Miđvikudagur, 23. apríl 2008
Húsaleigubćtur hćkkađar í fyrsta sinn frá árinu 2000
Fréttatilkynningar http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3752
7.4.2008
Félags- og tryggingamálaráđherra, Jóhanna Sigurđardóttir, undirritađi í dag reglugerđ sem kveđur á um hćkkun húsaleigubóta frá og međ 1. apríl 2008. Húsaleigubćtur hafa ekki hćkkađ frá árinu 2000. Einnig mun ríkiđ nú í fyrsta skipti koma ađ greiđslu sérstakra húsaleigubóta.
Samkvćmt reglugerđinni hćkka grunnbćtur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur, bćtur vegna fyrsta barns hćkka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krónur og bćtur vegna annars barns hćkka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigubćtur hćkka ţar međ um 15.000 krónur eđa um 48% og geta hćstar orđiđ 46.000 krónur í stađ 31.000 krónur áđur.
Hćkkunin tekur gildi frá og međ 1. apríl síđastliđnum en húsaleigubćtur hćkkuđu síđast áriđ 2000.
Í samkomulagi viđ Samband íslenskra sveitarfélaga um hćkkun húsaleigubóta er einnig kveđiđ á um ţátttöku ríkisins í greiđslu sérstakra húsaleigubóta.
Sveitarfélög eru hvött til ađ taka upp sérstakar húsaleigubćtur og rýmka skilyrđi fyrir sérstökum húsaleigubótum svo ţćr nái til fleiri heimila.
Hámarksgreiđsla almennra og sérstakra húsaleigubóta gćti ţar međ orđiđ 70.000 krónur í stađ 50.000 króna áđur.
Ríkiđ kemur nú í fyrsta sinn ađ greiđslu sérstakra húsaleigubóta.
Áćtlađur árlegur viđbótarkostnađur vegna ţessara ađgerđa er um 620 milljónir króna vegna húsaleigubóta og um 100 milljónir króna vegna sérstakra húsaleigubóta.
Samkomulag er um ađ ríkissjóđur greiđi 60% af heildarkostnađi vegna hćkkunarinnar og sveitarfélögin 40%.
( Uppsetning/ undirstrikanir F.S. )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tilkynningar til félagsmanna | Facebook
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggiđ
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
33 dagar til jóla
Nýjustu fćrslur
- 17.11.2017 SÍBS viđurkenndur framhaldsfrćđsluađili
- 15.7.2016 Um kćfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkiđ virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niđurstađ í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hćkkun fyrir lífeyrisţega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 30273
Annađ
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.