Föstudagur, 30. janúar 2009
ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu!
Af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/397
21.1.2009
Ályktun fundar aðalstjórnar ÖBÍ 21. janúar 2009
Í desember síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að ganga gegn lögum um verðbætur á greiðslur almannatrygginga til yfirgnæfandi meirihluta elli- og örorkulífeyrisþega þann 1. janúar síðastliðinn. Í stað þess að forgangsraða í anda velferðarþjóðfélags var ákveðið að taka með þessum hætti um 2,5 milljarða (netto) af lögvernduðum lífeyri landsmanna.
Ennfremur hefur ríkisstjórnin stóraukið greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og innleitt þar nýja og áður óþekkta gjaldaliði sem bitna harðar á öryrkjum, langveikum og öðrum þeim sem mest þurfa á þessari þjónustu að halda. Þetta er gert þrátt fyrir að ekki hafi verið settar reglur um hámark á greiðsluþátttöku sjúklinga.
Skyndiatlaga að velferðarkerfinu mun koma harðar niður á samfélaginu og auka kostnað þess þegar til lengri tíma er litið.
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þessari aðför að lífeyrisþegum og langveikum harðlega og fer fram á að stjórnvöld grípi til annarra og réttlátari aðgerða í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. Verði landslög ekki virt mun bandalagið fela lögmönnum sínum að kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna.
Aðalstjórn ÖBÍ 21. janúar 2009
Í skjóli kreppuástands í þjóðfélaginu hefur ríkisstjórnin sett lög (svokallaðan bandorm) á ýmis lögvarin réttindi almennings þar á meðal á bætur almannatrygginga.
Í lögum um almannatryggingar 100/2007, 69. gr. segir m.a. að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög, ?þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Hækkun bóta nú um áramótin hefði í réttu samkvæmt lögum átt að vera um 19% vegna þróunar vísitölu neysluverðs á árinu 2008. Hækkun til lífeyrisþegar er þó aðeins 9,6% samkvæmt lagaákvæði bandormsins. Breyting á sjúkratryggingalögum
Í lögum um sjúkratryggingar 112/2008, 18. gr. segir að: Sjúkratryggingar taka til ókeypis vistar að ráði læknis í sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum ?
Sett hefur verið á 6.000 kr. innlagnargjald við vistun á sjúkrahús fyrir almenning og kr. 3.000 fyrir lífeyrisþega. Getur slíkt verið verulega íþyngjandi ofan á annan kostnað sem lífeyrisþegar hafa af sínum veikindum.
Athygli skal vakin á að í bandorminum, Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum 173/2008, 16. gr. er ekki tilgreint að um bráðarbyrgðaákvæði sé að ræða varðandi innlagnargjaldið eins og tilgreint er við flestar aðrar breytingar sem gerðar eru á lögum.
( innsett F.S. )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Tilkynningar til félagsmanna, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.