Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
16,4 milljarða skerðing á elli- og örorkulífeyri frá 2007.
| |
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2012
Eru allir öryrkjar fatlaðir?
Fréttablaðið Aðsendar greinar 11. október 2012 00:01 Samfélagsmál Helga Björk Grétudóttir f.h. Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja Helga Björk Grétudóttir skrifar Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.
Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis.
Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand.
Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa.
Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk.
Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða.
Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki og þar með öryrkjum þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Innsett: F.S.
Miðvikudagur, 12. september 2012
Baráttumál ÖBÍ ââ¬â kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur
Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Dagskrá fundarins:
1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna
2._Hvað er ÖBÍ? Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ
3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ
4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ
. 4.a._Fátækt meðal öryrkja. Þorbera Fjölnisdóttir
. 4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl. Hilmar Guðmundsson.
Umræður.
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.
Ekkert um okkur án okkar!
Innsett: F.S.
Sunnudagur, 9. september 2012
Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðsgreiðslna
Höfundur: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ
|
Innsett F.S.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ
Ég vil benda á þessa herferð ÖBÍ. ÖBÍ er að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og hefur þar verið í varnarbaráttu undanfarin ár.
Fjölmiðlaátak er eitt af mörgu sem gert er undir merkjum ÖBÍ en daglega er verið að aðstaða öryrkja við að ... gæta réttar síns og slík vinna er yfirleitt ekki á síðum fjölmiðla.
Hér kemur fram ýmislegt af því sem gert hefur verið og í dag eru fleyri einstaklingsmál og baráttumál allra öryrkja í vinnslu hjá ÖBÍ.
Í hópi starfsmanna ÖBÍ er mikið af reyndu og góðu fólki sem í krafti þekkingar sinnar nær að vinna að réttindamálum öryrkja og það eru margir sem hafa notið góðs af því starfi.
ÖBÍ átti fulltrúa í nefnd Velferðarráðuneytisins um endurskoðun á Lögum um Almannatryggingar. Fulltrúar ráðuneytisins reyndu að kaffæra starf nefndarinnar í útreykningum á hvernig væri hægt að færa á milli öryrkjahópa en "úrbæturnar" máttu ekki kosta krónu. Eintómar NÚLL-LAUSNIR.
Það átti ekki einusinni að bæta skerðingarnar frá 2008 til dagsins í dag.
Það hafði engan tilgang að taka þátt í svona starfi.
Innan ÖBÍ er enn verið að skoða Lög um almannatryggingar og það mun skila sér ÞEGAR VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VERÐUR TIL Í AÐ VINNA AÐ ÞESSARI ENDURSKOÐUN AF HEILUM HUG.
Öryrkjar eru búnir að fá upp í kok af öllu bulli stjórnvalda um að tryggja kjör öryrkja og láglaunafólks. þAR FYLGIR EKKI FRAMKVÆMT ORÐAFLAUMI.
Það gleymist yfirleitt, þegar verið er að ræða um bætur öryrkja að flestir þeirra voru vinnandi menn áður en þeir urðu öryrkjar. Þá voru þeir á mjög mismunandi launum og einhverjir voru hátekjumenn. Komnir á örorkubætur þá eru þeir allir á sömu lágmarkslaununum og alltaf miðaðir við laun fólks á LÆGSTU TEXTUM, þ.e. þriggja mánaða byrjunartextum verkalýðsfélaga.
Af hverju er aldrey horft á fyrri laun öryrkja og hvaða kjaraskerðingu örorkan hefur haft í för með sér fyrir viðkomandi einstakling ? Ekki má heldur gleyma því hvað örorka móður eða föður hefur oft mikil áhrif á lífsgæði barna þeirra og oft skertum möguleikum barnanna til náms.
Öryrki sem er langtímavistaður á stofnun er raunvrulega sviptur mannlegri reysn og réttindum.
Þetta fólk missir allar TR-bætur nema að það GETUR ÁTT MÖGULEGA Á VASAPENINGUM samkvæmt ákvörðun TR.
"Ef viðkomandi er með lágar eða engar tekjur þá getur hann átt rétt á vasapeningum frá Tryggingastofnun".
"Fullir vasapeningar eru 46.873 kr. á mánuði" og "65% af tekjum koma til lækkunar á vasapeningum".
Slíkur einstaklingur getur ekki staðið við lögbundna þátttöku sína í framfærslu barna og maka. Hvað þá afborganir af íbúð fjölskyldunnar, sem fjölskylda hans býr í, þó svo að öryrkinn sé langtímavistaður á stofnun.
Þetta getur t. d. átt við um einstakling sem hefur fengið heilabilun, Alzheimer, heilablóðfall með heilaskemd eða lömun, og marga aðra.
VARÚÐ... fjármagnstekjur maka geta skert vasapeninga því að helmingur fjármagnstekna maka teljast tekjur öryrkjans þrátt fyrir að kaupmáli tryggi einka eignarétt makans á því sem skapar fjármagnstekjurnar.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, eða hvað ?
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ
ÖBÍ leggur nú í ímyndarherferð sem ýtt var úr vör í dag 3. september.
Undanfarnar vikur hefur Kjarahópur ÖBÍ unnið með Hvíta húsinu að gerð ímyndarherferðar sem sett er í loftið í dag í formi auglýsingaborða. Á eftir fylgja svo auglýsingar í blöðum útvarpi og sjónvarpi langt fram í september mánuð.
Nokkrar greinar munu einnig birtast í blöðum næstu daga.
Fylgist með greinum sem birtast í fjölmiðulum á komandi vikum Þær verða einnig birtar á heimasíðu ÖBÍ.
Efni á heimasíðu ÖBÍ sem tengist ímyndarherferðinni
Greinar starfsmanna ÖBÍ og kjarahóps
Tekjur fyrir lífstíð. Grein Hilmars Guðmundssonar. 4.7.2012
Kjör öryrkja og neysluviðmið velferðarráðuneytisins. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ.
Hvað varð um frekari uppbætur á lífeyrir? 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Söluhagnaður getur haft neikvæð áhrif. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Landamærahindranir örorkulífeyrisþega. 1. Tbl. Vefrits ÖBÍ
Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna. Grein Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur í Fréttabl. 8.5.2012.
Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni (Opnast í nýjum vafraglugga) 1. maí. 30.4.2012.
Vandamál öryrkja á Norðurlöndum. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ í Fréttablaðinu 21.4.2012.
Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Grein Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi og Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍí Fréttablaðinu 5.12.2011.
Fjárlögin 2012 og bætur almannatrygginga: Er breytinga að vænta? Grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ í Fréttablaðinu 2.12.2011.
Framfærsla öryrkja og fjárlagafrumvarpið. (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.
Það er ekki hægt að mismuna fólki svona? (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.
Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.
Aðsókn í ráðgjafaþjónustu ÖBÍ eykst á tímum fjárhagsþrenginga. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.
Uppbót vegna reksturs bifreiða í engu samræmi við rekstrarkostnað (Opnast í nýjum vafraglugga) 12.4.2011. Birtist í Fréttablaðinu
Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld. Birtist í Fréttablaðinu 20.4.2011.
Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. (Opnast í nýjum vafraglugga) 17.3.2011.
Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja. Birist í Morgunblaðinu 9.2.2011.
Fréttir á heimasíðu ÖBÍ (kynning á úrskurðum, ýmis umfjöllun)
Rýrnun ráðstöfunartekna 27% 4.5.2012 -
Átt þú rétt á bótum aftur í tímann? 3.7.2012
Öryrki heima og heiman. 2.7.2012
Áhrif fjármagnstekna á lífeyri. 4.6.2012
Skerða séreignalífeyrisgreiðslur bætur örorkulífeyrisþega? 29.2.2012.
Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ. (Opnast í nýjum vafraglugga) 24.1.2012.
Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? 30.11.2011. Opið bréf formanns ÖBÍ til alþingismanna.
Bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við kjarasaminga og 69. gr. laga almannatrygginga 24.11.2011.
Af hverju verður fólk öryrkjar? (Opnast í nýjum vafraglugga) 3.1.2011.
Tilvísanir í og umfjöllun um fréttir í fjölmiðlum eða á öðrum heimasíðum:
Uppfærð neysluviðmið fyrir íslensk heimili. 3.7.2012.
Breytt verklag TR vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna. 26.6.2012.
Öryrkjar vilja leiðréttingu. 15.6.2012.
Velferðarráðherra harmar en sjúklingar skulu greiða 14.5.2012.
Samningslausir sérfræðilæknar 10.5.2012.
Skammast sín fyrir fátæktina: Viðtal við Guðmund Magnússon 9.5.2012.
Samskiptamáti TR óþolandi. 30.4.2012.
Landamærahindranir öryrkja. 18.4.2012.
Ferðafrelsi - lífsgæði - sjálfsögð réttindi. Viðtal við Grétar Pétur á Rás 2, 13.4.2012.
ÖBÍ kallar eftir uppfærðu neysluviðmiði. 11.4.2012.
Uppfyllir ekki búsetuskilyrði og fær skertar örorkubætur. 11.4.2012.
Fólk frestar för til læknis vegna fjárskorts 6.3.2012.
Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds. 5.3.2012.
Stækkandi hópur fær uppbót til framfærslu. (Opnast í nýjum vafraglugga) Viðtal við Guðmund Magnússon 24.2.2012 á RÚV.
Aldurstengd örorkuuppbót er í dag ónýtur bótaflokkur. Viðtal við Guðmund Magnússon 23.2.2012 á RÚV.
Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund. Viðtal við Stefán Ólafsson á RÚV. 22.2.2012.
Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi. (Opnast í nýjum vafraglugga) 21.2.2012.
Tekjur lífeyrisþega að lækka. 15.2.2012. Frétt á mbl.
Rannsóknir á aðstæðum og kjörum öryrkja og fatlaðra
Mannréttindi í þrengingum (Opnast í nýjum vafraglugga), áhugaverð bók. 25.8.2011.
Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. (PDF skjal) Helstu niðurstöðu rannsóknar. Grein Rannveigar Traustadóttur í afmælisriti ÖBÍ. Maí 2011.
Ályktanir aðalstjórnar ÖBÍ um kjaramál
INNSETT: Frímann Sigurnýasson
Föstudagur, 17. ágúst 2012
Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands16. ágúst 2012
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.Greinargerð með ályktun:Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.
Innsett:F.S.
Miðvikudagur, 15. ágúst 2012
Líf með reisn
Fréttablaðið Fastir pennar 10. ágúst 2012 06:00
http://www.visir.is/lif-med-reisn/article/2012708109919
Steinunn Stefánsdóttir skrifar:
Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt.
Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðuneytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness.
NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verkstjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða.
Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum.
Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar.
Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með gamla laginu", að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur.
Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu," segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur?
Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störfunum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, fulltrúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjörklefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan.
Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjónustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu.
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Athugasemdir:
Gudjon Sigurdsson Hafnarfjörður Formaður MND félagsins
Þetta ereitt það jákvæðasta sem Alþingi Íslendinga hefur gert undanfarin ár. Þetta á við öll sveitarfélög landsins. Til hamingju öll.
10. ágúst kl. 08:09
Gunnar Axel Axelsson Aðstoðarmaður ráðherra
/Political adviser to the Minister hjá Velferðarráðuneytið /Ministry of Welfare
Mikið rétt Guðjón, svolítið skrítið að þetta sé sett svona fram, eins og þetta eigi aðeins við um þessi tvö sveitarfélög. Hafnarfjörður samþykkti t.d. reglur um NPA sl. vor.
10. ágúst kl. 09:08
Innsett: F.S.
Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
Áhugavert myndband um Múlalund.
Hér að neðan er tengill á umfjöllun um Múlalund sem sýnd var í þættinum Tölvur, tækni og vísindi á ÍNN fyrir nokkru síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=euazpOELMos
innsett F.S.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Hvað kosta mannréttindi?
http://www.visir.is/hvad-kosta-mannrettindi-/article/2012707199993
Fréttablaðið Aðsendar greinar 19. júlí 2012 06:00
Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins Guðjón Sigurðsson skrifar:Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár.
Við fatlaðir verðum að vega og meta hvað getur talist skynsamlegt að nota takmarkaða peninga til að lagfæra. Er það skynsamlegt af samtökum Öryrkja að sóa tíma og peningum í lögfræðikostnað til að ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosningar sem með endurtekningu munu kosta það sama og við erum að fá til NPA þjónustuformsins árlega. Ekki síst þegar þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum á haustþingi til að leiðrétta.
Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræðingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra mati engin brýnni mál til að taka á?
Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlutunum? Hvað með að tosa upp bætur fólks? Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum komist ekki út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjónusta sem ætluð er öllum sé leyfð á annari hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir séu sviftir sjálfræði og fjárræði þegar þeim er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert? Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema tilgangur kærunnar sé annar en að bæta hag öryrkja?
Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og brýnni verkefnum.
Innsett: F.S.
Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Segja kosningarnar sannanlega ógildar
http://www.visir.is/segja-kosningarnar-sannanlega-ogildar-/article/2012120719084
Kjósandi, sem ekki gat kosið eigin hendi, átti aðeins tveggja kosta völ. Annað hvort beygja sig undir þá framkvæmd, að aðstoðarmaður hans kæmi úr röðum kjörstjórnarmanna eða víkja af kjörstað án þess að taka þátt í kjöri forseta," segir í kærunni. Þá segir að sannanlega hafi verið dregið úr leynd kosninganna. Afgerandi munur sé á framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings og forsetakjöinu. Í hinum fyrri kann að vera að áliti Hæstaréttar að leynd kosninga hafi verið rofin, en í þeim síðari var hún sannanlega og án nokkurs vafa rofin. Hinar fyrri voru dæmdar ógildar og hinar síðari eru óhjákvæmilega ógildar með verulega þungvægari rökum," segir í kærunni.
Þrír eru skrifaðir fyrir kærunni. Það eru þau Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Guðmundur Magnússon og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Innsett: F.S.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
337 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar