Gott að fá svona afgerandi úrskurð frá Umboðsmanni Alþingis.

 

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir hefur verið að reyna að fá leiðréttingu á reglugerð um innheimtu gjalds vegan notkunar á CPAPöndunarvélum frá 2004, og teljum við ennþá að verið sé að brjóta á notendum þessarra öndunarvéla.

Þessi úrskurður Umboðsmanns Alþingis tekur á skyldum málum því þetta byggir allt á sömu lagagrein í lögum um almannatryggingar, og því hvort Heilbrigðisráðuneytið geti með reglugerð breytt megininntaki lagagreynarinnar.

Um þetta mál pkkar má lesa nánar á   http://vifill.blog.is/admin/blog/?entry_id=680392 .

Styrkur til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra varðar fleyri en bara þá sem eru með hækjur eða í hjólastól. Margir lungnasjúklingar eru hreyfihamlaðir vegna sins sjúkdóms, takmarkaðrar lungnastarfsemi.   

Sama á við um marga hjartasjúklinga og fleyri.

Þetta þarf allt að skoða betur og hafa það að markmiði að skapa fólki tækifæri til fyllra mannlífs.

 

Frímann.


mbl.is Lagastoð skortir til að takmarka bifreiðakaupastyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband