Föstudagur, 17. nóvember 2017
SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn SÍBS um að hljóta viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili í samræmi við lög 27/2010 um Framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn skilyrði lagana.
SÍBS bætist þar með í fjölbreyttan hóp framhaldsfræðsluaðila á Íslandi og getur tekið enn virkari þátt í þróun á námi fyrir fullorðina með áherslu á forvarnir og lýðheilsu. SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi.
SÍBS hefur jafnframt haldið utan um verkefnið "Stuðningsnet sjúklingafélaganna" og í tengslum við það boðið upp á námskeið fyrir stuðningsfulltrúa. Í undirbúningi er námsskrár fyrir lífsstílsþjálfun og námskeið fyrir lífsstílsþjálfara, byggða á fyrirmynd frá Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkjanna í samstarfi við Heilsuborg, SidekickHealth og Ferðafélag Íslands með stuðningi frá Lýðheilsusjóði.
SÍBS býður nú upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af okkar færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra
Öll námskeið
Heilsuvesen - SÍBS og Vesens og vergangs (04.09 - 18.12)
HAM byggð á núvitund (26.10 - 14.12)
HAM við krónískum verkjum (07.11 - 12.12)
Hvað er hollt og hvað ekki? (15.11 - 23.11)
Sjá nánar á http://www.sibs.is/namskeid
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júlí 2016
Um kæfisvefn.
Kæfisvefn Síðustu áratugina hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni. Langalgengasta truflunin er öndunarhlé sem varir í tíu sekúndur eða lengur. Ef slík öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund og þeim fylgir óvær svefn, háværar hrotur og dagsyfja er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea syndrome). Efnisyfirlit [Fela] Hve algengur er kæfisvefn? Hverjir fá helst kæfisvefn? Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? En hvað með þá sem bara hrjóta? Hve algengur er kæfisvefn? Kæfisvefn er meðal algengari langvinnra sjúkdóma hjá miðaldra fólki. Sex af hundrað körlum og tvær af hundrað konum greinast með kæfisvefn. Mun fleiri eru þó með einkenni kæfisvefns, s.s. háværar hrotur, en íslenskar faraldsfræðirannsóknir benda til þess að einn karl af sjö hrjóti hávært allar nætur og ein kona af hverjum tíu. Hverjir fá helst kæfisvefn? Það eru fyrst og fremst þrengsli innan efri loftvegs (frá nefi að barka) sem valda kæfisvefni. Oft er um að ræða skekkju á nefi, sepamyndun, stóra hálskirtla lítil haka en offita er þó megin orsökin en tveir af hverjum þremur kæfisvefnssjúklingum eru of þungir. Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Hjá þeim sem eru með talsverð einkenni kæfisvefns eru verulegar öndunartruflanir fyrir hendi allar nætur. Undir vissum kringumstæðum fylgja þó mun meiri öndunartruflanir í svefni, eftir áfengisneyslu, notkun vissra svefnlyfja og eða langvarandi vansvefn. Jafnframt geta tímabundnar aðstæður, s.s. ofnæmiskvef í nefi, stuðlað að kæfisvefni. Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Já, það hefur komið í ljós að öndunartruflanir eru líka hjá börnum. Rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýndi það, að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni. Börn með kæfisvefn eru yfirleitt ekki of þung, heldur oftast með stóra háls- og/eða nefkirtla. Börn sem ekki hvílast vegna kæfisvefns eru pirruð og ergileg á daginn. Einnig veldur kæfisvefninn vanþroska, þau stækka ekki og dafna eins og heilbrigð börn. Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Þær ráðast mjög af því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Ef kæfisvefninn er vægur (5-15 stutt öndunarstopp á klst) þá eru afleiðingarnar fyrst og fremst þreyta og syfja að deginum. Þeim mun fleiri sem öndunarhléin eru þeim mun víðtækari afleiðingar má gera ráð fyrir að þau hafi á líkamsstarfsemina að öðru leyti. Háþrýstingur og sjúkdómar í hjarta og æðakerfi eru til að mynda mun algengari meðal þeirra sem eru með alvarlegan kæfisvefn. Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Ef kæfisvefn er á háu stigi eru slíkir sjúklingar í margfalt meiri hættu að lenda í umferðar- eða vinnuslysum. Einnig er meðal þeirra aukin dánartíðni, fyrst og fremst vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Áður en ákvörðun er tekin um meðferð er nauðsynlegt að viðkomandi fari í rannsókn þar sem fylgst er með öndun og súrefnismettun yfir heila nótt. Rannsóknir fara nú fram á nokkrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Á grundvelli þess má sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn er og ráðleggja meðferð í samræmi við það, ef á þarf að halda. Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Jú. Almenn þekking á eðli og einkennum kæfisvefns er nauðsynleg. Jafnframt að draga lærdóm af því að áfengisneysla, notkun svefnlyfja og vansvefn geta aukið mjög kæfisvefnseinkennin. Einnig er nauðsynlegt að halda líkamsþyngd í skefjum ef viðkomandi hefur tilhneigingu til kæfisvefns. Margar rannsóknir benda til þess að þyngdaraukning leiði til þess að kæfisvefn versni mikið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að samhliða megrun ná margir kæfisvefnssjúklingar talsverðum bata. Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Já, ef um talsverðan kæfisvefn er að ræða getur ástæðan verið þrenging innan efra loftvegs, svo sem nefskekkja eða sepamyndun í nefi. Meðferð hjá háls-, nef- og eyrnalækni getur leitt til varanlegs árangurs. Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Um 2500 manns nota öndunarvél sem meðferð við kæfisvefni og sú meðferð á vegum lungnadeildar Landspítalans. Oftast er þá beitt einfaldri öndunarvél þar sem með aðstoð loftblásara er aukinn þrýstingur á innöndunarlofti. Sjúklingur sefur þá með grímu tengda við öndunarvél. Áður en einstaklingurinn sofnar er það síðasta sem hann gerir að setja á sig slíkan búnað sem hann fjarlægir svo strax að morgni þegar hann vaknar. Með aðstoð loftblástursins er komið í veg fyrir öndunarhlé, sjúklingurinn sefur eðlilega, hvílist og finnur ekki fyrir dagsyfju. Fylgikvillar kæfisvefns, s.s. háþrýstingur, verða oft viðráðanlegri. Önnur meðferð er notkun á bitgóm sem heldur fram hökunni og er henni beitt á einstaklinga með kæfisvefn á vægu eða meðalháu stigi þar öndunarhléin eru aðallega þegar viðkomandi liggur á bakinu.Er öndunarvélameðferð algeng? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? Fullorðnir með sögu um háværar hrotur, öndunarhlé, óværan svefn og syfju eða þreytu að deginum ættu að ráðfæra sig við lækni vegna möguleika á kæfisvefni. Einkum ef þeir eru með háþrýsting eða hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel þó viðkomandi viti lítið um hrotur (sefur einn) en er með veruleg einkenni syfju að deginum, þá er full ástæða til að ráðfæra sig við lækni um hvort kæfisvefn eða eitthvað annað geti verið að trufla svefninn og valda ónógri hvíld og dagsyfju. En hvað með þá sem bara hrjóta? Ef eingöngu er vitað um háværar hrotur, ekki er tekið eftir öndunarstoppum, engin óþægindi vegna óeðlilegrar dagsyfju og hjartasjúkdómar ekki til staðar, þá er tæpast ástæða til næturrannsóknar af læknisfræðilegum ástæðum. Stundum geta þó þau félagslegu óþægindi sem fylgja háværum hrotum valdið því að viðkomandi vill ráðfæra sig við lækni um leiðir til þess að draga úr umhverfistruflun vegna hrota. Af: http://doktor.is/sjukdomur/kaefisvefn-2 Innsett: F.S,
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. júní 2016
Réttarríkið virkar seint.
Það hefur tekið ÖBÍ langan tíma að reka þetta dómsmál en nú er niðurstaðan komin.
Svo er spurning hvort Reykjavíkurborg eigi að greiða leigjendum BRYNJU-hússjóð ÖBÍ bætur afturvirkt. Vonandi verður látið á það reyna.
ÖBÍ er með fleyri dómsmál fyrir dómsstólum núna og alltaf tekur þetta langan tíma og þarf góðan undirbúning. Oft virðist þurfa að fara dómstólaleiðina til að gæta réttinda öryrkja ogeldriborgara.
Óheimilt að synja íbúa um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. júní 2016
Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
Loksins er komin niðurstaða Hæstaréttar um að Reykjavíkurborg má ekki neita leigjendum Brynju-Hússjóðs ÖBÍ um sérstakar húsaleigubætur.
Loksins kominn vísir að smá réttlæti hvað sérstakar húsaleigubætur varðar.
Það var ÖBÍ (Danúel Isebarn Ágústsson hrl.) sem rak þetta dómsmál fyrir hönd skjólstæðings samtakanna.
Dóminn er hægt að sjá á vef Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=11354
Úr dóminum:
„Fimmtudaginn 16. júní 2016.
Nr. 728/2015.
Reykjavíkurborg (Kristbjörg Stephensen hrl.)
Gegn.......A......(Daníel Isebarn Ágústsson hrl.)
Stjórnsýsla. Sveitarfélög. Stjórnvaldsákvörðun. Jafnræði. Rannsóknarregla.
Í málinu krafðist A ógildingar á ákvörðun R um synjun á beiðni hennar um sérstakar húsaleigubætur. Fyrir lá að A leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, en samkvæmt 3. gr. reglna R um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík var ekki unnt að fá slíkar bætur nema umsækjandi leigði húsnæði á almennum leigumarkaði eða væri í leiguíbúð á vegum Félagsbústaða hf.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að með hliðsjón af 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar væri R heimilt að setja almennar reglur um félagslegar íbúðir og sérstakar húsaleigubætur að því tilskildu að þær brytu ekki í bága við ákvæði laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur eða önnur viðeigandi lagaákvæði. Sú skylda hvíldi á R sem sveitarfélagi að gæta þess við afgreiðslu á umsókn A um sérstakar húsaleigubætur samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að ekki væri á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem nytu þeirra bóta, en meðal þeirra væru leigjendur hjá Félagsbústöðum hf. sem byggju óumdeilanlega við hliðstætt húsnæðisöryggi og A. Hefði R því ekki fullnægt þessari skyldu sinni á viðhlítandi hátt.
Var ákvörðun R felld úr gildi.“
„Stefnandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi stjórnvaldsákvörðun stefnda 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins.“
Dómsorð
„Felld er úr gildi ákvörðun stefnda frá 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur.
Þeirri kröfu stefnanda að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, er vísað frá dómi.
Stefndi greiði 1.100.000 krónur í málskostnað er rennur í ríkissjóð.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.100.000 krónur.“
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. október 2015
Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Það er ánægjulegt að sjá að verkalíðsfélög ná að semja um launahækkun fyrir félagsmenn sína og það er virkileg þörf á að bæta afkomu almenns launafólks.
Við öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar vonumst eftir að þessar hækkanir skili sér líka til lífeyrisþega, eins og lög gera ráð fyrir.
Skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá 2009 er ekki búið að bæta nema að litlum hluta.
"Okkar tími mun koma" eða það er von okkar lífeyrisþega.
F.S.
25 þúsund króna launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. október 2015
Gæti aukið framboð á hlutastörfum.
Svona breyting gæti aukið framboð á hlutastörfum sem gætu hentað fyrir öryrkja og aldraða, sem hafa heilsu til að vinna eitthvað en geta ekki unnið fulla vinnu.
Vonandi verður þetta skoðað vel.
F.S.
Stytting hefði alvarlegar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. október 2015
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands.
Ég óska þeim sem hlutu kosningu til hamingju með niðurstöðuna.
Það eru breyttar aðferðir við kosningar í stjórn og önnur embætti og vonandi að þetta gefist vel.
Framhaldsaðalfundur verður svo á þriðjudaginn.
Ellen Calmon endurkjörin formaður ÖBÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. maí 2015
Hvað þíða kjarasamningarnir fyrir lífeyrisþega.?
Lífeyrisþegar verða að geta treyst því að verkalýðsfélög þurrki út þá launaflokka sem enginn fær borgað samkvæmt en eru notaðir sem viðmið við útreikning á hækkunum til lífeyrisþega.
Innsett: F.S.
Samningar háðir kaupmáttaraukningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2014
Fyrirbyggjandi aðgerðir í boði SÍBS
SÍBS hefur lagt sig eftir því að efla fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir lífsstílssjúkdóma.
Hjartaheilla og SÍBS-lestin hefur oft farið um landið og boðið upp á ókeypis mælingar blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu, súrefnismettun blóðs og stundum líka boðið upp á öndunarmælingar.
Fólk ætti að nýta sér þessi tilboð og fá athugun á þessum þáttum heilsu sinnar ókeypis hjá SÍBS og aðildarfélögum þess.
Innsett: F.S.
60% með háþrýsting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2014
Frí öndunarmæling 13. nóvember
Samtök lungnasjúklinga og SÍBS bjóða fría öndunarmælingu fimmtudaginn 13. nóvember í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, á 2. hæð (lyfta) kl. 13 til 16.
Hafir þú grun um að þú hafir lungnasjúkdóm en ert ekki nú þegar undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks vegna þess, þá er þessi öndunarmæling í boði fyrir þig. Talið er að margir séu með lungnasjúkdóm og viti ekki af því.
Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:
Þú ert, eða hefur verið reykingamaður
Þú ert eldri en 40 ára Þú hefur haft hósta í langan tíma
Þú getur ekki gengið upp stiga án þess að að upplifa mæði Þú hefur fundið fyrir aukinni mæði síðastliðin ár
Þú hefur fundið fyrir hvæsandi öndun undanfarin ár Þú getur ekki þjálfað þig (hreyft þig) eins mikið og áður
Þú hefur einhverjar áhyggjur af lungnaheilsu þinni Þér líður eins og þú fáir ekki nóg loft
Þú finnur fyrir verk við inn- eða útöndun
Gert í samstarfi við fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, göngudeild A3 á LSH og Reykjalund.
Ekki er hægt að panta tíma í mælingu fyrirfram, aðeins er hægt að koma á staðinn og taka númer.
Innsett: F.S.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
3 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar