Mánudagur, 24. nóvember 2008
Verjum velferðina Útifundur á Ingólfstorgi á mánudag kl.16:30
Af: BSRB.is
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 16:30. Tilefni fundarins er óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.
Óvissa um þróun mála á næstu mánuðum og misserum leggst þungt á þjóðina. Verst er óvissan fyrir þá sem mega alls ekki við kjaraskerðingu, þ.e.a.s. almennt launafólk, fólk sem þarf að framfleyta sér af lífeyri eingöngu eða af atvinnuleysisbótum. Leggja verður sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu. Þá er það eindregin krafa að staðinn verði vörður um velferðarkerfið, þ.e.a.s. félagsþjónustuna, heilbrigðisþjónustuna, almannatryggingar og loks skólakerfið. Þjónustu þessara mikilvægu grunnstofnana má ekki skerða - þvert á móti ber að efla hana og stuðla að jöfnuði.
Brýnt er að þeir sem höllustum fæti standa njóti öflugrar þjónustu og verndar samfélagsins. Þjónusta sem stuðlar að samfélagslegri þátttöku og eðlilegu lífi má ekki skera niður. Þá eru það grundvallar mannréttindi að fólki sé tryggð sómasamleg framfærsla. Því kemur ekki til greina að greiðslur almannatryggingakerfisins verði skertar. Stjórnvöld verða að grípa strax til raunverulegra aðgerða til bjargar heimilunum - aðgerða sem fela ekki einungis í sér bakreikninga sem fólk þarf að standa skil á síðar.
Íslenskt samfélag stendur nú á krossgötum. Við teljum að grundvöllur hins nýja Íslands verði að byggjast á samkennd og sameiginlegri ábyrgð okkar hvert á öðru. Það að vega að núverandi velferðarkerfi er ekki fyrsta skref á þeirri leið. Verjum því velferðina sem fyrsta áfanga að bættri framtíð. Við krefjumst síðan lýðræðislegra vinnubragða stjórnvalda, opinnar stjórnsýslu og upprætingu spillingar.
Ræðumenn á fundinum verða Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB, Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins og Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun.
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands
innsett FS
Meginflokkur: Tilkynningar til félagsmanna | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.