Fimmtudagur, 12. júní 2008
Norræn almannatryggingagátt opnuð
Cristina Husmark Pehrsson opnaði í dag nýja norræna gátt um almannatryggingar. Markmiðið er að einfalda frjálsa för milli Norðurlandanna. Upplýsingaskortur veldur mörgum þeim hindrunum sem almenningur rekst á, á sviði almannatrygginga. Á almannatryggingagáttinni verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um reglur sem gilda um sjúkdóma, foreldraleyfi og lífeyrisréttindi á Norðurlöndunum. Þetta ætti að auðvelda þeim lífið sem eru að huga að flutningi eða starfa nú þegar annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandinu", segir Cristina Husmark Pehrsson, en hún er bæði félagsmála- og samstarfsráðherra Svíþjóðar.
Á almannatryggingagáttinni verða upplýsingar um almannatryggingar á Norðurlöndunum og um reglur hvað varðar tryggingar við ólíkar aðstæður, auk þess verða þar krækjur á vefi viðkomandi stjórnvalda á Norðurlöndunum. Á gáttinni verða upplýsingar um réttindi hvað varðar veikindi, foreldraleyfi, atvinnuleysi, nám og lífeyrissjóðsmál.
Vefgáttin er ætluð einstaklingum sem flytja, starfa eða nema í öðru Norðurlandi en heimalandinu og einnig fjölskyldu þeirra, hvor sem hún flytur með eða býr áfram í heimalandi.
Upplýsingarnar eru á öllum Norðurlandamálunum, þar með talið færeysku og grænlensku og einnig á ensku. Stjórnsýsla og umsjón með uppfærslu á upplýsingum er hjá viðkomandi stjórnvöldum á Norðurlöndunum.
Sjá nánar: http://nordsoc.org
(Frá af Norden.org)
innsett F.S.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.