Miðvikudagur, 30. apríl 2014
5. Mai fræðsluerindi félagsráðs SÍBS
Hvað er markþjálfun
Fræðsluerindi um markþjálfun verður haldið mánudaginn 5. maí 2014 kl 17:00 á annari hæð SÍBS hússins Síðumúla 6 í Reykjavík
Erindið mun svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað er markþjálfun og hvernig leysir markþjálfi úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps?
- Fyrir hvern - hverja er markþjálfun og hvaða gagn er af henni?
- Tegundir markþjálfunar og hvaðan kemur markþjálfun?
- Er hægt að markþjálfa alla?
- Hvernig vel ég mér markþjálfa og hvað er góður markþjálfi? Hvar finnég markþjálfa?
Fyrlesari:
Auðbjörg Reyisdóttir, markþjálfi og hjúkrunarfræðingur
âFræðsluerindið er í boði Félagsráðs SÍBS -ókeypis - og opið ölluâm meðan húsrúm leyfir.
Innsett: F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Trúnaðarbrot læknis
Persónuvern úrskurðar að læknir hafi brotið persónuverndarlög með því að nýta upplýsingar úr gögnum sem læknirinn fékk hjá sjúklinginum.
Nokkrir öryrkjar hafa sagt frá áþekkum dæmum og telja sig ekki geta treyst því að læknar og t.d. starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins virði trúnaðarreglur við sjúklinginn. Því eru margir öryrkjar mikið á móti auknum rétti starfsmanna T.R. til að skoða læknaskírslur og önnur gögn um skjólstæðinga T.R.
Þetta er álit Persónuverndar og dæmi eru um að dómstólar lýti öðruvísi á málin en það er virkilega gróft að nota trúnaðargögn til efnisöflunar í blaðagrein um viðkomandi sjúkling.
Allsstaðar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar þá er einhver tiltekinn starfmaður ábyrgur fyrir því að aðgangur að og notkun á persónuupplýsingum sé í samræmi við lögin. Nafn þess einstaklings á að vera skráð hjá Persónuvernd.
Hver er sá ábyrgðaraðili í þessu tilviki ?
![]() |
Læknir braut persónuverndarlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Er sykur meira ávanabindandi en kókaín ?
VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og þeim sjúkdómi fylgir tilhneiging til að fitna og þyngjast.
Aukin þyngd getur aukið áhrif kæfisvefna vegna þrengingar á öndunrfærum.
Þessi grein á mikið erindi til okkar fólks og annarra sem eru of þungir eða eru með tilhneygingu til að þyngjast.
Innsett: F:S:
![]() |
Sykur meira ávanabindandi en kókaín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. apríl 2014
Langvinn lungnateppa hrjáir 18 prósent fertugra og eldri.
11.04 2014
http://www.frettatiminn.is/frettir/langvinn_lungnateppa_hrjair_18_prosent_fertugra_og_eldri

Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.
Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með langvinna lungnateppu. Sjúkdómurinn er vangreindur og stór hluti þeirra sem er með sjúkdóminn veit ekki af því. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu sem starfar eftir hugmyndafræði um samráð við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Eftir að þjónustan hófst hefur innlögnum fólks með sjúkdóminn stórlega fækkað.
Langvinn lungnateppa er sjúkdómur sem í flestum tilvikum má rekja til reykinga. Oft kemur hann fram um miðjan aldur og er ekki læknanlegur. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf með sjúkdómnum betra og lengra. Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga yfir fertugt, eða tæplega 23.000 manns, séu með langvinna lungnateppu. Í hjúkrunarþjónustu á göngudeild Landspítala vinna þrír hjúkrunarfræðingar að því að veita fólki með sjúkdóminn á síðari stigum stuðning og meðferð með aðferðum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Blaðamaður settist niður með hjúkrunarfræðingunum Helgu Jónsdóttur, sem unnið hefur að fræðilegum bakgrunni þjónustunnar, Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, Bryndísi S. Halldórsdóttur og Guðrúnu Hlín Bragadóttur sem veita þjónustuna og ræddi við þær um alvarleika og afleiðingar sjúkdómsins og aðferðirnar sem þær hafa þróað. Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildarinnar er Guðrún Magney Halldórsdóttir.
Þögul einkenni
Langvinn lungnateppa þróast á mörgum árum sem gerir það að verkum að fólk áttar sig oft ekki á sjúkdómnum fyrr en hann er langt genginn. Einkennin eru þögul í fyrstu þó breytingar í lungum séu byrjaðar," segir Þorbjörg Sóley. Langvinn lungateppa er sambland tveggja sjúkdóma, annars vegar langvinnrar berkjubólgu og hins vegar lungnaþembu. Algengt er að í stað þess að fólk átti sig á því að það hefur langvinna lungnateppu telji það að langvarandi mæði og hósti stafi af reykingum, hreyfingarleysi og hækkandi aldri," bætir Helga við.
Blástursmæling á heilsugæslustöð
Eins og áður segir er algengt að reykingafólk fái langvinna lungnateppu um miðjan aldur. Oft byrjar sjúkdómurinn með þrálátum hósta, mæði og slímuppgangi. Síðar fer að bera á andþyngslum við hreyfingu, til dæmis við það ganga upp stiga eða brekku og fólk hættir smám saman að gera hluti sem það var áður vant að gera. Helga segir vanta upp á markvissa þjónustu fyrir fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Það þyrfti að vera til staðar þjónusta til að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt við að hætta að reykja og takast á við breytingar. Fólk í þessum sporum þarf aðstoð og rétt lyf. Það er til mikils að vinna að hætta að reykja áður en sjúkdómurinn verður alvarlegur." Bryndís bendir á að mikilvægt sé að styðja við heilsugæsluna til að auka þjónustu við þennan hóp.
Með einfaldri öndunarmælingu er hægt að greina langvinna lungnateppu og segir Bryndís ráðlegt að öndunarmæling sé gerð hjá öllu reykingafólki yfir fertugt. Mælitækin eru til á öllum heilsugæslustöðvum.
Guðrún Hlín stundar meistaranám í hjúkrunarfræði og vinnur nú að verkefni tengdu náminu sem felst í stuðningi við fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Hún segir að í sumum tilfellum sé fólk búið að leita oft til heilsugæslunnar vegna vandamála í öndunarfærum en fái ekki sjúkdómsgreiningu. Ef hægt væri að grípa inn í fyrr myndi fólk eiga betra líf með sjúkdómnum og því mikilvægt að sinna þeim hópi betur," segir hún. Þorbjörg Sóley bætir við að algengt sé að fólk fái fyrst meðferð við sjúkdómnum þegar hann sé langt genginn og jafnvel á lokastigi og fólk orðið aldrað en að þannig þurfi það alls ekki að vera.
Stórir árgangar sem reykja
Þrátt fyrir að reykingar yngra fólks séu sjaldgæfari nú en á árum áður fer fólki með langvinna lungnateppu fjölgandi. Nú er kynslóðin sem byrjaði að reykja um miðbik síðustu aldar komin vel yfir miðjan aldur og margir úr þeim hópi því með langt gengna lungnateppu. Áður voru reykingar á heimilum algengari en nú er og voru börn oft útsett fyrir óbeinum reykingum. Það eykur enn á áhættuna að þróa með sér sjúkdóminn ef viðkomandi reykir síðar á ævinni. Til okkar kemur fólk jafnvel um fimmtugt sem var fórnarlömb óbeinna reykinga sem börn," segir Sóley og Helga bætir við að skaðsemi óbeinna reykinga komi alltaf betur og betur í ljós.
Þjónusta byggð á samráði
Frá árinu 2005 hefur hjúkrunarþjónustan á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu verið starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og frá og með 1. maí starfa hjúkrunarfræðingar þar í tveimur og hálfu stöðugildi. Helga hefur um áraraðir unnið að rannsóknum á lungnasjúkdómum og skrifaði á sínum tíma skýrslu og færði rök fyrir þörfinni á slíkri þjónustu. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið athygli og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma, eins og Parkinson og nýrnabilun.
Þjónustan er persónuleg sem gerir starfið mjög ánægjulegt. Við nálgumst sjúklingana og fjölskyldur á þeirra forsendum eða þar sem þau eru stödd," segir Þorbjörg Sóley. Helga segir rannsóknir hafa sýnt að algengt sé að reykingafólk upplifi það að heilbrigðisstarfsfólk tali niður til þeirra og skipi því til dæmis að hætta að reykja. Það samræmist ekki okkar aðferðum, heldur er rætt við fólk á meðvitaðan og markvissan hátt og þannig næst góður árangur."
Meðferðin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Veitt er fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og meðferðin er hluti af því. Þannig öðlast sjúklingurinn smám saman meiri skilning og lærir að þekkja einkenni til að geta brugðist við í samræmi við alvarleika þeirra. Það er þessi gagnkvæma virðing og stuðningur sem er svo mikilvægur til að ná árangri," segir Bryndís.
Skömmin algengur fylgifiskur
Eins og áður segir eru reykingar nær alltaf orsök langvinnrar lungnateppu og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng. Þess vegna gera sjúklingarnir oft litlar kröfur um þjónustu sér til handa og eru þjakaðir af hugsunum um að sjúkdómurinn sé þeim sjálfum að kenna. Þær leggja áherslu á að vinna með slíkar tilfinningar á uppbyggilegan hátt.
Langvinnri lungnateppu er skipt í fjögur stig og misjafnt er á hvaða stigi sjúkdómsins fólk er þegar það kemur inn í þjónustuna en algengast er að það sé á þriðja til fjórða stigi. Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig er súrefnisupptaka orðin mjög léleg og þá þarf oft að gefa súrefni. Á síðari stigum sjúkdómsins eru einkenni orðin mikil og erfið. Einkennameðferð er einstaklingsbundin og stöðugt þarf að endurmeta meðferðina. Það er gert í þverfaglegu samráði við lækna og aðrar fagstéttir eftir þörfum hverju sinni. Helstu einkenni eru mæði, hósti, slímuppgangur, þreyta, orkuleysi, þyngdartap og kvíði. Einkennin hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Það að fara úr húsi, klæða sig og hátta reynist mörgum verulega erfitt, bara það að anda krefst mikillar orku," segir Þorbjörg Sóley.
Mikil fækkun legudaga
Fjölskyldur sjúklinga með langvinna lungnateppu fá mikinn stuðning á göngudeildinni og er þeim hjálpað að verða öruggari við að aðstoða sitt fólk. Þegar fólk er öruggt þarf það minna á kerfinu að halda og áttar sig á því hvað það getur gert sjálft og þarf því minni meðferð," segir Helga.
Þær hafa rannsakað aðkomu fjölskyldunnar og komist að því að mikilvægt sé að veita henni athygli og tækifæri til að tjá þarfir sínar og áhyggjur og að finna fyrir stuðningi.
Samfella er í þjónustu við fólk með langvinna lungnateppu og eiga hjúkrunarfræðingarnir í víðtæku þverfaglegu samstarfi við ýmsar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að legudögum sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur fækkað verulega frá því göngudeildin tók til starfa. Við leggjum áherslu á að ef fólk finnur fyrir breytingum á einkennum þá veiti það þeim athygli og leiti aðstoðar ef þörf krefur. Við leggjum áherslu á að koma snemma að málum ef einkenni vaxa og líðan breytist og gera ráðstafanir. Þannig er mögulegt að fækka ótímabærum innlögnum og auka öryggi fólks. Aðgengið skiptir miklu máli og að fólk viti að það sé alltaf hægt að hringja og fá leiðsögn á dagvinnutíma," segir Helga.
dagnyhulda@frettatiminn.is
Innsett F.S.
Fimmtudagur, 10. apríl 2014
Birgitta um almannatryggingakerfið: "Það er ekkert kjöt á þessum beinum."
10. April 2014.
Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum um almannatryggingar og stöðu öryrkja, á Alþingi í gær. Birgittu var sérstaklega umhugað um stöðu öryrkja og lífsgæði þeirra almennt:
Forseti. Staðreyndirnar tala sínu máli. Risastór hópur fólks á Íslandi á ekki fyrir mat um miðjan mánuð í hverjum mánuði, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þessi hópur þarf að neita sér um að fara til læknis, veikt fólk þarf að neita sér um að leysa út lyfin sín, allt of margir bíða með kvíðahnút í maganum í hvert einasta skipti sem það þarf að sanna veikindi sín til að fá lögbundna aðstoð og telur niður krónurnar sem eiga að endast út mánuðinn. Ekkert má fara úrskeiðis, ekkert má bila og engin óhöpp mega verða. Risastór hópur fólks á ekki öruggt skjól, býr við þannig aðstæður að launin, bæturnar, lífeyririnn hækkar ekki í takt við verðið á grunnneysluvörum. Lífið er nú þannig að það er ófyrirséð og eitthvað fer alltaf úrskeiðis. Það kemur alltaf eitthvað upp á og þá verður eitthvað að láta undan. Það er ekki hægt að ná heilsu ef maður er stöðugt þjakaður af áhyggjum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem þjást þurfi líka að vera kerfissérfræðingar í kerfi sem ekki einu sinni þeir sem smíðuðu kerfið vita hvernig virkar. Ef svo væri væri næsta víst að ekki væru alltaf að koma upp kringumstæður í kerfinu þar sem búbót þýðir í næstu andrá kjaraskerðing. Það er ekkert kjöt á þessum beinum. Það er búið að sjúga merginn úr beinunum og tafarlausu úrbæturnar og leiðréttingarnar fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja verða að gerast núna.
Undir lok ræðu sinnar skoraði Birgitta á ráðherra og alla þingmenn að bæta og standa vörð um lífsgæði öryrkja.
Ég veit að hæstv. ráðherra vill standa vörð um þennan hóp. Það hefur ítrekað komið fram í ræðum. Ég vil því skora á hæstv. ráðherra að gera það og þingmenn allra flokka að standa með ráðherranum í því og greiða leiðina fyrir slíkar leiðréttingar í gegnum þingið þó að við séum komin fram yfir síðustu forvöð að leggja mál fram á Alþingi fyrir sumarhlé. Forseti. Til mín hafa leitað svo margir með sögur sem nísta hjarta mitt og með raunir sem við getum ekki sem samfélag horft undan og varpað ábyrgðinni á aðra. Við hljótum að geta sammælst um að þeir sem eru veikir eða gamlir treysti á okkur, treysti á að kerfið grípi sig í þeirra erfiðleikum. Við erum öll meðvituð um að kerfið virkar ekki. Það þarf að setja saman aðgerðaáætlun í skrefum sem útlistar hvernig kjör öryrkja og aldraðra verða bætt í kjölfar hrunsins og þeirrar skerðingar sem þá var farið í. Ég vona að hæstv. ráðherra útlisti slíka aðgerðaáætlun í þessari sérstöku umræðu og ég veit að fjölmargir binda miklar vonir við að ráðherrann sinni þessum málaflokki af djörfung.
Helgi Hrafn Gunnarsson tók líka til máls og honum var sérstaklega tíðrætt um Tryggingastofnun og það traust eða öllu heldur vantraust sem skjólstæðingar þeirrar stofnunar bera til hennar. Um þetta efni sagði Helgi Hrafn meðal annars:
Það kom mjög skýrt í ljós eftir að Alþingi hafði samþykkt almannatryggingalögin í janúar á þessu ári að notendur Tryggingastofnunar ríkisins, og þetta kemur fram í samtölum mínum við öryrkja og vissulega bara í fjaðrafokinu sem átti sér stað í kjölfarið, treysta stofnuninni yfirleitt ekki fyrir persónuupplýsingum. Mér finnst það svolítið alvarlegt.
Auðvitað var lögunum ætlað að auðvelda upplýsingameðferð til þess meðal annars að gera hlutina betri fyrir öryrkja. Gott og vel, en öryrkjar treysta ekki stofnuninni fyrir persónuupplýsingum. Það er mjög mikilvægt að við tökum mark á þeim ótta og reynum að búa þannig um hnútana að notendur stofnunarinnar treysti henni fyrir persónuupplýsingum, að allt ferlið sé gegnsætt og auðskiljanlegt.
Hér má sjá umræðurnar í heild, en ásamt þeim Birgittu og Helga Hrafni tóku til máls; Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Helgi Hjörvar, Pétur H. Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Björt Ólafsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Edward H. Huijbens og Unnur Brá Konráðsdóttir.
http://blog.piratar.is/thingflokkur/2014/04/10/birgitta-um-almannatryggingakerfid-thad-er-ekkert-kjot-a-thessum-beinum
Innsett: F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Valgeir Matthias Pálsson berst fyrir réttindum öryrkja og vill svör.
Valgeir Matthías Pálsson
April 6 at 5:14pm
Vegna neyðar ástands í málefnum öryrkja settist ég niður og ritaði eftirfarandi aðilum þetta bréf sem birt er hér að neðan.
Ég bað um það að bréfi mínu yrði svarað fyrir föstudaginn 11.apríl 2014!
---
Bréf sent á eftirfarandi aðila:
Ellen Calmon (formann ÖBÍ)
Lilju Þorgeirsdóttir (framkv.st. ÖBÍ)
Hannes Inga Guðmundsson (lögfræðing ÖBÍ)
---
Sigmund Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra)
Bjarna Benediktsson (fjármálaráðherra)
Eygló Harðardóttur (félags og húsnæðismálaráðerra)
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (form. velferðarnefndar Alþingis)
---
Sælt veri fólkið.
Ég ákvað að setjast niður og skrifa ykkur örstutt bréf vegna stöðu og málefni öryrkja á Íslandi í dag. Árið 2014 er bráðum hálfnað og ríkisstjórn Íslands verður brátt eins árs ef áfram heldur sem horfir.
Mér finnst svo ég byrji að opna umræðuna hér að málefni öryrkja og aldraðra hafi lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Mér finnst lítið hafa heyrst frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) varðandi mál sem líta að öryrkjum á Íslandi á síðustu mánuðum.
Ég og reyndar margir aðrir vissu mæta vel að málefni öryrkja yrðu ekki ofarlega uppi á pallaborðinu hjá þeirri ríkisstjórn sem tók við fyrir ári síðan. Það vissu menn. En mér finnst núna vera komin tími á aðgerðir af hálfu Öryrkjabandalgs Íslands og sérsambanda þess ásamt ríkisstjórnar íslands. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mælirinn er orðin fullur og það fyrir mörgum árum síðan.
Nú er svo komið að ég og margir fleiri lítum á það sem okkar neyðar brauð að fara með málefni er lúta að framfærslu öryrkja á Íslandi til Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel Alþjóða glæpa dómstólsins. Hvert er álit ÖBÍ og sérsambanda þess á þessum málum? ÖBÍ hefur höfðað fleiri mál fyrir dómstólum hér heima en þau hafa í raun og veru öll tapast. Ef ég veit rétt. Það hafa kannski unnist nokkur léttvægari mál en þau hafa ekki skipt sköpum fyrir heildar mynd mála.
Mig langar að vita eitt. Eru einhver dómsmál er lúta að öryrkjum á Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu nú um þessar mundir? Eru einhver mál fyrir dómstólum á Íslandi nú um þessar mundir er snúa að framfærslu öryrkja á Íslandi.
Mælir öryrkja á Íslandi er orðin algjörlega fullur. Hér sveltur fólk og fólk á ekki ofan í sig og á þegar t.d. 2-3 vikur eru eftir af hverjum einasta almanaks mánuði ársins. Það er slæmt og óréttlátt og það er í raun og veru mannréttindabrot.
Mannréttindabrot segi ég vegna þess að öllum skal tryggð mannsæmandi framfærsla í stjórnarskrá. Það eru víða framin mannréttindabrot á Öryrkjum á Íslandi. Það er mál að linni. Nú þarf að fara að bretta upp ermar og fara að vinna í málunum.
Ef að Öryrkjabandalag Íslands og Alþingi Íslendinga treystir sér ekki í þessi mál að þá vil ég sem öryrkji og mikill og harður talsmaður þess að hér verði bætur hækkaðar til samræmis við það sem gerist í öðrum nágranna löndum okkar, vita það. Það gengur ekki að láta þessi mál leika á reiðanum mikið lengur.
Það eru öryrkjar hér sem svelta part úr hverjum einasta mánuði ársins og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að þannig á ekki að koma fram við þegna þessa lands. Mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.
Þið verðið að athuga það ágæta starfsfólk (nota þetta yfir ykkur öll í þessu bréfi) að við öryrkjar erum líka fólk, alveg eins og þið hin. Við eigum okkar væntingar og þrár. En við getum aldrei leyft okkur neitt í hinu daglega lífi vegna þess að endar okkar ná ekki saman.
Sem sagt.
1. Hver er afstaða ÖBÍ vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna framfærslu öryrkja á Íslandi?
2. Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að beita sér í málefnum öryrkja á komandi mánuðum? Heiðarleg svör óskast!
3. Munu öll málefni er snúa að öryrkjum og öldruðum verða endurskoðuð á komandi vikum og mánuðum eða verðum við svelt endalaust?
Þið áttið ykkur kannski ekki á því en hér á landi fremja margir öryrkjar sjálfsvíg vegna þess að þeir ná ekki endum saman. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá!
Með vinsemd og virðingu.
Valgeir Matthías Pálsson
Hs: 5177661 og Gsm: 7706690
Innsett: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Óeðlileg skerðing lífeyrisgreiðslna
http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1568 4.4.2014 Samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða er útiUm síðustu áramót rann úr gildi samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða (LL) frá 30. desember 2010 sem miðaði að því að koma í veg fyrir víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyris lífeyrissjóða[1]. Samkomulagið tók gildi 1. janúar 2011 og gekk í meginatriðum út á að lífeyrissjóðirnar skerði ekki greiðslur til sjóðsfélaga vegna almennra hækkana bóta almannatrygginga og öfugt. Með þessu þá lækka bætur almannatrygginga ekki þrátt fyrir almennar hækkanir lífeyrissjóðanna. Ástæður fyrir gerð samkomulagsinsFrá 2006 til 2011 fækkaði umtalsvert í hópi örorkulífeyrisþega með bætur frá TR sem einnig voru með lífeyrissjóðsgreiðslur. Til að átta okkur á því hvernig víxlverkunin er tilkomin þarf að skoða áhrif tekna við útreikning lífeyrissjóðanna á örorkulífeyri. Lífeyrissjóðum ber að greiða öryrkjum lífeyri vegna tekjutaps. Tekið er mið af áunnum réttindum við útreikninginn. Reiknaðar eru út viðmiðunartekjur hvers og eins sem taka mið af meðallaunatekjum síðustu ára fyrir örorkumat. Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna mega tekjurnar ekki vera hærri en útreiknaðar viðmiðunartekjur. Árið 2006 var bætt inn í samþykktir margra lífeyrissjóða að taka skyldi í útreikninginn lífeyris- og bótagreiðslur frá almannatryggingum. Fram að því höfðu bætur almannatrygginga ekki áhrif á örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna. Breytingin kom til framkvæmda árið 2007 hjá lífeyrissjóðum sem eiga aðild að Greiðslustofu lífeyrissjóða. Afleiðing þess var að greiðslur almennra lífeyrissjóða til fjölda öryrkja lækkuðu eða féllu niður á árunum 2007 til 2010.[2] Lífeyrissjóðirnir bentu sjóðsfélögum sínum á að hafa samband við Tryggingastofnun, þar sem lægri örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði gat leitt til þess að almannatryggingar bættu lækkunina að hluta. Það leiddi til þess að örorkulífeyrinn var skertur enn frekar við næstu reglulegu tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Að auki eru lífeyrissjóðstekjur tekjutengdar við bætur almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Víxlverkun örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefur bitnað harðast á þeim sem voru með lágar lífeyrissjóðstekjur og/eða uppbótargreiðslur vegna mikils kostnaðar sem hlýst af fötlun eða sjúkdómi. Hvaða þýðingu hefur samkomulagið?Samkomulaginu við LL var ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlverkun á milli bóta almannatryggingakerfis og lífeyrissjóðsgreiðslukerfis, þ.e. að almennar hækkanir í öðru kerfinu myndu ekki leiða til lækkunar í hinu kerfinu. Á þeim tíma sem samkomulagið var í gildi átti að finna lausn til framtíðar. Framhald samkomulagsins er til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu. Því miður hefur ÖBÍ enn ekki fengið nein formleg viðbrögð við fyrirspurn þess efnis hvort samkomulagið verði framlengt með einhverjum hætti eða hvort sett verði lög sem sporna gegn því að slík víxlverkun geti átt sér stað. Í bréfi formanns ÖBÍ til félags- og húsnæðismálaráðherra dags. 2. desember 2013, er hnykkt á mikilvægi þessa samkomulags og bent er á þá ríku hagsmuni sem varða þann hóp örorkulífeyrisþega sem samkomulagið hefur varið fyrir skerðingum. Stjórnvöld eru hvött til þess að ganga að samningaborðinu með LL til endurnýjunar samkomulagsins á meðan unnið er að varanlegri lausn. Samkomulag eða lög um lífeyrissjóðiAð öllu óbreyttu þ.e. ef samkomulagið verður ekki framlengt eða ekki gripið til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir víxlverkun, mun hún fara af stað að nýju. Lífeyrissjóðirnir framkvæma tekjuathugun á þriggja mánaða fresti. Næsta tekjuathugun verður í maí nk. Þá er hætta á að sjóðsfélagar fái tilkynningu um breytingar til lækkunar á lífeyrisgreiðslum. Áhrif á greiðslur almannatrygginga kæmu ekki í ljós fyrr en sumarið 2015 eða þegar árið 2014 hefur verið gert upp. Því er mjög mikilvægt að óvissu um næstu örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna verði aflétt sem allra fyrst. Samfélagslega er einnig mjög mikilvægt að jafnvægi sé haldið á milli þessara meginstoða lífeyristrygginga landsmanna á meðan unnið er að varanlegri lausn. Landsmönnum er samkvæmt lögum skylt að greiða í lífeyrissjóði enda eru þeir ein af grunnstoðum samfélagsins. Viljum við ekki að þær greiðslur sem við höfum innt af hendi til lífeyrissjóðanna komi okkur að gagni hvort sem við verðum örorku- eða ellilífeyrisþegar. Fyrir hvern erum við að greiða í lífeyrissjóðinn? Þess ber að geta að ríkið greiðir svokallaða örorkubyrði til lífeyrissjóðanna sem er ákveðið hlutfall af tryggingagjaldi. Því má ætla að lífeyrissjóðirnir eigi einnig að standa vörð um velferð sjóðsfélaga sinna hvort sem þeir verði elli- eða örorkulífeyrisþegar. ÖBÍ hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um örorkulífeyrisþega þannig þeir tapi ekki lífeyrissjóðstekjum, að hluta eða öllu leyti.Ellen Calmon, formaður ÖBÍ
[1] http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32525 (Opnast í nýjum vafraglugga): Samkomulag varðandi víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega. [2] ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd sjóðsfélaga sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi vannst varnarsigur í málinu, en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð í málinu. Lífeyrissjóðsmálinu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá í maí 2011.
Innsett: F.S. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega"
Auka ekki fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar lífeyrisþega
Innlent kl 07:00, 05. mars 2014 Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eva Bjarnadóttir skrifar:
Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar.
Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu.
Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir," segir Eygló.
Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til.
Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð," segir Eygló.
Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi.
Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.
Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Geta ekki beðið út í hið óendanlega
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar," segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað.
Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag."
Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.
Innsett:FS
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
86 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 30541
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar