Er stofnun Áfallatryggingastóðs atlaga að almannatryggingakerfinu ?

  

Ég sé að Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, sat  sameiginlegan fund réttindanefndar og lífeyrisnefndar BSRB til að kynna sín sjónarmið í málinu.

 

Hér er á ferðinni mjög stórt og mikilvægt mál.

 

Eins og ég sé þetta þá eru tillögur um ASÍ og SA um svokallaðan áfallatryggingasjóð bein afleiðing af tillögum “Örorkumatsnefndar forsætisráðherra”, sem m.a. ÖBÍ átti fulltrúa í og samþykkti niðurstöður nefndarinnar og fulltrúi þeirra skrifaði undir fyrir hönd ÖBÍ.

Það sem sagt er um “nýtt endurhæfingarkerfi fyrir öryrkja” í þessu sambandi er bara gulrót til að selja hugmyndina um breytt lífeyriskerfi  og  stofnun áfallatryggingasjóð..

 

 Starfsgreinasambandið ( SA )hefur áður sagt að :

“Eigi hugmyndir ,,örorkumatsnefndar” forsætisráðherra að ná fram að ganga, þarf að breyta bæði hlutverki sjúkrasjóða aðildarfélaga SGS og lífeyrissjóðanna” 

Það er því ljóst að tillögur “Örorkumatsnefndar forsætisráðherra”hafa nú leitt til tillagna þeirra sem hér er verið að ræða um. 

Ekki eru öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sammála stefnu sambandsins og tillögum þess og Samtaka Atvinnulífsins.Umræður um þessar tillögur hafa verið mjög litlar, þangað til nú síðustu vikurnar þegar verið er að kynna tillögurnr innan aðildafélaga Starfsgreinasambandsins ( SA ). 

Í þessu sambandi er talað um að stórauka þurfi endurhæfingu.  Það er alveg rétt, en það eru ekki ní tíðindi. Það var ein af forsendum frumvarpsins 1999 að endurhæfingin yrði stóraukin.Það dugði ekki til að Alþyngi legði meiri peninga í endurhæfinguna  

Ég vil mynna á að ekki fór fram nein stefnumótunarvinna meðal aðildarfélaga Öbí á meðan Örorkumatsnefnda forsætisráðherra starfaði eða til undirbúnings þeirri vinnu. 

Öbí var aðal baráttuaðili fyrir læknisfræðilegu örorkumati 1999, sem nú er notað,  og hefur ÖBÍ því alveg skippt um stefnu í þessu mikilvæga máli án þess að aðildarfélögum ÖBÍ gæfist kostur á að koma að þeirri umræðu og ákvarðanatöku.

Að mínu mati er það alveg á skjön við viðtekin líðræðisleg vinnubrögð og ekki sæmandi samtökum eins og ÖBÍ. 

Ég vil benda á fyrri skrif hér um þessi mál, sem sjá má á:

http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/327511/  

http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/300871/

http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/183806/  

http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/165717/   

  

Ég hvet alla til að skoða þessi mál vel.

Þetta skiptir samfélag okkar verulegu máli að þessu sé vel fyrir komið og sjúklingar og öryrkjar búi við gott afkomuöryggi.

 

Það er rétt ábending hjá Sigursteini Mássyni að tillögur um áfallatryggingasjóð ná bara til félagsmanna í tilteknum stéttarfélögum.   Þær leiða því til mismununar í þjóðfélaginu.

Einstaklingar utan stéttarfélaga hafa ekki sömu réttindi.

 

  Við verðum að muna að þetta ferli; Örorkumatsnefndi forsætisráðherra og tillögur ASÍ og SA um áfallatryggingasjóð fer af stað til að bæta hag lífeyrissjóðanna með því að minnka örorkubótaþáttinn í lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna.Tetta er samhangandi mál eins og kemur t.d. fram í tilvitnun í álit Starfsgreinasambandsins hér ofar. 

Kv.  Frímann

 

Alvarleg atlaga að almannatryggingakerfinu

3.10.2007  
Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, sat í gær sameiginlegan fund réttindanefndar og lífeyrisnefndar BSRB til að fjalla um hugmyndir sem fram hafa komið af hálfu ASÍ og SA um svokallaðan áfallatryggingasjóð og nýtt endurhæfingarkerfi fyrir öryrkja. Varaði hann við að ef hugmyndir ASÍ og SA næðu fram að ganga væri það alvarlegasta atlaga að almannatryggingakerfinu á Íslandi frá því það var sett á laggirnar 1936 
Sigursteinn benti á að um væri að ræða nýtt framfærslukerfi til hliðar við almannatryggingakerfið og varaði við því að ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika yrði við lýði í landinu kerfi mismununar. Annars vegar væru þeir sem tengdust þeim hluta vinnumarkaðarins sem aðild ættu að þessu fyrirkomulagi og síðan hinir sem þar stæðu fyrir utan. Lagði Sigursteinn áherslu á að stefnt yrði í gagnstæða átt, það er að stórefla almannatryggingakerfið og einfalda það til muna. 
Tengill á frétt á heimasíðu BSRB um málið.

http://bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=1285&menuid=

  

Af: http://bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=1285&menuid=

  
Hlustum á varnaðarorð Öryrkjabandalagsins
2.10.2007   
Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, kom í dag á sameiginlegan fund  réttindanefndar og lífeyrisnefndar BSRB til að fjalla um hugmyndir sem fram hafa komið af hálfu ASÍ og SA um svokallaðan áfallatryggingasjóð og nýtt endurhæfingarkerfi fyrir öryrkja. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði á fundinum að hér væri í reynd um að ræða nýtt framfærslukerfi til hliðar við almannatryggingakerfið og varaði við því að ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika yrði við lýði í landinu kerfi mismununar. Annars vegar væru þeir sem tengdust þeim hluta vinnumarkaðarins sem aðild ættu að þessu fyrirkomulagi og síðan hinir sem þar stæðu fyrir utan.  
„Við ættum að stefna í gagnstæða átt," sagði Sigursteinn, „stórefla almannatryggingakerfið og einfalda það til muna." Meginmálið væri að í landinu sé öflugt almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn.
  Sigursteinn sagði að ýmsar þær hugmyndir sem verið hefðu í umræðunni undanfarin misseri um uppstokkun á örorkukerfinu, þar sem horft væri til þess sem einstaklingurinn gæti í stað vangetu hans og jafnframt að efla bæri endurhæfingu, væru til góðs og mikilvægt að samfélagið stæði þar einhuga að baki. Við skyldum hins vegar ekki flana að neinu og ráðast í kerfisbreytingar sem væru til þess fallnar að veikja það kerfi sem við nú búum við. Vissulega bæri að breyta því en undirstöðurnar mætti ekki veikja.  
Sigursteinn tók djúpt í árinni og sagði að ef hugmyndir ASÍ og SA næðu fram að ganga væri það alvarlegasta atlaga að almannatryggingakerfinu á Íslandi frá því kerfið var sett á laggirnar 1936. Kvaðst hann óttast að með þessum hugmyndum væri stigið skref að bandarísku fyrirkomulagi þar sem vinnumarkaðurinn sér um velferðarkerfi starfsmanna sinna.
 BSRB hefur tekið vel í þá grunnhugsun sem formaður Öryrkjabandalagsins vísar hér til um nýja hugsun í almannatryggingakerfinu. Hvað þennan þátt áhrærir höfum við átt samleið og ég lít svo á að við séum hér á sömu braut og Alþýðusambandið hvað markmiðin varðar. Hins vegar þarf að hyggja að framkvæmdinni og okkur ber skylda til að huga að varnaðarorðum formanns Öryrkjabandalags Íslands. Varðandi hugmyndir ASÍ og SA er því  ljóst að mikil umræða þarf að fara fram í okkar röðum áður en við tökum ákvörðun um hvert við viljum stefna í þessum efnum. Hér má ekki flana að neinu. Að sjálfsögðu viljum við að ekkert gerist sem gæti orðið til að veikja almannatryggingakerfið í landinu og þar tek ég aftur undir með formanni ÖBÍ  að stórátak þarf að gera til að efla það kerfi," sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband