Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Hvað er kæfisvefn.
Í tvo til þrjá áratugi hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni.(Svefnháðar öndunartruflanir) Kæfisvefn er hluti þeirra.
Tala má um þrjár tegundir kæfisvefns, 1. hindrun á loftflæði um kverkar og barka (Obstructivur), 2. truflun á stjórnun öndunar í heilanum(Central) og 3. blöndu af þessu tvennu.
Hindrun á loftflæði um kverkar og barka er lang algengasta orsök kæfisvefns og það sem ég ætla að ræða um hér.
Kæfisvefn (sleep apnea syndrome) er ástandið kallað, þegar öndunarhlé eru fleiri en 30 yfir nóttina (5 eða fleiri á klukkustund ) og þeim fylgir hrotur með ýmsum öðrum einkennum svo sem óværum svefni, miklum byltum í svefni og mikilli svitamyndun að næturlagi.
Við endurtekin öndunarhlé fellur súrefnismettunin í blóði, hlutþrýstingur koltvísýrlings í blóði hækkar, blóðþrýstingurinn hækkar og hjartsláttartíðnin eykst. Segja má að þá sé komið tress ástand sem magnast og endar í að viðkomandi vaknar eða losar svefn. Viðkomandi nær þá sjaldan eða aldrei á REM svefnstigið sem er hinn eiginlegi hvíldarsvefn
Fólk vaknar svo að morgni án þess að vera vel úthvílt þrátt fyrir að það fái að því er sýnist eðlilegan nætursvefn og finni fyrir syfju og þreytu á daginn.Hjá fullorðnum telst það öndunarhlé ef öndunin hættir alfarið í 10 sekúndur eða lengur.
Offita getur verið sjálfstæð orsök kæfisvefns og einnig samverkandi með öðrum þáttum, svo sem nefskekkju (skekkja á miðsnesi), sepamyndun, stórum hálskirtlum og lítilli höku.
Hrotur einar sér eru því ekki fullnægjandi vísbending um kæfisvefn, heldur þurfa fleyri einkenni að fylgja með .
Ef ómeðhöndlaður kæfisvefn er á háu stigi eru slíkir sjúklingar í margfalt meiri hættu að lenda í umferðar- eða vinnuslysum. Einnig er meðal þeirra aukin dánartíðni, fyrst og fremst vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Það er því ljóst að ómeðhöndlaður kæfisvefn er daunans alvara.
Veruleg tenging virðist á milli þess að vera með sýrubakflæði að næturlagi og öndunarfæraeinkenni og svo milli sýrubakflæðis og astma. Þegar kokið er lokað eru sífellt gerðar öflugri og öflugri tilraunir til að ná niður lofti - sá neikvæði þrýstingur virðist verða til þess að fólk sogar sýru upp úr maganum. Sjúklingurinn hóstar og þetta virðast vera astmaeinkenni - en þegar betur er skoðað þá er þetta ekkert sem líkist venjulegum astma, heldur er sýruerting í berkjunum og svarar ekki venjulegri astmameðferð. Við kæfisvefnsmeðferð ganga þá þessi einkenni til baka.Ekki er enn ljóst hve stóran þátt kæfisvefn á í öndunarfæraeinkennum en rannsóknir fara fram á því sviði, m.a. hérlendis.
Samkvæmt rannsóknum er talið að 4% karla og 2% kvenna þjáist af kæfisvefni, sem þýðir að kæfisvefn er einn af algengustu langvinnum sjúkdómum.
Algengasta og árangursríkasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni felst í daglegri notkun CPAP(Continuous Positive Airway Pressure)-öndunarvéla í svefni. (Önnur meðferðarúrræði ekki nefnd hér) Þetta er einföld öndunarvél þar sem, með aðstoð loftblásara, er aukinn þrýstingur á innöndunarlofti. Sjúklingur sefur þá með grímu tengda við öndunarvélina.
Með CPAP-öndunarvélinni er komið í veg fyrir öndunarhlé, sjúklingurinn sefur eðlilega, hvílist og finnur ekki fyrir dagsyfju.
Filgikvillar kæfisvefns, s.s. háþrýstingur, verða þá yfirleitt viðráðanlegri.
Til að fækka dýrum legudögum hafa sjúklingar grunaðir um kæfisvefn verið skimaðir í heimahúsi fremur en að þeir séu lagðir inn næturlangt á sjúkrahús til slíkrar rannsóknar.
Hægt er að komast í skimun fyrir kæfisvefni á eftirtöldum stöðum: Landspítala - háskólasjúkrahúsi Fossvogi, Læknasetrinu Þönglabakka 6, Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri, .Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað og á Reykjalundi fyrir inniliggjandi sjúklinga.
Mátun og prófun á öndunarvélum er eingöngu á Landspitali Háskólasjúkrahús (LHS) Fossvogi lungnadeild og eru sjúklingar innileggjandi á meðan.
Ef þú er með grun um að þú gætir verið með kæfisvefn, þá er best að leita til heimilislæknis með áhyggjur sínar og þeir senda beiðni áfram til réttra aðila.
Frímann Sigurnýasson formaður Vífils
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Greinar um kæfisvefn og fl., Vísindi og fræði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
0 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.