Mánudagur, 21. apríl 2008
Nýjar reglugerðir á sviði almannatrygginga og málefna aldraðra
Fréttatilkynningar
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur undirritað sjö nýjar reglugerðir sem allar öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Annars vegar er um að ræða tvær reglugerðir um hækkanir bóta sem öðlast þegar gildi og hins vegar fimm reglugerðir sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi og tengjast breytingum á lögum um almannatryggingar og málefni aldraðra sem samþykktar voru á Alþingi 13. mars síðastliðinn.
Reglugerðirnar og helstu nýmæli þeirra eru eftirfarandi:
1. Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.
Samkvæmt reglugerðinni hækka fjárhæðir bóta lífeyristrygginga, vasapeninga, félagslegrar aðstoðar auk meðlaga frá 1. febrúar 2008 um 4,0% frá því sem þær voru í janúar 2008.
2. Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga, nr. 548/2006.
Reglugerðin kveður á um hækkun atvinnuleysistrygginga frá 1. febrúar 2008. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar úr 191.518 krónum á mánuði í 220.729 krónur og grunnatvinnuleysisbætur hækka úr 5.446 krónum í 6.277 krónur á dag. Þá segir í reglugerðinni að mismunur greiddra atvinnuleysisbóta fyrir febrúar og mars 2008 og þeirrar hækkunar sem reglugerðin kveður á um greiðist eigi síðar en 15. apríl 2008.
3. Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra, nr. 213/1991.
Samkvæmt reglugerðinni hækkar mánaðarleg fjárhæð vasapeninga úr 31.200 krónum í 38.225 krónur á mánuði.
4. Reglugerð um breytingu á reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, nr. 1225/2007.
Í
reglugerðinni er meðal annars mælt fyrir um hækkun frítekjumarks tekjutryggingar vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 327.000 krónum á ári í 1.200.000 krónur. Sú breyting kemur til framkvæmda 1. júlí 2008. Einnig er frítekjumark ellilífeyris hækkað frá 1. apríl næstkomandi.
5. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 595/1997.
Mikilvægasta breytingin í reglugerðinni felst í því að fellt er brott ákvæði um hámarkstekjur sem hjón gátu haft til þess að fá greidda uppbót á lífeyri. Tekjur maka lífeyrisþega hafa þannig ekki lengur áhrif við ákvörðun uppbóta.
6. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða, nr. 357/2005.
Með reglugerðinni er fellt brott ákvæði um að sameiginlegar tekjur eða eignir hjóna geti haft áhrif við mat á því hvort heimilt sé að framlengja greiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða. Með því eru rýmkaðar heimildir til að framlengja bótagreiðslur.
7. Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 1112/2006.
Samkvæmt reglugerðinni er sett 90.000 króna frítekjumark vegna fjármagnstekna vistmanna frá 1. apríl og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna úr 327.000 krónum í 1.200.000 krónur frá 1. júlí. Þá er kveðið á um afnám áhrifa tekna maka við útreikning dvalarkostnaðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þá hafa greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði sömuleiðis ekki lengur áhrif. Loks er kveðið á um heimild til að dreifa tekjum sem stafa af fjármagnstekjum til allt að tíu ára.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.