Sunnudagur, 7. október 2007
Ályktun aðalfundar ÖBÍ 6. október 2007
( Af vef Öryrkjabandalags Íslands, http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/303 )
Ályktun aðalfundar ÖBÍ 6. október 2007
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands fagnar yfirlýstri stefnu stjórnvalda um umbætur í velferðarkerfinu, þar sem áhersla skal lögð á einföldun almannatryggingakerfisins, einstaklingsmiðaða þjónustu, aukna endurhæfingu og virka samfélagslega þátttöku fatlaðra. ÖBÍ leggur áherslu á að skipulagt verði eitt nýtt og betra almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn. ÖBÍ hafnar alfarið hugmyndum sem fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa kynnt um sérstakt tryggingakerfi fyrir hluta landsmanna. Jafnframt varar ÖBÍ mjög við hugmyndum sem miða að einkavæðingu almannatrygginga, sem er augljós ávísun á mismunun.
Undanfarin ár hafa skattar á fyrirtæki og á hæstu laun lækkað umtalsvert. Nú er tími lágtekjufólks kominn. ÖBÍ skorar á stjórnvöld að gera tillögur ÖBÍ um kjara-, skatta- og velferðarmál að sínum. ÖBÍ skorar ennfremur á Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins að koma í veg fyrir boðað afnám og niðurfellingu örorkulífeyris fyrir á annað þúsund öryrkja. Komi skerðing lífeyrissjóðanna til framkvæmda er ljóst að sjóðirnir hafa brugðist samtryggingarskyldum sínum og samfélagslegri ábyrgð. Þar með kynnu forsendur skylduaðildar að lífeyrissjóðunum að vera brostnar. Slíkar aðstæður hlytu að leiða til heildarendurskoðunar stjórnvalda á lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna, þar sem hlutverk þeirra, skyldur og ábyrgð í íslensku samfélagi yrðu endurskilgreind.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.