Þriðjudagur, 2. október 2007
Endurskoðun almannatrygginga
Fréttatilkynning
Félagsmálaráðherra skipar verkefnisstjórn er endurskoðar almannatryggingalöggjöfina
1.10.2007
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur í dag í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. og í ljósi þess að almannatryggingar munu flytjast frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytisins þann 1. janúar 2008 skipað fimm manna verkefnisstjórn sem vinna skal heildstæðar tillögur um eðlilegar fyrstu aðgerðir, langtíma stefnumótun og nauðsynlegar breytingar á almannatryggingalöggjöfinni. Verkefnisstjórnin skal skila félagsmálaráðherra samræmdum tillögum í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, annars vegar fyrir 1. desember 2007 varðandi eðlilegar fyrstu aðgerðir og hins vegar fyrir 1. nóvember 2008 varðandi þá heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar sem framundan er. Í verkefnisstjórninni eiga sæti:
- Sigríður Lillý Baldursdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra án tilnefningar, formaður,
Hrannar B. Arnarsson til vara, - Stefán Ólafsson án tilnefningar,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir til vara, - Ragnheiður Elín Árnadóttir tilnefnd af fjármálaráðherra,
Eyþór Benediktsson til vara, - Ágúst Þór Sigurðsson tilnefndur af Tryggingastofnun ríkisins,
Kristján Guðjónsson til vara, - Hrafn Magnússon, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
Arnar Sigurmundsson til vara.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, munu starfa með verkefnisstjórninni auk hagfræðings félagsmálaráðuneytisins. Í dag erum við að ýta úr vör einu mikilvægasta verkefni kjörtímabilsins. Það er löngu tímabært að endurskoða almannatryggingalöggjöfina og það er skýrt kveðið á um þetta verkefni í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Almenningur og hagsmunaðilar hafa lengi kallað mjög ákveðið eftir þessari endurskoðun og mikilvægt er að sem flestir komi að henni. Það mun ég leggja áherslu á að verkefnisstjórnin geri. Þetta er afar umfangsmikið verkefni og ég vona svo sannarlega að þessi öflugi hópur, sem fengist hefur að því, vinni hratt og vel og skili tillögum sem einfaldi og skýri almannatryggingalöggjöfina og nái fram raunveruleguum umbótum sem gagnast þeim sem verst eru settir. Það er meginmarkmiðið með þessu starfi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tilkynningar til félagsmanna, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.