Þriðjudagur, 4. desember 2007
Hetjuleg varnarbarátta Öbí.
Framkoma lífeyrissjóðanna við öryrkja er beinlínis árás á velferð þeirra.
Örirkjarnir eru allir félagsmenn stéttarfélaganna sem "eiga" lífeyrissjóðina. Það er hluti af tilgangi lífeyrissjóðanna að veita sínum félagsmönnum þessa tryggingarvernd sem örorkulífeyririnn er.
Það er sífellt verið að hækka ellilífeyrisgreiðslur sjóðanna vegna góðrar stöðu þeirra. Á sama tíma væla þeir og skera niður greiðslur örorkulífeyrisþega. Þetta er alveg siðlaust.
Það er löngu orðið tímabært að losna við fulltrúa vinnuveitenda úr stjórn lífeyrissjóðanna. Allt framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóðina, fyrir sína starfsmenn, er hluti af launakostnaði vinnuveitandans. Það er jafn fráleitt að vinnuveitendur skipti sér af rekstri lífeyrissjóðanna eins og vinnuveitendur ætluðu sér að skipta sér af annarri ráðstöfun launanna sem þeir greiða. T.d. því hvað við kaupum í matinn.
Losum lífeyrissjóðina við vinnuveitendur úr stjórnum sjóðanna.
Stéttafélögin verða að standa vörðö um alla sína félagsmenn. Líka öryrkjana.
Hugmyndin um Áfallatryggingasjóð, sem borgi fyrstu 5 árin örorkulífeyrir, byggist á því að taka fé frá sjúkrasjóðum stéttarfélaganna til að fjármagna þetta. Stéttafélögin verða að finna lausn á þessum málum án þess að mismuna lífeyrisþegum .
Stéttafélögin verða að sýna meiri ábyrgð í þessu máli og tryggja greiðslu örorkulífeyris lífeyrissjóðanna og almennt bara afkomumöguleika allra þeirra sm þurfa á örorkulífeyri að halda. Stéttafélög hafa oft tekið velferðarmál og barist fyrir þeim og nú er þeirra að verja afkomu sinna félagsmanna sem þurfa að fá örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðunum.
Af hverju eru ekki örorkulífeyrisþega-deildir innan stéttafélaganna ?
F.S.
Vilja frelsi frá lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.