Ályktun Aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ )

 

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir og lýsir eindreginni andstöðu við yfirstandandi aðgerðir lífeyrissjóða gegn öryrkjum. Með aðgerðum sínum hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sett kjör og réttindi öryrkja aftast í forgangsröðina og vegið harkalega að því samtryggingarhlutverki sem lífeyrissjóðunum er ætlað og er grundvöllur skylduaðildar landsmanna að lífeyrissjóðum. Fleiri lífeyrissjóðir hafa tilkynnt um aðgerðir og að óbreyttu munu aðgerðir sjóðanna rústa afkomu þúsunda Íslendinga á næstu 2-3 árum. 

ÖBÍ skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja þeim sjúku og fötluðum, sem verða fyrir skerðingum og niðurfellingum af hálfu lífeyrissjóða, þegar í stað fullan lífeyri á móti. ÖBÍ skorar jafnframt á aðildarfélög Alþýðusambands Íslands, sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóðanna að beita sér nú af heilindum og réttsýni í þágu þeirra félagsmanna sinna sem mest þurfa á stuðningi heildarsamtaka launafólks að halda nú fyrir jólin.   

Reykjavík, 6. desember 2007 

Aðalstjórn ÖBÍ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband