ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu!

Af:   http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/397

21.1.2009


Ályktun fundar aðalstjórnar ÖBÍ 21. janúar 2009

 


Í desember síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að ganga gegn lögum um verðbætur á greiðslur almannatrygginga til yfirgnæfandi meirihluta elli- og örorkulífeyrisþega þann 1. janúar síðastliðinn. Í stað þess að forgangsraða í anda velferðarþjóðfélags var ákveðið að taka með þessum hætti um 2,5 milljarða (netto) af lögvernduðum lífeyri landsmanna.

 

Ennfremur hefur ríkisstjórnin stóraukið greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og innleitt þar nýja og áður óþekkta gjaldaliði sem bitna harðar á öryrkjum, langveikum og öðrum þeim sem mest þurfa á þessari þjónustu að halda. Þetta er gert þrátt fyrir að ekki hafi verið settar reglur um hámark á greiðsluþátttöku sjúklinga.

 

Skyndiatlaga að velferðarkerfinu mun koma harðar niður á samfélaginu og auka kostnað þess þegar til lengri tíma er litið.

 

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þessari aðför að lífeyrisþegum og langveikum harðlega og fer fram á að stjórnvöld grípi til annarra og réttlátari aðgerða í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. Verði landslög ekki virt mun bandalagið fela lögmönnum sínum að kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna.


Aðalstjórn ÖBÍ 21. janúar 2009
 

 

Í skjóli kreppuástands í þjóðfélaginu hefur ríkisstjórnin sett lög (svokallaðan bandorm) á ýmis lögvarin réttindi almennings þar á meðal á bætur almannatrygginga.

 

Í lögum um almannatryggingar 100/2007, 69. gr. segir m.a. að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög, „?þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.”

 

Hækkun bóta nú um áramótin hefði í réttu samkvæmt lögum átt að vera um 19% vegna þróunar vísitölu neysluverðs á árinu 2008. Hækkun til lífeyrisþegar er þó aðeins 9,6% samkvæmt lagaákvæði bandormsins. Breyting á sjúkratryggingalögum

 

Í lögum um sjúkratryggingar 112/2008, 18. gr. segir að: „Sjúkratryggingar taka til ókeypis vistar að ráði læknis í sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum ?”

 

Sett hefur verið á 6.000 kr. innlagnargjald við vistun á sjúkrahús fyrir almenning og kr. 3.000 fyrir lífeyrisþega. Getur slíkt verið verulega íþyngjandi ofan á annan kostnað sem lífeyrisþegar hafa af sínum veikindum.

 

Athygli skal vakin á að í bandorminum, Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum 173/2008,  16. gr. er ekki tilgreint að um bráðarbyrgðaákvæði sé að ræða varðandi innlagnargjaldið eins og tilgreint er við flestar aðrar breytingar sem gerðar eru á lögum.

 ( innsett F.S. )   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband