Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega"
Auka ekki fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar lífeyrisþega
Innlent kl 07:00, 05. mars 2014Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eva Bjarnadóttir skrifar:
Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar.
Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu.
Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).
Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir," segir Eygló.
Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til.
Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð," segir Eygló.
Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi.
Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.
Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Geta ekki beðið út í hið óendanlega
Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar," segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað.
Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag."
Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.
Innsett:FS
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2013
Íslenskt lyfjafyrirtæki á spáni.
Það er alltaf gaman að sjá þegar íslenskum aðilum gengur vel í uppbyggingu á starfsemi erlendis.
Gaman að sjá að hópur íslenskra fjárfesta eru aðilar að þessu fyrirtæki.
Innsett: F.S.
Lyfjaútrásin til Spánar stóðst hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Segja kosningarnar sannanlega ógildar
http://www.visir.is/segja-kosningarnar-sannanlega-ogildar-/article/2012120719084
Kjósandi, sem ekki gat kosið eigin hendi, átti aðeins tveggja kosta völ. Annað hvort beygja sig undir þá framkvæmd, að aðstoðarmaður hans kæmi úr röðum kjörstjórnarmanna eða víkja af kjörstað án þess að taka þátt í kjöri forseta," segir í kærunni. Þá segir að sannanlega hafi verið dregið úr leynd kosninganna. Afgerandi munur sé á framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings og forsetakjöinu. Í hinum fyrri kann að vera að áliti Hæstaréttar að leynd kosninga hafi verið rofin, en í þeim síðari var hún sannanlega og án nokkurs vafa rofin. Hinar fyrri voru dæmdar ógildar og hinar síðari eru óhjákvæmilega ógildar með verulega þungvægari rökum," segir í kærunni.
Þrír eru skrifaðir fyrir kærunni. Það eru þau Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Guðmundur Magnússon og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
Innsett: F.S.
Sunnudagur, 11. mars 2012
Samspil bóta frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum
Að gefnu tilefni er vakin athygli á að óþarft er að tilgreina sérstaklega í skattframtali bætur frá Tryggingastofnun sem hafa ekki áhrif á örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum frá 1. janúar 2011.
Eftirfarandi greiðslur frá Tryggingastofnun eru sérstaklega tilgreindar við staðgreiðsluskil:
- Sérstök uppbót til framfærslu (það sem vantar upp á lágmarksgreiðslur).
- Dánarbætur
- Uppbætur á lífeyri
- Uppbætur vegna reksturs bifreiðar
- Mæðra- og feðralaun
- Maka- og umönnunarbætur
Með þessum hætti er lífeyrissjóðum gert kleift að taka ekki ofangreindar greiðslur með sem tekjur lífeyrisþega. Þannig hafa þær ekki áhrif á lífeyrissjóðstekjur til lækkunar.
Vinnulagi þessu var komið á í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega, 3. des. 2010. Lesa um yfirlýsinguna á vef velferðarráðuneytisins (Opnast í nýjum vafraglugga).
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Rýmri heimildir til að veita fötluðum einstaklingum aukalán vegna sérþarfa.
Frétt af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/400
Til þessa hefur einungis verið heimilt að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa hafi slíkt lán komið til viðbótar öðrum fasteignaveðlánum frá Íbúðalánasjóði. Með breytingunni er þetta skilyrði fellt brott og heimilað að veita aukalán óháð því hver er lánveitandi annarra fasteignalána sem hvíla á íbúðarhúsnæðinu. Jafnt aðgengi fatlaðra að þessum lánamöguleika er þannig tryggður. Auk þessa eru gerðar ýmsar breytingar til einföldunar við framkvæmd þessara lána til hagsbóta fyrir fatlaða.
Fréttin í heild sinni á heimasíður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins
Reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 57/2009
Innfært F.S.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Hin nýja hagspeki
feykir.is | Gagnlausa Hornið | 13.10.08 | 21:07
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
( innsett F.S. )
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Fjölgun leiguíbúða
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að veita 5 milljarða króna lánsfjárheimild til Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Ákvörðunin er tekin á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði frá 19. júní síðastliðnum. Heimildin nær til leiguíbúðalána á almennum markaði vegna söluíbúða sem ekki seljast. Leiguíbúðalán verða veitt aðilum í þeim sveitarfélögum þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er fyrir hendi.
Lánað verður til íbúða sem hafa náð að minnsta kosti fokheldisstigi 1. júlí 2008. Til að takmarka útlánaáhættu Íbúðalánasjóðs vegna lánanna verða ekki veitt lán til íbúða í sveitarfélögum þar sem leiguíbúðir fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði standa auðar. Uppfylli íbúðirnar þessi skilyrði getur Íbúðalánasjóður veitt lánsvilyrði en lánin greiðast út þegar íbúðirnar eru fullbúnar og þinglýstur leigusamningur til eins árs liggur fyrir.
Félags- og tryggingamálaráðherra mun óska eftir því við stjórn Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hefji lánveitingar í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar
( Innsett F.S. )
Sunnudagur, 18. maí 2008
Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um sjúkratryggingar
15.5.2008 http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2802
Ráðherra rakti í upphafi í máli sínu aðdraganda breytinga á skipulagi stjórnarráðsins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sem sjúkratryggingafrumvarpið hvílir á. Ráðherra fór svo yfir helstu atriði og þættina sem frumvarpinu er ætlað að breyta. Ráðherra fór yfir megin atriði frumvarpsins sem hann sagði vera þessi:
Eins og áður sagði er sjúkratryggingakafli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, fluttur í frumvarpið og ákvæðin sett upp með öðrum hætti. Kveðið er skýrar á um markmið með sjúkratryggingum, gildissvið laga um sjúkratryggingar er afmarkað og helstu hugtök skilgreind, sbr. I. kafla.
Kveðið er á um nýja sjúkratryggingastofnun, hlutverk hennar, stjórn og forstjóra, sbr. II. kafla. Hlutverk stjórnar og forstjóra eru sambærileg hlutverki stjórnar og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins.
Sjúkratryggingar eru skilgreindar með ítarlegri hætti en í lögum um almannatryggingar. Sjúkratryggingar taka til heilbrigðisþjónustu og annarrar aðstoðar sem ákveðið hefur verið með lögunum, reglugerðum eða samningum að veita á kostnað ríkisins eða með greiðsluþátttöku ríkisins. Jafnframt taka sjúkratryggingar til bóta samkvæmt lögunum sem greiddar eru í peningum. Sjúkratryggðir eiga rétt til aðstoðar svo sem nánar er mælt fyrir um í lögunum.
Ákvæði um hverjir eru sjúkratryggðir eru skýrari og ítarlegri en í lögum um almannatryggingar, t.d. er tekið mið af ákvæðum EES-samningsins um almannatryggingar, sbr. III. kafla A.
Ákvæði um réttindi sjúkratryggðra eru efnislega óbreytt en hafa verið sett upp með öðrum hætti og orðalag gert skýrara, sbr. III. kafla B-D.
Gert er ráð fyrir að ákvæði um styrk til að kaupa bifreið verði flutt úr sjúkratryggingum í lög nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og heyri þar með undir félags- og tryggingamálaráðherra, sbr. 3. tölul. 58. gr. Ekki er um efnislega breytingu á réttindum einstaklinga að ræða.
Gjaldtökuákvæði eru sett í eina grein í frumvarpinu og eru efnislega óbreytt. Vegna ábendinga fjármálaráðuneytisins voru ákvæðin gerð ítarlegri en ekki ver verið að breyta eða auka gjaldtöku af sjúkratryggðum.
Gert er ráð fyrir að heimilt sé að kæra ágreining um bætur til úrskurðarnefndar almannatrygginga með sama hætti og er heimilt samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Sérstakur kafli, IV. kafli, fjallar um samninga um heilbrigðisþjónustu og hlutverk sjúkratryggingastofnunarinnar að því er varðar samningagerð. Ákvæði og samningaheimildir heilbrigðisráðherra eru flutt úr lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, og jafnframt eru ítarlegri ákvæði um endurgjald fyrir heilbrigðisþjónustu, gagnreynda þekkingu, gæði og eftirlit, upplýsingaskyldu, vanefndir og aðgerðir vegna vanefnda og hvernig skuli fara með ágreining.
Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2008 en eigi síðar en 1. júlí 2009 taki sjúkratryggingastofnunin við samningsgerð sem nú er í höndum heilbrigðisráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir að stofnunin taki við samningsgerð við heilbrigðisstofnanir í eigu ríkisins og samningsgerð við sveitarfélög og aðra er reka hjúkrunarheimili eigi síðar en 1. janúar 2010.
Gert er ráð fyrir að ákvæði um mat sjúkratryggðra á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum verði sett í lög um heilbrigðisþjónustu, sbr. 4. tölul. 59. gr. Ákvæðin eru nú í lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra.Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við hlutverki Tryggingastofnunar ríkisins 1. september 2008 að því er varðar framkvæmd laga nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu, sbr. 61. gr.
Gert er ráð fyrir að starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins sem hafa starfað við sjúkratryggingar almannatrygginga og/eða sjúklingatryggingu og eru í starfi við gildistöku laganna skuli boðið starf hjá sjúkratryggingastofnuninni, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer eitt. Hið sama gildir um þá starfsmenn heilbrigðisráðuneytis, heilsugæslunnar og Landspítala sem sinnt hafa samningsgerð og öðrum verkefnum er munu falla undir verksvið stofnunarinnar.
Gert er ráð fyrir að forstjóri sjúkratryggingastofnunarinnar hafi heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða tilteknum starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins, heilbrigðisráðuneytis og Landspítala starf hjá stofnuninni frá 1. september 2008, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer tvö.
Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við eignum, réttindum og skyldum Tryggingastofnunar ríkisins að því er varðar framkvæmd sjúkratrygginga, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer þrjú.
Gert er ráð fyrir að ráðherra ákveði daggjöld vegna heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum sjúkrahúsa, öldrunarstofnana og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum þar til sjúkratryggingastofnunin tekur við því hlutverki að semja um heilbrigðisþjónustu í síðasta lagi 1. janúar 2010, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer fjögur.
(Talað orð gildir)
( Uppsetning Leturbreytingar F.S, )
Laugardagur, 17. maí 2008
Tekjur aldraðra samkvæmt Vefriti fjármálaráðuneytisins
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 10. apríl 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á tekjum landsmanna.
Tekjur og ráðstöfunartekjur hafa vaxið og kaupmáttur ráððstöfunartekna einnig. Þá hefur samsetning tekna tekið miklum breyttingum, aðallega vegna þess að hlutur fjármagnstekna, beint og óbeint, hefur aukist. Aldraðir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Hér á eftir verður fjallað um tekjur aldraðra hjóna og teljast þær nokkuð dæmigerðar fyrir aldraða.
Árið 1995 voru meðaltekjur hjóna sem voru eldri en sjötug um 30% lægri en meðaltekjur allra hjóna, en það er í samræmi við alþjóðlega þróun á vinnumarkaði að heildartekjur fólks lækki eftir miðjan aldur. Þegar uppsveiflan fram að aldamótum gekk yfir náðu hinir eldri ekki að halda fyllilega í við þá yngri og tekjurnar urðu 41% lægri en allra hjóna árið 2000. Síðan þá hefur dregið saman með hverju ári og árið 2006 var hópurinn með tekjur sem voru 37,7% lægri en allra hjóna.
Samsetning tekna hjá eldra fólki hefur tekið miklum breytingum og þær breytingar munu halda áfram á næstu árum.
Hlutur fjármagnstekna hefur þannig vaxið úr því að vera 8% af tekjum árið 1995 í að vera orðinn 39% árið 2006. Allan tímann sem hér er til athugunar hafa fjármagnstekjur þessa hóps verið hærri en meðalfjármagnstekjur allra hjóna.
Hlutur atvinnutekna, sem er uppistaðan af því sem á myndinni er í flokknum aðrar tekjur hefur farið stöðugt minnkandi á þessu tímabili enda fækkar í þeim hópi sem heldur áfram störfum eftir 70 ára aldur til að afla nauðsynlegra ráðstöfunartekna. Eftir árið 2000 hafa lífeyrissjóðirnir haldið sínum hlut nokkurn veginn í tekjumynd þessa hóps og það hefur Tryggingastofnun einnig gert þótt vaxandi tekjur hópsins hafi leitt til þess að hluturinn hefur rýrnað örlítið. Að sjálfsögu er það svo með aldraða eins og aðra landsmenn að fjármagnstekjum er skipt misjafnar á milli manna en öðrum tekjum og sumir aldraðir bera lítið úr býtum meðan aðrir hafa góða afkomu.
Eftir því sem lífeyriskerfi landsmanna byggist upp fjölgar í þeim hópi aldraðra sem hefur góðar og öruggar tekjur. Breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum hafa auk þess auðveldað þeim sem það vilja að halda áfram störfum án þess að það bitni á þeim stuðningi sem þeir njóta frá samfélaginu.
( Uppsetning, leturbreytingar F.S. )
Laugardagur, 17. maí 2008
Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar í 100.000 kr. á mánuði 1. júlí nk.
Fréttatilkynningar Félags- og tryggingamálaráðuneytið
11.4.2008 http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3756
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, þar sem lagt er til að á tímabilinu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið um að hafa 100.000 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frumvarpið felur í sér að á umræddu tímabili geti örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar aflað atvinnutekna allt að 100.000 kr. á mánuði án þess að þær skerði tekjutryggingu. Hér er um mikla hækkun frítekjumarksins að ræða en í dag skerðist tekjutrygging vegna atvinnutekna umfram 327.000 kr. á ári eða um 27.000 kr. á mánuði. Þann 1. janúar 2009 er gert ráð fyrir að nýtt örorkumatskerfi hafi öðlast gildi og komi í stað þessa frítekjumarks.
Ætla má að hækkun frítekjumarksins muni leiða til aukinnar atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega og hafa þannig í för með sér hærri tekjur þeim til handa. Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á hækkun frítekjumarks í baráttunni fyrir bættum kjörum öryrkja og virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu og er þessi breyting í samræmi við áherslur bandalagsins. Breytingin er jafnframt í samræmi við þau markmið sem hugmyndir örorkumatsnefndar um starfshæfnismat og starfsendurhæfingu byggja á. Í ljósi fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu með áherslu á starfshæfnismat og starfsendurhæfingu mun hækkun frítekjumarks örorkulífeyrisþega aðeins gilda til bráðabirgða þar til nýtt kerfi með nýjar viðmiðunarreglur hefur verið tekið upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru liðlega 30% örorkulífeyrisþega með launatekjur eða reiknað endurgjald í desember 2007 eða um 4.600 einstaklingar. Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar má áætla að þar af muni um 2.650 einstaklingar hafa ávinning af hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur í 100.000 kr. á mánuði. Ekki er unnt að áætla fyrirfram þann fjölda sem mun nýta sér nýjar viðmiðunarreglur varðandi frítekjumark á atvinnutekjur, en þess má vænta að talsvert fjölmennur hópur örorkulífeyrisþega nýti sér þetta tækifæri til þess að feta sig á ný út á vinnumarkaðinn. Breytingin mun því fela í sér aukin tækifæri til handa örorkulífeyrisþegum með þeim auknu lífsgæðum sem þátttaka á vinnumarkaði felur í sér fyrir lífeyrisþegana sjálfa og samfélagið í heild.
( Innsett F.S.)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
20 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar