Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD

Vísir, 12. mar. 2008 08:20     http://www.visir.is/article/20080312/FRETTIR01/80312012  

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. 

Fram kemur á vef stofnarinnar að að meðaltali hafi skattar lækkað meðal OECD-ríkja en hins vegar séu nokkur lönd þar sem skattar á barnafjölskyldur hafi staðið í stað eða hækkað. 

Ástralía, Ungverjaland, Írland og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra landa þar sem skattar sem hlutfall af tekjum hafa minnkað á árabilinu 2000-2006 og er það rakið til fjölskylduvænnar skattastefnu.     Íslenskar, grískar, kóreskar og mexíkóskar fjölskyldu hafi hins vegar þurft að sæta aukinni skattheimtu.     Bent er á að í þessum löndum hafi laun hækkað umtalsvert á tímabilinu, allt upp í 40 prósent.     Verðbólga hafi hækkað en skattleysismörk hafi ekki fylgt hækkandi launum og því hækki skattarnir.  

OECD bendir á að í þeim löndum sem aðild eiga að stofnuninni hafi skattabreytingar jafnan verið í þágu þeirra sem lág hafa launin.    Hins vegar hafi skattabreytingar í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, fyrst og fremst hagnast þeim sem hærri tekjur hafa.  

 

( Uppset/undirstrikanir og leturbreytingar eru mínar.  F.F.) 


Landsbankinn færir SÍBS höfðinglega gjöf

2008 FEB SÍBS fékk tvær milljónir króna að gjöf frá Landsbankanum Formaður og framkvæmdastjóri veittu gjöfinni viðtöku.   Mynd_0341502 

 

 

Árbæjarútibú Landsbanka Íslands fagnaði 40 ára afmæli sínu 8.febrúa..

Af því tilefni fékk SÍBS að gjöf frá Landsbankanum tvær milljónir króna, sem formaður og framkvæmdastjóri veittu viðtöku.

 

 

Fyrir nokkrum árum voru bankaviðskipti SÍBS endurskoðuð og leitað tilboða í viðskiptin.  Landsbankinn var með hagstæðasta boðið og í kjölfarið voru bankaviðskipti SÍBS og margra aðildarfélaga þess flutt til Landsbankans.

 

Árbæjarútibú Landsbankans er viðskiptaútibú SÍBS. 

Það er skemmtilegt þegar afmælisbörn gefa gjafir í tilefni  tímamóta sinna, en SÍBS  á líka afmæli 2008, því í haust verða 70 ár liðin frá stofnun samtakanna. 

 

Landsbankinn hefur áður sýnt SÍBS og aðildarfélögum þess velvild með fjárhagsstuðningi.

 

 

Hafi þeir þökk fyrir.                                          F.S.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband