Mánudagur, 31. mars 2008
Er sanngjarnt að skerða heimilisuppbót öryrkja með stálpað barn heima ?
Af http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item199180
Fyrst birt: 30.03.2008 12:15
Börn öryrkja búa ekki frítt heima
Dæmi eru um að börn öryrkja flytji að heiman um tvítugt til að foreldri haldi heimilisuppbót og húsaleigubótum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir þetta óréttlátan galla í kerfinu.
Hulda Jónsdóttir er öryrki í Kópavogi. Hún á 10.000 krónur eftir þegar allir reikningar eru greiddir og segist hafa fengið lánað fyrir páskunum. En þetta stendur til bóta. 22 ára dóttir hennar flytur að heiman eftir helgi. Þá fær Hulda aftur heimilisuppbótina; um 24.000 krónur á mánuði og húsleigubæturnar hækka.
Samkvæmt lögum missir öryrki rétt á heimilisuppbót þegar barn hans verður 18 ára, ef barnið er í skóla helst heimilisuppbótin þar til barnið verður tvítugt. Sumir ná hinsvegar ekki að klára menntaskólann fyrir tvítugsaldurinn.
Spyrja má hvort barn öryrkjans hafi þá sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima. Sumir háskólanemar vilja búa hjá foreldrum sínum til að þurfa ekki að safna skuldum, sumir vilja safna sér fyrir útborgun í íbúð. Kerfið gerir hinsvegar ráð fyrir því að börn öryrkja greiði heim og tekur bætur af öryrkjanum búi hálf-fullorðið barn á heimilinu. Dóttir Huldu Jónsdóttur flytur að heiman eftir helgi. Hulda segir að dóttir hennar hafi viljað vera áfram en það hafi verið lítill hagur af því. Hún hefði þurft að láta dóttur sína greiða um 40.000 krónur til heimilisins á mánuði til að vega upp á móti öllum skerðingum.
Félagsmálaráðherra býst við því að nefnd sem endurskoðar almannatryggingalöggjöfina skoði þennan óréttláta galla í leiðinni.
Tilgangur skerðinga er að nýta takmarkað fjármagn sem best og beina því til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Öryrki sem býr einn þarf vissulega frekar á heimilisuppbótinni á halda en öryrki sem á fullorðið, vinnandi barn á heimilinu. En þá má spyrja hvort barn öryrkjans hafi sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima.
Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, segir að hugsunin á bak við það að skerða heimilisuppbótina, þegar barn verður 18 ára og fer að vinna, sé að taka mið af því hagræði sem verði á heimili öryrkjans þegar barn hans fær tekjur.
( Uppsett: FS )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. mars 2008
18.000,oo kr. hækkunin skilar sér ekki til þeirra sem minnst hafa.
Mikið var talað um að bæta stöðu aldraðra og öryrkja, í aðdraganda síðustu þingkosninga.
Réttast hefði verið að bætur þessara hópa hefðu nú hækkað um kr.18.000,oo eins og laun gerðu.
Það er verið að endurskoða margt í sambandi við lífeyrisgreiðslur. Margt af því er til bóta en erfitt er ennþá að fá upplýst hver niðurstaðan verður.
Væri ekki tímabært að Jóhanna reyndi að leiðrétta það að hún tekjutengdi grunnlífeyrir ?
( F.S. )
![]() |
Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. mars 2008
Lífeyrir hækkar og lágmarksframfærsluviðmiði flýtt.
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9.400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.
Ofangreindar aðgerðir eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Koma þær til viðbótar þeim kjarabótum lífeyrisþega sem tilkynntar voru með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í desember síðastliðnum og koma til framkvæmda í áföngum á árinu, fyrst með afnámi makatengingar þann 1. apríl næstkomandi. Þær aðgerðir ásamt þeim hækkunum lífeyris sem taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum nema um það bil 9 milljörðum króna á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Ný lög um bætt kjör aldraðra og öryrkja samþykkt á Alþingi.
FEL - Fréttir frá félagsmálaráðuneyti 2008-03-13
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3723
Í dag voru samþykkt á Alþingi ný lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra. Hér er um að ræða fyrsta frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra á þessu sviði en málefni aldraðra og almannatryggingar fluttust frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um síðustu áramót.
Með frumvarpinu eru stigin afar mikilvæg skref sem munu bæta stöðu fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, þegar lögin höfðu verið samþykkt í dag. Ég legg hins vegar áherslu á að hér er um að ræða skref á lengri leið. Gert var ráð fyrir í greinargerð með frumvarpinu að lagðar yrðu fram tillögur sem tryggðu örorkulífeyrisþegum sama frítekjumark og ellilífeyrisþegum eða ígildi þess. Gengið er út frá því að tillögur berist frá örorkumatsnefnd forsætisráðherra nú á vorþinginu þannig að hægt verði að afgreiða þá lagasetningu fyrir gildistöku 1. júlí næstkomandi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja er jafnframt kveðið á um að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði eða sambærilega réttarbót með öðrum hætti fyrir 1. júlí næstkomandi. Mikilvægt er að vinnu á vegum fjármálaráðuneytisins við útfærslu á því verði hraðað svo bæta megi stöðu tekjulægstu hópa ellilífeyrisþega í landinu.
Lagabreytingarnar eru byggðar á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007 og byggjast á niðurstöðum verkefnisstjórnar félagsmálaráðherra frá 30. nóvember 2007 og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. desember síðastliðinn. Breytingarnar munu taka gildi í þremur áföngum. Helstu nýmæli í lögunum eru eftirfarandi:
- Skerðing bóta vegna tekna maka verður að fullu afnumin frá og með 1. apríl.
- Sett verður 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur elli- og örorkulífeyrisþega frá 1. apríl, meðal annars í þeim tilgangi að draga úr ofgreiðslum bóta.
- Vasapeningar til einstaklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum munu hækka frá 1. apríl 2008.
- Skerðingarhlutfall ellilífeyris verður lækkað úr 30% í 25% frá 1. apríl og frítekjumark hækkað frá sama tíma.
- Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 6770 ára verður hækkað í 100.000 krónur á mánuði frá 1. júlí.
- Sett verður 300.000 króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega frá 1. júlí.
- Aldurstengd örorkuuppbót hækkar frá 1. júlí.
- Loks verður skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar afnumin frá og með 1. janúar 2009.
Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðherra mun áfram vinna að endurskoðun og einföldun almannatryggingakerfisins og hefur henni verið falið að skila ráðherra heildstæðum tillögum þar að lútandi fyrir 1. nóvember 2008.
( Innsett F.S. )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD
Vísir, 12. mar. 2008 08:20 http://www.visir.is/article/20080312/FRETTIR01/80312012
Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.
Fram kemur á vef stofnarinnar að að meðaltali hafi skattar lækkað meðal OECD-ríkja en hins vegar séu nokkur lönd þar sem skattar á barnafjölskyldur hafi staðið í stað eða hækkað.
Ástralía, Ungverjaland, Írland og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra landa þar sem skattar sem hlutfall af tekjum hafa minnkað á árabilinu 2000-2006 og er það rakið til fjölskylduvænnar skattastefnu. Íslenskar, grískar, kóreskar og mexíkóskar fjölskyldu hafi hins vegar þurft að sæta aukinni skattheimtu. Bent er á að í þessum löndum hafi laun hækkað umtalsvert á tímabilinu, allt upp í 40 prósent. Verðbólga hafi hækkað en skattleysismörk hafi ekki fylgt hækkandi launum og því hækki skattarnir.
OECD bendir á að í þeim löndum sem aðild eiga að stofnuninni hafi skattabreytingar jafnan verið í þágu þeirra sem lág hafa launin. Hins vegar hafi skattabreytingar í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, fyrst og fremst hagnast þeim sem hærri tekjur hafa.
( Uppset/undirstrikanir og leturbreytingar eru mínar. F.F.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
77 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 30552
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar