Miðvikudagur, 3. október 2007
Meira um almannatryggingakerfið og nýtt kerfi
Örorkumatsnefnd Forsætisráðherra skoðaði leiðir til að minnka örorkubyrgði lífeyrissjóðanna og skilaði af sér skírslu um sínar tillögur
Skírslu Örorkunefndar má svo nálgast á http://www.obi.is/media/frettir/Ororkumatsnefnd_-_lokagerd__050307.doc og bókun fulltrúa Örirkjabandalags islands ( ÖBÍ ) á http://www.obi.is/media/frettir/Ororkumatsnefnd-bokun_fulltrua_OBI_05.03.07.doc .
Skipuð var framkvæmdanefnd til að koma niðurstöðu nefndarinnar í framkvæmd.
Nú er félagsmálaráðherra búinn að skipa verkefnisstjórn er endurskoðar almannatryggingalöggjöfina, en nefnd forsætisráðherra er að vinna að endurskoðun á örorkumatinu, og á örorkulífeyrismálunum líka.
Störf þessara nefnda hljóta að skarast.
Eitt afsprengi af tillögum Örorkumatsnefndar Forsætisráðherra eru tillögur um breytt kerfi Veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum vinnumarkaði.
Samkvæmt þessum tillögum fer enginn á örorkulífeyrir fyrr en eftir 5 ára biðtíma á framfæri sjúkrasjóða stéttarfélaga og Áfallatryggingarsjóðs.
Með þessu móti sleppa lífeyrissjóðirnir við að greyða þessum einstaklingum örorkulífeyrir í þessi 5ár, og með því næst takmarkið að draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóðanna og jafna stöðuna milli einstakra sjóða.
Svo eru settar í þetta gulrætur til að gera þetta fýsilegt.
Auka á starfsendurhæfingu, en það var einnig markmiðið 1999 þegar núgildandi lög um örorkumat voru sett.
Þeir peningar komu ekki og endurhæfing hefur verið fjársvelt. Þessvegna þarf nú að stórauka endurhæfingu af því að það var ekki gert 1999 eins og til stóð.
Tillögurnar fela í sér flutning veikindaréttar frá fyrirtækjunum til sjúkrasjóða stéttarfélaganna, en það er alveg hægt án þess að riðla svona núverandi kerfi.
Hætt er við að Áfallatryggingarsjóður. Verði ný og óþörf stofnun í líkingu við Triggingastofnun. Þetta flækir kerfið fyrir þeim sem þurfa að leit eftir þjónustunni.
Hvað þetta varðar bendi ég á athugasemdir nokkurra stéttarfélaga sem eru andsnúin þessu, en þar segir m.a.:Á vef Starfsgreinasambands Íslands , www.sgs.is segir í frétt 1. september 2007:
Aukin réttindi Hið nýja kerfi gerir ráð fyrir auknum réttindum félagsmanna SGS og aukið hlutverk sjúkrasjóðanna, einkum vegna langvarandi veikinda og starfsendurhæfingar í því sambandi, til að koma í veg fyrir varanlega örorku. Sjúkrasjóðum félaganna er ætlað að annist alla umsýslu og samskipti við þann sem veikist auk þess sem sérstakur ,,Áfallatryggingarsjóður, sem komið verður á fót, fær sérstakt hlutverk. Sjóðnum mun m.a. vera ætlað að greiða laun þjónustufulltrúa sjúkrasjóðanna og sérfræðinga greiningarteymis auk annars kostnaðar vegna endurhæfingar.
Hægt era ð nálgast kynningar á þessum tillögum á netinu:
Kynning á veikinda-, slysa og örorkurettindum. http://www.asi.is/PortalData/1/Resources/frettir/Kynning___veikinda-,_slysa_og_ororkurettindum.pps
Yfirlit yfir helstu réttindi. http://www.asi.is/PortalData/1/Resources/frettir/Yfirlit_yfir_helstu_r_ttindi.pdf
Áfallatryggingar - nýtt réttindakerfi. http://www.asi.is/PortalData/1/Resources/frettir/_fallatryggingar_-_n_tt_r_ttindakerfi.pdf
Ég hvet alla til að skoða þetta vel.
Á vef Starfsgreinasambands Íslands , www.sgs.is segir í frétt 11. september 2007:
Yfirlit yfir hið nýja kerfi fer hér á eftir:
Yfirlit yfir nýtt kerfiVeikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði
1. Réttur til greiðslu fastra reglubundinna launa hjá atvinnurekenda í tvo mánuði eftir 1. árs starf (dagvinna, föst yfirvinna, bónus og aðrar afkastahvetjandi greiðslur og vaktaálög)
2. Réttur færist að fullu milli atvinnurekenda eftir 1. ár óháð grein.
3. Full réttindi ef um slys er að ræða.
4. Sjúkrasjóður annist alla umsýslu og samskipti við þann sem veikist a. Áfallatryggingarsjóður greiðir laun þjónustufulltrúa
b. Áfallatryggingarsjóður greiði laun sérfræðinga greiningarteymis
c. Áfallatryggingarsjóður greiðir kostnað vegna endurhæfingar
5. Réttur til greiðslu 60% af meðaltekjum síðustu 6 mánaða frá Áfallatryggingasjóði í allt að 5 ár eftir að greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur. - lágmarksbætur eftir 12 mánuði.
6. Réttur félagsmanna stéttarfélaga til greiðslu uppbóta til viðbótar við grunnbætur frá sínum sjúkrasjóði eftir að greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur
a. 30% viðbótarréttindi fyrstu 10 mánuðina
b. 20% viðbótarréttindi næstu 24 mánuði
c. 10% viðbótarréttindi næstu 24 mánuði7.
Ný iðgjöld til að fjármagna þessi réttindi verður lögð á atvinnurekendur:
a. Nýtt 2,13% iðgjald í Áfallatryggingarsjóð þar sem greitt yrði af öllum.
b. Iðgjald atvinnurekenda í sjúkrasjóð hækki í 1,25% sem greitt er af heildarlaunum
8. Kostnaður af nýju kerfi heldur lægri en af núverandi kerfi:
a. 1% mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði færist í Áfallatryggingasjóð (en kostnaður þeirra lækkar um 1,51% að meðaltali þýðir aukið svigrúm lífeyrissjóðanna til greiðslu eftirlauna).
b. 1,13 tryggingargjald atvinnurekenda færisti í Áfallatryggingasjóð.
c. Kostnaður atvinnurekenda vegna veikindaréttar lækkar um 0,28% gegn hækkun á framlagi í sjúkrasjóði.
Það á eftir að koma í ljós hvert framhaldið verður.
Við heyrum oft að Lífeyrissjóðirnir séu að hækka greiðslu lífeyris til sinna sjóðfélaga vegan stöðu sjóðanna.
Á sama tíma á að takmarka greiðslu sjóðanna á örorkulífeyri til sinna félagsmanna.
Það er verið að boða ansi miklar breytingar á lífeyrissjóðunum og veikindarétti til að draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóðanna og jafna stöðuna milli einstakra sjóða.
Hægt hefði verið að auka endurhæfingu án þessa. Það hafa ekki fengist peningar til þess.
Hver á að triggja viðbótarfé í Áfallatriggingarsjóð ef núverandi kostnaðaráætlun stenst ekki.
Það verður að skoða svona tillögur vel og vandlega áður en farið er út í það að riðla núverandi kerfi.
F.S.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 03:06 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.