Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk og fáum finnst það fréttnæmt.
Það er sama þó kannanir sýni að bætur öryrkja dugi ekki til mannsæmandi framfærslu þá telur velferðarráðherra að það hafi verið staðið vel við bakið á öryrkjum í kreppunni.
Þegar skerðingarlögin voru sett á bætur TR þá voru þær skerðingar tímasettar og áttu að ganga til baka á þremur árum. Velferðarráðuneytið sveik það.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum þá má ekki skerða lágmarksframfærslu en velferðarráðuneytið gerði það samt.
Þeir öryrkjar sem leigja hjá BRYNJU-hússjóði ÖBI, eru svo lagðir í einelti af Reykjavíkurborg, með því að meina þeim að fá "SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR" sem aðrir lágt launaðir leigjendur fá. Það er gert þrátt fyrir að Velferðarráðuneytið hafi úrskurðað að það sé ólögleg mismunun, en ráðuneytið gerir svo ekkert við þessum lögbrotum Reykjavíkurborgar.
Til hvers Velferðarráðuneyti ef það getur ekki tryggt lágmarksframfærslu, samkvæmt eigin viðmiðunum, og getur ekki heldur tryggt öryrkjum sem leigja hjá BRYNJU sömu réttindi og öðrum leigjendum ?
Fyrir hvað fær Velferðarráðherra launin sín ?.....
F.S.
![]() |
Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Ónógur svefn veldur skaða
http://www.ruv.is/frett/onogur-svefn-veldur-skada
Fyrst birt: 27.02.2013 15:46,
Síðast uppfært: 27.02.2013 21:50
Flokkar: Erlent, Tækni og vísindi
Fái menn minna en sex klukkustunda svefn á sólarhring í vikutíma slokknar á erfðavísum, sem eru mikilvægir til viðhalds líkamanum.
Nýjar rannsóknir vísindamanna við háskólann í Surrey í Bretlandi benda til þess að of lítill svefn stöðvi framleiðslu eggjahvítuefna sem eru manninum nauðsynleg til þess að líkaminn geti endurnýjað sig.
Í ljós kom við samanburðarrannsókn að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi mörg hundruð mikilvægra erfðavísa. Blóðprufur þeirra í hópi sjálfboðaliða sem fengu minna en sex tíma svefn hverja nótt sýndu að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi 711 erfðavísa. Þeirra á meðal voru erfðavísar sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, efnaskipti og bólgumyndun ásamt viðbrögðum líkamans við streitu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi komi í veg fyrir að líkaminn geti endunýjað sig. Að svefnleysi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna og leitt m.a. til offitu og hjartasjúkdóma.
innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2013
Íslenskt lyfjafyrirtæki á spáni.
Það er alltaf gaman að sjá þegar íslenskum aðilum gengur vel í uppbyggingu á starfsemi erlendis.
Gaman að sjá að hópur íslenskra fjárfesta eru aðilar að þessu fyrirtæki.
Innsett: F.S.
![]() |
Lyfjaútrásin til Spánar stóðst hrunið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Fundur ÖBÍ með framboðum til Alþingis.
Fá allir að sitja við sama borð?
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Hver er afstaða framboða til Alþingis?
Hilton Reykjavík Nordica, A salur
miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013. Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.
Framsöguerindi
Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ
Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá
Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands
Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar
Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson
Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar
Táknmáls- og rittúlkun í boði
Allir velkomnir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
84 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 30543
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar