Sunnudagur, 29. janúar 2012
Fræðslufundur SÍBS um gróðurofnæmi
http://www.sibs.is/forsida/820-fraeeslufundur-um-groeurofnaemi
Mánudaginn 30. janúar kl 17:00 mun Davíð Gíslason læknir flytja fræðsluerindi um gróðurofnæmi á Íslandi, orsakir, greiningu og meðferð.Erindið er haldið SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 (inngangur á bakhlið hússins).
Félagsráð SÍBS
Innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ.
af obi.is
24.1.2012
Ásamt samantekt um starf starfshópsins
Á aðalstjórnarfund i ÖBÍ 19. janúar 2012 fjallaði Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, um bókun ÖBÍ á fundi starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga 13. janúar sl. og vinnu starfshópsins, og lagði eftirfarndi texta þar fram:
Á fundi starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga þann 13. janúar sl. lögðu fulltrúar ÖBÍ fram bókun þess efnis að ÖBÍ muni ekki taka þátt í þeirri vinnu sem fram fer í starfshópnum á meðan ekki sé tekið tillit til sjónarmiða bandalagsins. Ekki er um formlega úrsögn að ræða og munu fulltrúar ÖBÍ áfram fá fundarboð með dagskrá og fundargerðir til að geta fylgst með og metið framvindu mála.
Bókun ÖBÍ
Markmið Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) er að bæta lífskjör öryrkja. Í því sambandi skiptir meginmáli sú fjárhæð sem kemur í hlut öryrkja, en ekki hvort hún er greidd úr einum bótaflokki eða fleirum.
Fjórða árið í röð, allt frá 1. janúar 2009, hækka ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar sem eiga að vernda afkomu lífeyrisþega.
Lífeyrisgreiðslur ná því hvorki að halda í við verðlagshækkanir né launaþróun síðustu ára. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar verulega þann 1. júlí 2009.
Af þeim sökum hafa margir lífeyrisþegar orðið fyrir enn frekari skerðingum.Lífeyrisþegar urðu fyrstir fyrir skerðingum strax í upphafi kreppunnar og þá með sérstöku loforði um að kjör þeirra yrðu leiðrétt um leið og land færi að rísa á ný. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið. Nú eru horfur í efnahagsmálum jákvæðar og tími til kominn að leiðrétta kjör öryrkja.
Í ljósi þessa er það lágmarkskrafa ÖBÍ að stjórnvöld skili öryrkjum sem fyrst því sem þeim ber skv. lögum um almannatryggingar áður en hugað verður að uppstokkun á núverandi bótakerfi. Þessu til viðbótar þarf að leiðrétta frítekjumörk og tekjuviðmið og draga til baka þær skerðingar sem settar voru um mitt ár 2009.
Án leiðréttinga í þá veru sem að framan eru raktar er ábyrgðarlaust af hálfu ÖBÍ að taka frekari þátt í vinnu við svonefnda endurskoðun almannatryggingalaga, enda sé henni þá augljóslega ætlað að festa í sessi þær alvarlegu skerðingar sem stjórnvöld hafa kosið að láta öryrkja bera.
Um vinnu starfshópsins
Endurskoðunin hefur tekið langan tíma en starfshópurinn hóf störf í maí í fyrra. Fulltrúi ÖBÍ hefur tekið virkan þátt í starfi nefndarinnar, mótmælt þegar það á við og lagt fram bókanir með sjónarmiðum ÖBÍ. Þrátt fyrir það er talið fullreynt að okkar sjónarmið náist í gegn.
Markmið með endurskoðun laganna er að bæta rétt lífeyrisþega en þær tillögur sem lagðar hafa verið fram varðandi ellilífeyrisþega eru ekki til þess fallnar að gera það. Þar var lagt til að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyrir, tekjutryggingu og heimilisuppbót), minnka lítillega jaðaráhrif annarra skattskyldra tekna á sérstakri framfærsluuppbót og fella niður frítekjumörk sem setur fólk í enn meiri fátæktargildru.
Starfshópnum er gert að vinna með tillögur að breytingum á almannatryggingakerfinu með 0 lausn í huga sem þýðir tilfærslu á fjármunum milli lífeyrisþega, þ.e. greiðslur eru lækkaðar hjá einum ellilífeyrisþega til að hækka lítillega hjá öðrum.
Eftir mikla andstöðu við þá leið sem fundin var fyrir ellilífeyrisþega var lögð fram tillaga með viðbótarfjármagni, samtals 2,3 milljarðar. Síðar kom í ljós að um er að ræða fjármagn sem ætlað var að nota til að uppfylla samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóðanna um hækkun frítekjumarks á tekjutryggingu vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega. Til að ná fram auknum sparnaði var lagt til að afnema öll frítekjumörk. Þessi leið stangast á við áðurnefnt samkomulag. Tillagan var samþykkt innan starfshópsins með meirihluta atkvæða en fulltrúi ÖBÍ greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Það er okkar mat að 0 lausn, miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag, sé ekki forsvaranleg með það í huga að bætur lífeyrisþega hafa ítrekað verið skertar frá bankahruni. Þau vinnubrögð sem viðhöfð eru geta leitt til þess að festa í sessi þær alvarlegu og margvíslegu skerðingar sem öryrkjar hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Það er krafa okkar að sett verði aukið fjármagn inn í kerfið við endurskoðun laganna.
Um starfshópinn.
Í starfshópnum eru fulltrúar allra þingflokka, samtals 7 manns, en Vinstri hreyfingin grænt framboð og Samfylkingin eru með tvo fulltrúa hvor. Tveir fulltrúar eru frá ÖBÍ (var einn fram að áramótum), einn fulltrúi Landssambands eldri borgara og einn fulltrúi Þroskahjálpar. Formaður starfshópsins er Árni Gunnarsson, fyrrum alþingismaður.
ÖBÍ fór fram á það að fjölga fulltrúum bandalagsins í starfshópnum og fékk að bæta við einum fulltrúa um síðustu áramót.
Fulltrúar ÖBÍ:
Aðalmenn: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Garðar Sverrisson.
Varamenn: Sigurjón Sveinsson og Guðrún Hannesdóttir.
17. janúar 2012
Lilja Þorgeirsdóttir
innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. janúar 2012
Minni kostnaður vegna tauga og geðlyfja 2010
Það er endalaust verið að skera niður í þáttöku ríkisins í lyfjakostnaði.
Er það gott að greiðsluþáttaka ríkisins í þunglyndislyfjum hafi minnkað ?
Þeir sem þurfa á þessum lyfjum að halda eiga oft sín lífsgæiði undir því að fá lyfin sín. Hver er sparnaðurinn ef þetta fólk þarf að leggjast inn á sjúkrahús.
innfært F.S.
![]() |
Mikill sparnaður í þunglyndislyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Hvaða valkosti hefur öryrki við þessar aðstæður ?
Lítið er eftir af sjálfsvirðingu margra öryrkja. Þeir hafa nánast ekkert val um þjónustu sem þeir fá, búið er að skerða fjárhasstöðu þeirra svo að nánast ómögulegt er að lifa með reysn.
Vonandi verður orðið við hans óskum um hvaðan hann fær sína þjónustu og honum skapað ánægjulegra líf.
Það verður að vera val öryrkjans, að sem mestu leiti, hvernig þjónustu hann fær og hver veitir honum þjónustuna.
innsett: FS
![]() |
Hefur mótmælasvelti á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
83 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar