Föstudagur, 29. febrúar 2008
Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði
Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði
Sjálfsmatsblöð geta auðveldað sjúklingum að taka virkan þátt í endurhæfingu sinni
Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur MS, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnastjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri
Í stefnumótun og lögum um heilbrigðisþjónustu er vaxandi áhersla lögð á það að sjúklingar taki virkan þátt í meðferð sinni og að þjónustan sé einstaklingsmiðuð. Í raun má segja að horfið hafi verið frá forræðishyggju í heilbrigðiskerfinu og að sjúklingar hafi breyst frá óvirkum þiggjendum heilbrigðisþjónustunnar til virkra þátttakenda sé tekið mið af stefnumótun í heilbrigðisþjónustu í hinum vestræna heimi síðustu áratugina. Ef grannt er skoðað má hins vegar greina ákveðna forræðishyggju í þessum miklu stefnumótunarbreytingum. Ástæður þessa má meðal annars rekja til þess að við stefnumótunina hefur þátttaka sjúklinga verið ákvörðuð út frá sjónarhóli heilbrigðisstarfsfólks og stjórnenda en ekki út frá sjónarhóli sjúklinga. Á síðustu árum hafa sjálfsmatseyðublöð verið þróuð á Íslandi fyrir sjúklinga í endurhæfingu meðal annars til að gera þeim kleyft að taka þátt í endurhæfingu sinni. Sjúklingar í endurhæfingu eru beðnir um að skrá á blöðin mat sitt á heilsufari á heilrænan hátt og greina þá heilsufarsþætti sem valda þeim óþægindum. Blöðin eru byggð á heilsufarslyklum þeim sem flokkunarkerfi NANDA hjúkrunargreininga byggir á. Miðað er við sjúklingarnir ræði síðan mat sitt við hjúkrunarfræðing. Blöðin og vinnulagið þeim tengt eru byggð á rannsóknum en hafa verið aðlöguð að klínísku starfi í samvinnu við hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu. Í fyrirlestrinum verður þróun blaðanna kynnt en lögð verður sérstök áhersla á hvernig rannsóknir á virkri þátttöku út frá sjónarhóli sjúklinga verða nýttar við frekari þróun þeirra. |
Mánudaginn 10. mars 2008, kl. 12:10-12:50
í stofu C-201 á 2. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Málstofan er öllum opin. www.rsh.hi.is
Þeir sem hafa áhuga á að vera í fjarfundasambandi gefi Ingibjörgu Einarsdóttur upp IP-númer með góðum fyrirvara, sími: 525-4985 / netfang: ingaein@hi.is.
( innsett F.S. )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tilkynningar til félagsmanna, Vísindi og fræði, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.