvort vinnumarkaðurinn fæst til að taka öryrkjann í vinnu. Vandamál öryrkja hefur verið að það hefur verið mjög erfitt að fá vinnu á almennum markaði fyrir öryrkja. Lítið fer fyrir mannúðinni í þeirri nefndarvinnu og tillögugerð.
Við skulum vona að ný stjórn TR geti bætt reglur stofnunarinnar og bætt lífsgæði og afkomu lífeyrisþega. Ekki veitir af. F.S.
Benedikt Jóhannesson formaður stjórnar Tryggingastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
347 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.