Föstudagur, 5. október 2007
Um áherlsur ÖBÍ vegna fjárlagagerðar og væntanlegra kjarasamninga
Ég leyfi mér að birta hér fret af heimasíðu ÖBÍ ( http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/301 ) og einnig kröfugerðina sjálfa sem fréttin fjallar um, einnig af heimasíðu ÖBÍ (http://www.obi.is/media/frettir/Aherslur_OBI.doc )
ÖBÍ er regnhlífasamtök allflestra sjúklingafélaga
Stefnuskrá Öryrkjabandalags Íslands er hægt að skoða á http://www.obi.is/um-obi/stefnuskra-obi , og er hún fróðleg aflestrar.
Þar segir m.a.:
Tilgangur Öryrkjabandalags Íslands er:að vera sameiningarafl fyrir aðildarfélögin sem orðið hafa til í þeim tilgangi að skapa fötluðu fólki og aðstandendum betra líf.
Okkar samtök, SÍBS, samband berkla og brjóstholssjúklinga, er samband sjúklingafélaga 5 tiltekinna sjúklingahópa. SÍBS er eitt aðildarfélaga ÖBÍ en okkar félagsmenn eru bæði ófatlaðir og fatlaðir, þó svo að þeir séu flestir sjúklingar.
Það eru ekki allir sjúklingar fatlaðir, en það að vera fatlaður á bara við þá sjúklinga þar sem sjúkdómurinn er farinn að há fólki verulega í daglegu lífi.
Því er stefnuskrá ÖBÍ mjög ónákvæm í lýsingu sinni á aðildarfélögunum.
Sjúklingar eru ekki allir fatlaðir.
Það er styrkur fyrir aðildarfélögin að vera í svona regnhlífarsamtökum.
Það krefst þess jafnframt af aðildarfélögunum að þau leggi sitt af mörkum til að móta stefnu ÖBÍ og taka þátt í starfi þeirra af fullum krafti.
Hin dauða hönd er engum til góðs, og öllum skaðleg.
Því þurfa allir að leggja sitt af mörkum, ef einhver alvara fylgir aðild að svona samtökum.
Það er ánægjulegt að ÖBÍ leggi fram áherslur sínar í upphafi kjarasamninga á almenna markaðinum og einnig á opinberum markaði.
Forsvarsmenn stéttarfélaganna virðast margir vera búnir að gleyma því að flestir öryrkjar eru fyrrverandi og núverandi félagsmenn stéttarfélaganna.
Stéttarfélög þurfa að sinna kjaramálum öryrkja betur en verið hefur.
Lífeyrissjóðir landsins eru á forræði stéttarfélaganna og eru eign félagsmanna þeirra. Nú eru lífeyrissjóðirnir að reyna að koma örorkulífeyrisþegum af framfæri sjóðanna. Köld kveðja það.
Það mál verður þó ekki rætt hér nú.
Kynnið ykkur áherslur ÖBÍ vegan fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga.
Svo hvet ég alla til að fylgjast með fréttum á heimasíðu samtakanna, ( http://www.obi.is )Þar ætti að vera hægt að fylgjast með aðgerðum og áherslum samtakanna.Kv: Frímann
Áherlsur ÖBÍ vegna fjárlagagerðar og væntanlegra kjarasamninga
http://www.obi.is/media/frettir/Aherslur_OBI.doc
Áherslur ÖBÍ vegna fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.http://www.obi.is/media/frettir/Aherslur_OBI.doc
Grunnlífeyrir (örorkulífeyrir) verði tvöfaldaður frá því sem nú er
Grunnlífeyrir örorkulífeyrisþega er í dag kr. 24.831 á mánuði. ÖBÍ vill að grunnlífeyririnn verði hækkaður upp í kr. 50.000 frá og með áramótum. Samanlagður grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag kr. 104.000 krónum en mundi eftir hækkun nema kr. 130.000. Í málefnaskrá ÖBÍ, LEB og Þroskahjálpar er lögð áhersla á að einfalda bótakerfið og að fækka bótaflokkum þannig að eftir standi tveir flokkar. Annars vegar grunnlífeyrir og hins vegar tekjutrygging. Þessi hækkun væri mikilvægt skref í einföldun kerfisins. Grunnlífeyririnn er sá bótaflokkur sem síðast skerðist og því er hækkun grunnlífeyris hvatning til aukinnar þátttöku örorkulífeyrisþega á vinnumarkaði.
Skattleysismörk verði hækkuð upp í kr. 140.000
ÖBÍ telur rétt að miða skattleysismörk við launavísitölu. Ef skattleysismörk hefðu fylgt vísitöluþróun launa frá 1988 væru skattleysismörk nú rúm 140.000 krónur á mánuði í stað 90.000 króna. Undanfarin ár hafa stjórnvöld farið þá leið að fella niður hátekjuskatt og að lækka skattprósentu á almenn laun og fyrirtæki en ÖBÍ telur að nú sé komið að lágtekjufólki, öryrkjum og öldruðum að njóta skattalækkana. Hækkun skattleysismarka er að mati ÖBÍ einfaldasta, besta og réttlátasta leiðin.
Frítekjumark verði hækkað úr kr. 300.000 í kr. 900.000
Með breytingu á lögum um almannatryggingar sem gildi tóku um síðustu áramót bættist við 300.000 króna frítekjumark sem veitir öryrkjum rétt til að vinna sér inn kr. 25.000 á mánuði án þess að lífeyrir þeirra skerðist. Í ljós hefur komið að margir öryrkjar hafa nýtt sér þetta frítekjumark þótt lágt sé. Með því að hækka frítekjumarkið upp í kr. 900.000 á ári mundi skapast raunverulegur hvati til atvinnuþátttöku og samfélagslegrar virkni.
Heilbrigðisþjónustan verði notendum að kostnaðarlausu
Á undanförnum árum hefur gjaldtaka fyrir hvers konar heilbrigðisþjónustu aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefna ríkistjórnarinnar sé að á Íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða, stórauka eigi forvarnir, lækka lyfjaverð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. ÖBÍ leggur áherslu á að þessum markmiðum verður ekki náð nema að aðgengi allra að heilbrigðisþjónustunni sé tryggt, óháð efnahag. Það verði einungis gert með því að leggja af alla gjaldtöku fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.