Mánudagur, 31. mars 2008
Er sanngjarnt að skerða heimilisuppbót öryrkja með stálpað barn heima ?
Af http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item199180
Fyrst birt: 30.03.2008 12:15
Börn öryrkja búa ekki frítt heima
Dæmi eru um að börn öryrkja flytji að heiman um tvítugt til að foreldri haldi heimilisuppbót og húsaleigubótum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir þetta óréttlátan galla í kerfinu.
Hulda Jónsdóttir er öryrki í Kópavogi. Hún á 10.000 krónur eftir þegar allir reikningar eru greiddir og segist hafa fengið lánað fyrir páskunum. En þetta stendur til bóta. 22 ára dóttir hennar flytur að heiman eftir helgi. Þá fær Hulda aftur heimilisuppbótina; um 24.000 krónur á mánuði og húsleigubæturnar hækka.
Samkvæmt lögum missir öryrki rétt á heimilisuppbót þegar barn hans verður 18 ára, ef barnið er í skóla helst heimilisuppbótin þar til barnið verður tvítugt. Sumir ná hinsvegar ekki að klára menntaskólann fyrir tvítugsaldurinn.
Spyrja má hvort barn öryrkjans hafi þá sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima. Sumir háskólanemar vilja búa hjá foreldrum sínum til að þurfa ekki að safna skuldum, sumir vilja safna sér fyrir útborgun í íbúð. Kerfið gerir hinsvegar ráð fyrir því að börn öryrkja greiði heim og tekur bætur af öryrkjanum búi hálf-fullorðið barn á heimilinu. Dóttir Huldu Jónsdóttur flytur að heiman eftir helgi. Hulda segir að dóttir hennar hafi viljað vera áfram en það hafi verið lítill hagur af því. Hún hefði þurft að láta dóttur sína greiða um 40.000 krónur til heimilisins á mánuði til að vega upp á móti öllum skerðingum.
Félagsmálaráðherra býst við því að nefnd sem endurskoðar almannatryggingalöggjöfina skoði þennan óréttláta galla í leiðinni.
Tilgangur skerðinga er að nýta takmarkað fjármagn sem best og beina því til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Öryrki sem býr einn þarf vissulega frekar á heimilisuppbótinni á halda en öryrki sem á fullorðið, vinnandi barn á heimilinu. En þá má spyrja hvort barn öryrkjans hafi sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima.
Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, segir að hugsunin á bak við það að skerða heimilisuppbótina, þegar barn verður 18 ára og fer að vinna, sé að taka mið af því hagræði sem verði á heimili öryrkjans þegar barn hans fær tekjur.
( Uppsett: FS )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.