Norræn almannatryggingagátt opnuð

.6.2008   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2810   

Cristina Husmark Pehrsson opnaði í dag nýja norræna gátt um almannatryggingar. Markmiðið er að einfalda frjálsa för milli Norðurlandanna. „Upplýsingaskortur veldur mörgum þeim hindrunum sem almenningur rekst á, á sviði almannatrygginga. Á almannatryggingagáttinni verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um reglur sem gilda um sjúkdóma, foreldraleyfi og lífeyrisréttindi á Norðurlöndunum. Þetta ætti að auðvelda þeim lífið sem eru að huga að flutningi eða starfa nú þegar annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandinu", segir Cristina Husmark Pehrsson, en hún er bæði félagsmála- og samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Á almannatryggingagáttinni verða upplýsingar um almannatryggingar á Norðurlöndunum og um reglur hvað varðar tryggingar við ólíkar aðstæður, auk þess verða þar krækjur á vefi viðkomandi stjórnvalda á Norðurlöndunum. Á gáttinni verða upplýsingar um réttindi hvað varðar veikindi, foreldraleyfi, atvinnuleysi, nám og lífeyrissjóðsmál.

Vefgáttin er ætluð einstaklingum sem flytja, starfa eða nema í öðru Norðurlandi en heimalandinu og einnig fjölskyldu þeirra, hvor sem hún flytur með eða býr áfram í heimalandi.

Upplýsingarnar eru á öllum Norðurlandamálunum, þar með talið færeysku og grænlensku og einnig á ensku. Stjórnsýsla og umsjón með uppfærslu á upplýsingum er hjá viðkomandi stjórnvöldum á Norðurlöndunum.

Sjá nánar: http://nordsoc.org

(Frá af Norden.org)

innsett  F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband