Ályktun aðalfundar ÖBÍ 6. október 2007

 

( Af vef Öryrkjabandalags Íslands,  http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/303 )

 

6.10.2007

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn að Grand hóteli í dag 6. október. Á fundinum var Sigursteinn Másson endurkjörinn formaður bandalagsins. Á fundium var eftir farandi ályktun samþykkt.

Ályktun aðalfundar ÖBÍ 6. október 2007

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands fagnar yfirlýstri stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðarkerfinu, þar sem áhersla skal lögð á einföldun almannatryggingakerfisins, einstaklingsmiðaða þjónustu, aukna endurhæfingu og virka samfélagslega þátttöku fatlaðra. ÖBÍ leggur áherslu á að skipulagt verði eitt nýtt og betra almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn. ÖBÍ hafnar alfarið hugmyndum sem fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa kynnt um sérstakt tryggingakerfi fyrir hluta landsmanna. Jafnframt varar ÖBÍ mjög við hugmyndum sem miða að einkavæðingu almannatrygginga, sem er augljós ávísun á mismunun.
Undanfarin ár hafa skattar á fyrirtæki og á hæstu laun lækkað umtalsvert. Nú er tími lágtekjufólks kominn. ÖBÍ skorar á stjórnvöld að gera tillögur ÖBÍ um kjara-, skatta- og velferðarmál að sínum. ÖBÍ skorar ennfremur á Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins að koma í veg fyrir boðað afnám og niðurfellingu örorkulífeyris fyrir á annað þúsund öryrkja. Komi skerðing lífeyrissjóðanna til framkvæmda er ljóst að sjóðirnir hafa brugðist samtryggingarskyldum sínum og samfélagslegri ábyrgð. Þar með kynnu forsendur skylduaðildar að lífeyrissjóðunum að vera brostnar. Slíkar aðstæður hlytu að leiða til heildarendurskoðunar stjórnvalda á lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna, þar sem hlutverk þeirra, skyldur og ábyrgð í íslensku samfélagi yrðu endurskilgreind.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband