Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Af vef T.R. Breytingar á almannatryggingum
J
óhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði frumvarpið fram á þingi 19. febrúar sl. Á þingfundi 21. febrúar var það samþykkt til 2. umræðu og vísað til félags- og tryggingamálanefndar.
Megin inntak frumvarps félags- og tryggingamálaráðherra er eftirfarandi:
- Reynt verður að draga úr van- og ofgreiðslum. Gripið verður til sérstakra aðgerða til að draga úr van- og ofgreiðslum tekjutengdra greiðslna. Helsta breyting til úrbóta er sú að frítekjumark upp að 90.000 kr. verður sett á fjármagnstekjur. Í athugasemdum verkefnastjórnar sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði í október kemur fram að stór hluti ofgreiðslna sem myndast hjá greiðsluþegum kemur til vegna þess að þeir hafa ekki tilkynnt fjármagstekjur sínar til Tryggingastofnunar. Þetta sé úrræði til betrumbótar á því. Greiðslur til um 16.200 ellilífeyrisþega og 4.200 örorkulífeyrisþega gætu hækkað við þessa breytingu, alls hjá um 20.400 einstaklingum.
- Afnám tekjutengingar við maka. Gert verður ráð fyrir að tekjur maka muni framvegis ekki hafa áhrif til skerðingar greiðslna. Greiðslur til um 5.800 lífeyrisþega myndu hækka eða hjá um 3.900 örorkulífeyrisþegum og 1.900 ellilífeyrisþegum.
- Frítekjumark 67-70 ára hækkað. Kveðið er á um að frítekjumark ellilífeyrisþega 67-70 ára vegna atvinnutekna verði hækkað úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 á ársgrundvelli. Áður hefur launatenging 70 ára og eldri verið afnumin. Slík breyting er ekki lögð fram í frumvarpinu hvað varðar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en gert er ráð fyrir að framkvæmdanefnd forsætisráðherra um endurskoðun örorkumats og eflingar starfsendurhæfingar vinni að tillögum um framkvæmd að svipaðri lendingu fyrir þá hópa. Í athugasemdum verkefnastjórnar ráðuneytisins kemur fram að með þessari breytingu sé ellilífeyrisþegum enn frekar gert kleift að afla aukinna tekna atvinnu án þess að þær tekjur hafi áhrif á ellilífeyri. Um leið myndu greiðslur til um 700 ellilífeyrisþega hækka og allmargir ellilífeyrisþegar, sem ekki hafa átt rétt á greiðslum vegna núverandi skerðinga, myndu öðlast rétt til greiðslu.
- Frítekjumark örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna. Gert er ráð fyrir því nýmæli að frítekjumark verði sett á lífeyrisjóðstekjur örorku og endurhæfingarlífeyrisþega upp að 300.000 kr. á ársgrundvelli. Lífeyrissjóður upp að 300.000 kr. á ári myndi því ekki hafa áhrif á tekjutryggingu og heimilisuppbót lífeyrisþega. Um 7000 örorkulífeyrisþegar myndu njóta hærri greiðslna vegna þessarra breytinga.
- Afnám skerðingar vegna innlausnar séreignarsparnaðs. Kveðið er á um afnámskerðingar á bótagreiðslna vegna séreignarlífeyrissparnaðar. Gert er ráð fyrir að það taki gildi 1. janúar 2009. Samskonar heimild verður til fyrir vistmenn á stofnunum.
Hækkun á aldurstengdri örorkuuppbót. Kveðið er á um að fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar muni hækka. Gert er ráð fyrir að sá hópur sem fær fulla aldurstengda örorkuuppbót stækki þar sem að þeir sem verða örorkulifeyrisþegar 24 ára eða yngri munu njóta þess í stað 19 ára og yngri áður. Um 12.000 örorkulífeyrisþegar myndu njóta þessarra hækkana, þó í mismiklum mæli. - Hækkun vasapeninga og afnám frítekjumarks. Gert er ráð fyrir að frítekjumark fyrir vasapeninga verði afnumið og um leið fjárhæð vasapeninga hækkað úr 30.000 kr. á mánuði upp í 36.755 kr.
Í athugasemdum með frumvarpinu kemur enn fremur fram að fjármálaráðuneytið vinnur áfram að því að tryggja ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25.000 kr. frá lífeyrissjóði.
Loks vinnur verkefnastjórnin sem skipuð var í október af félags- og tryggingamálaráðherra áfram að því markmiði að einfalda almannatryggingakerfið. Um er að ræða heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar og er verkefnastjórninni ætlað að skila samræmdum tillögum fyrir 1. nóvember 2008.
Sjá má frumvarpið í heild sinni hér
( Innfært F.S. )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tilkynningar til félagsmanna, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
31 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.