Enn af misrétti í samfélaginu.

 

Hér er Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði  að kynna merkilegar rannsóknir. 

Það er mjög alverlagt að munur sé á útgjaldabyrði einstaklinga eftir sjúkdómum.   Það sýnir að ekki hafa allir sjúklingahópar notið sambærilegs skilnings og fyrirgreiðslu af hendi ríkisins, sem er stærsti greiðandinn. 

Hér getur bakland sjúklingahópanna skipt máli.   Barátta viðkomandi sjúklingafélaga og einnig hversu viðurkenndir sjúkdómarnir eru í samfélaginu. 

Fram kemur að geðsjúkir eru með hæstu útgjaldabyrði einstaklinga.    Þeirra samtök, Geðhjálp og fl.,hafa verið mjög virk í réttindabaráttu en þeað eru enn fordómar gegn geðsjúkum og gæti það valdið einhverju um þetta óréttlæti. 

Það er sláandi að 30% aðspurðra bera við kostnaði,  sem helztu ástæðu þess að þeir fresti því að fara til læknis.  

Það að einhver hafi ekki efni á að fara til læknis leiðir oft til þess að síðar þurfi viðkomandi á kostnaðarsamari heilbrigðisþjónustu að halda.   

 

Heilbrigðisútgjöld hafi aukist sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1% árið 1987,  í 1,7% árið 2004.

 

Útgjaldaaukningin hafi bitnað mest á atvinnulausum, öryrkjum, langveikum og láglaunafólki,  af því að þessir hópar hafi ekki fengið sömu kaupmáttaraukningu og aðrir.

 

Þetta allt hefur Öryrkjabandalag Íslands ( ÖBÍ ) haldið fram undanfarin ár og ætti þessi rannsókn að styðja málflutning ÖBÍ um brýna þörf á að leiðrétta mismununundanfarinna ára. 

Ókeypis heilbrigðisþjónusta er raunverulega eina leiðin til að fyrirbyggjas þessa mismunun.

 

F.S.

 

 


mbl.is Hallar á þá sem sízt skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband