Föstudagur, 3. ágúst 2007
Dr. Þórólf Þórlindsson skipaður forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs.
Nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2547
1.8.2007
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur sett Dr. Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs.
Dr. Þórólfur Þórlindsson hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið.
Dr. Þórólfur hefur um árabil lagt sitt af mörkum í forvarnastörfum, m.a. verið formaður Áfengis- og vímuvarnarráðs. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála. Þá hefur Dr. Þórólfur gegnt formennsku og setið í fjölmörgum ráðum og nefndum, verið formaður Félags háskólakennara og Félags prófessora og varaformaður Vísindaráðs.
Lýðheilsustöð er stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu og tók til starfa 1. júlí 2003. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar forstjóra Lýðheilsustöðvar en stöðinni ætlað að efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði.
Dr. Þórólfur Þórlindsson tekur við forstjórastarfinu af Önnu Elísabetu Ólafsdóttur. Hún hefur gegnt starfi forstjóra Lýðheilsustöðvar undanfarin fjögur ár og hyggst leggja stund á doktorsnám í lýðheilsufræðum í Bretlandi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
30 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.