Færsluflokkur: Kjaramál
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Tekið af öldruðum og fært ungum........
![]() | |
| |
|
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
16,4 milljarða skerðing á elli- og örorkulífeyri frá 2007.
![]() | |
| |
|
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2012
Baráttumál ÖBÍ ââ¬â kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur
Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Dagskrá fundarins:
1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna
2._Hvað er ÖBÍ? Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ
3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ
4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ
. 4.a._Fátækt meðal öryrkja. Þorbera Fjölnisdóttir
. 4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl. Hilmar Guðmundsson.
Umræður.
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.
Ekkert um okkur án okkar!
Innsett: F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. september 2012
Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðsgreiðslna
Höfundur: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi hjá ÖBÍ
|
Innsett F.S.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. ágúst 2012
Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands16. ágúst 2012
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.Greinargerð með ályktun:Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.
Innsett:F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Tekjur fyrir lífstíð
Tekið af: http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1160
Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði.
Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt. Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt.
Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu. Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum.
Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það?
Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum.
Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði? Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar.
Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf.
EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR.
Innsett: F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. júní 2012
Þarf þetta að vera svona niðurlægjandi líf?
Af:http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/akall-fra-ahyggjufullri-dottur-konu-a-sjotugsaldri-tharf-thetta-ad-vera-svona-nidurlaegjandi-lif-?pressandate=200904251+or+1%3d%40%40version+and+3%3d3%2fleggjumst-oll-a-eitt%2fleggjumst-oll-a-eitt%3fpres%2fleggj%2fleggjumst
Ákall frá áhyggjufullri dóttur konu á sjötugsaldri:
Þarf þetta að vera svona niðurlægjandi líf?
Pressphotos.biz
Í dag hringdi móðir mín í mig, reyndi að vera hress og spyrja mig hvað væri að frétta af mér og börnum mínum. Ég fann strax að aðdragandi símtalsins var annars eðlis, móðir mín var með kökkinn í hálsinum, búin að reyna að hringja í systkini mín og betla, ég var endastöð. En um 15. hvers mánaðar á móðir mín ekki fyrir mat. Hver er þessi kona?
Með þessum orðum hefst pistill ungrar konu, sem ekki vill láta nafns síns getið, en móðir hennar er öryrki á sjötugsaldri og býr við kröpp kjör í samfélaginu okkar. Hún hefur beðið Pressuna að birta greinarkorn sitt til að landsmann fái séð þær aðstæður sem tryggingakerfið okkar býður upp á, þar sem nákvæmlega er sundurliðað hver eyðsla móðurinnar er í hverjum mánuði.
Hver er þessi kona?
Ég skrifa þennan pistil til að vekja fólk til umhugsunar um í hverskonar þjóðfélagi við lifum. Í dag hringdi móðir mín í mig, reyndi að vera hress og spyrja mig hvað væri að frétta af mér og börnum mínum. Ég fann strax að aðdragandi símtalsins var annars eðlis, móðir mín var með kökkinn í hálsinum, búin að reyna að hringja í systkini mín og betla, ég var endastöð. En um 15. hvers mánaðar á móðir mín ekki fyrir mat. Hver er þessi kona?
Fædd í Reykjavík 1947. Ung að árum lauk hún Kvennaskólaprófi, eignaðist 5 börn sem hún ól upp með ást og hlýju þrátt fyrir erfitt hjónaband þar sem ofbeldi kom m.a. við sögu. Þessi kona hafði loks hugrekki til að skilja við mann sinn eftir 20 ára hjónaband árið 1988. Hún fékk alls 1 milljón útúr skilnaði sínum sem dugði skammt.
Hún var heimavinnandi mestmegnis á árunum 1967-1988, gætti barna fyrir aðra og hugsaði um okkur börnin. Hún reyndi að fara á vinnumarkaðinn en var of veikburða. Síðar kom í ljós alvarlegur hjartagalli, skortur á nauðsynlegum næringarefnum kom í ljós um fertugt en þá kom í ljós að hún vann ekki B12 úr fæðu sem hafði haft alvarlegar aukaverkanir í 20 ár, öndunarerfiðleikar með astma og bakflæði hrjá hana. Slæm sjón, skert heyrn, og taugasjúkdómur sem hefur hrjáð hana allt hennar líf í formi kvíða vegna veikinda sinna í hjarta með tilheyrandi sprengitöflum og hjartaflökti.
Réttindalaus
Þrátt fyrir þetta heldur hún höfðinu hátt og gerir það besta úr lífi sínu. Hún hefur engin réttindi í lífeyrissjóðum landsins þar sem hún var eiginkona og sjúklingur mest allt sitt líf. Hún hefur í fyrsta sinn á ævi sinni verið hjá sjúkraþjálfara í vetur sem sagðist aldrei nokkurn tímann hafa fengið konu til sín með jafn alvarlega vöðvabólgu.
Þessi kona býr í 46 fm2 íbúð í fjölbýli fyrir fatlaða. Hún er svo þakklát fyrir vini sína, þakklát fyrir guð, þakklát fyrir börnin sín og barnabörn, þakklát fyrir lífið, þakklát fyrir húsakost sinn og aðstöðu.
Hún er reglulegur gestur í bókabílnum. Fær 16 ferðir í mánuði með ferðabíl fatlaðra til að fara sín erindi eftir að henni tókst að selja 10 ára gamlan bíl sem hún átti, en á vetrum var bíllinn ónotaður því hún sér svo illa að hún var hætt að keyra. Hún nýtur tónlistar í útvarpi og á geisladiskum og kassettum frá fyrri tíð. Saumar og prjónar og reynir að sjá hið bjarta í tilveru sinni. Horfir á Eurovision eins og við hin, tárast yfir fallegum sögum og biður fyrir fólki í vanda. Hugsar vel um vini sína og gætir þess lifa í sátt við aðra.
Svöng helminginn af mánuðinum
Þessi kona er svöng frá 15. hvers mánaðar. Og fæðan sem hún kaupir inn er ekki af hæsta gæðaflokki. Hún hefur leitað eftir mataraðstoð hjálparsamtaka en þau skref eru afar þung. Hún hefur leitað allrar aðstoðar sem mögulegt er í félagslega tryggingarkerfinu sem 75% öryrki. Hún er afar þakklát fyrir það og reynir að halda sjálfstæði sínu og virðingu eins mikið og hún getur. Börnin hennar hafa reynt að styðja hana fjárhagslega eins og þau geta. Á síðustu 30 árum hefur hún ferðast tvisvar til Spánar og þar með eru hennar ferðalög erlendis upptalin.
Móðir mín hefur ekki keypt sér föt að neinu ráði í mörg ár, þau föt sem hún á eru föt sem börnin hennar kaupa með henni og fyrir hana, föt sem vinkonur hennar mega sjá af og föt frá hjálparstofnunum. Hún er löngu komin á tíma með nýjar gervitennur sem kosta fúlgu fyrir hana. En á meðan hún borgar af heyrnartækjum og gleraugum getur hún ekki leyft sér þann munað að líða vel í munninum með heilar gervitennur.
Hún biður fyrir fólki sem á bágt, sýnir mikinn samhug með samfélaginu og er með hjarta úr gulli. Hún er yndisleg amma 12 barnabarna sinna, kennir þeim að meta lestur bóka og gamlar bíómyndir, spillir þeim með ís og nammi þegar þau koma í heimsókn og óskar sér heitt að geta gefið þeim gjafir en þau eru hæstánægð með lopasokka frá ömmu sinni.
Heldur fjárútlátum til haga
Móðir mín hefur haldið fjárútlátum sínum til haga í fjölda ára. Hún er reglusöm, hefur aldrei reykt né drukkið áfengi. Svona lítur venjulegur mánuður út hjá móður minni sem fær öryrkjabætur frá íslenska ríkinu til að lifa sem manneskja.
Útgjöld í meðalmánuði
Staðan er slæm í dag hjá henni og versnar þegar greiðslur vegna sölu á bílnum hennar hætta að berast, þá getur hún ekki leyft sér þann munað að kaupa sér mat alla daga mánaðarins eða annan lúxus" eins og sjúkranudd, kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum, fara í klippingu eða slíkt.
Föt, skór, snyrtivörur, húsgögn eða fallegir innanstokksmunir eru vörur sem öryrkjar geta ekki leyft sér nema örsjaldan að litlu leiti. Móðir mín sefur í gömlu rúmi sem er frá árinu 1988, húsgögn keypt notuð að mestu leiti. Nýlega datt hún í lukkupottinn í íbúðarmálum og fékk að flytja úr íbúð sinni í sömu stærð af íbúð, sem var með bakaraofni og viftu, en í 12 ár bjó hún í íbúð með tvær hellur til að elda.
Hvernig verða jólin?
Sjúklingar eins og mamma mín sem borga samviskusamlega húsakost sinn, öryggishnappinn, tryggingar og lyf í forgangi hafa lítið úr að spila með það sem eftir situr. Vill hún borða næringarríkan mat eða kaupa sér nærbuxur og sokka þennan mánuðinn?
Hvernig verða jólin, yfirleitt tvær ferðir í mataraðstoð í desember til að segja afgangsaurinn í jólagjafir. Hvað skyldu börnin geta lagt í púkk þennan mánuðinn? Börnin sem sitja í eignum sínum þar sem eignarhlutinn hefur fuðrað upp í verðbólgu, matarkostnaður barnafjölskyldna rokið uppúr öllu valdi, kostnaður við leikskóla drjúgur partur af tekjum.
Þarna eru uppkomin börn á aldrinum 30-40 ára sem sem hafa upplifað móður sína lifa lífi sínu eins vel og hún getur síðustu 20 árin en þó án þess að lifa því í raun eins og manneskja sem hefur rétt á tilveru sinni á Íslandi.
Móðir mín á marga vini sem eru líka sjúklingar og hafa svipaða sögu að segja. Hvar er ríkistjórnin, getum við ekki í það minnsta hugsað vel um öryrkja, ellilífeyrisþega og þá sem minna mega sín.
Þarf þetta að vera svona niðurlægjandi líf?
Ég hlýt að velta því fyrir hvað það er sem við erum að gera rangt ?
Kær kveðja,
Dóttir öryrkjamóður sem lifir með sorg hjarta yfir aðstöðu móður sinnar
Innfært F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2012
Mætum öll í 1. maí gönguna
ÖBÍ tekur þátt í 1. maí hátíðarhöldunum.
Kl.13.00 Hittumst á bílaplani fyrir ofan Hlemm og tökum spjöld eða fána.
Kl.13.30 Ganga hefst höldum hópinn alla leið niður á Ingólfstorg.
Bíll verður við Velferðarráðuneytið (Hafnarhúsið) þar sem fólk skilar spjöldum og fánum og verður hann merktur ÖBÍ.
Innsett: F.S.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2012
Vandamál öryrkja á Norðurlöndum
http://www.visir.is/vandamal-oryrkja-a-nordurlondum/article/2012704219993
Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi:
Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist fleksjob. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin fleksjob er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku.
Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.
Reglur á Íslandi
Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.
Skortur á aðstoð
Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.
Brýnt að leysa sem fyrst
Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru.
ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við.
Innsett: F.S.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ.
af obi.is
24.1.2012
Ásamt samantekt um starf starfshópsins
Á aðalstjórnarfund i ÖBÍ 19. janúar 2012 fjallaði Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, um bókun ÖBÍ á fundi starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga 13. janúar sl. og vinnu starfshópsins, og lagði eftirfarndi texta þar fram:
Á fundi starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga þann 13. janúar sl. lögðu fulltrúar ÖBÍ fram bókun þess efnis að ÖBÍ muni ekki taka þátt í þeirri vinnu sem fram fer í starfshópnum á meðan ekki sé tekið tillit til sjónarmiða bandalagsins. Ekki er um formlega úrsögn að ræða og munu fulltrúar ÖBÍ áfram fá fundarboð með dagskrá og fundargerðir til að geta fylgst með og metið framvindu mála.
Bókun ÖBÍ
Markmið Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) er að bæta lífskjör öryrkja. Í því sambandi skiptir meginmáli sú fjárhæð sem kemur í hlut öryrkja, en ekki hvort hún er greidd úr einum bótaflokki eða fleirum.
Fjórða árið í röð, allt frá 1. janúar 2009, hækka ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar sem eiga að vernda afkomu lífeyrisþega.
Lífeyrisgreiðslur ná því hvorki að halda í við verðlagshækkanir né launaþróun síðustu ára. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar verulega þann 1. júlí 2009.
Af þeim sökum hafa margir lífeyrisþegar orðið fyrir enn frekari skerðingum.Lífeyrisþegar urðu fyrstir fyrir skerðingum strax í upphafi kreppunnar og þá með sérstöku loforði um að kjör þeirra yrðu leiðrétt um leið og land færi að rísa á ný. Þá var talað um 3ja ára tímabil sem nú er liðið. Nú eru horfur í efnahagsmálum jákvæðar og tími til kominn að leiðrétta kjör öryrkja.
Í ljósi þessa er það lágmarkskrafa ÖBÍ að stjórnvöld skili öryrkjum sem fyrst því sem þeim ber skv. lögum um almannatryggingar áður en hugað verður að uppstokkun á núverandi bótakerfi. Þessu til viðbótar þarf að leiðrétta frítekjumörk og tekjuviðmið og draga til baka þær skerðingar sem settar voru um mitt ár 2009.
Án leiðréttinga í þá veru sem að framan eru raktar er ábyrgðarlaust af hálfu ÖBÍ að taka frekari þátt í vinnu við svonefnda endurskoðun almannatryggingalaga, enda sé henni þá augljóslega ætlað að festa í sessi þær alvarlegu skerðingar sem stjórnvöld hafa kosið að láta öryrkja bera.
Um vinnu starfshópsins
Endurskoðunin hefur tekið langan tíma en starfshópurinn hóf störf í maí í fyrra. Fulltrúi ÖBÍ hefur tekið virkan þátt í starfi nefndarinnar, mótmælt þegar það á við og lagt fram bókanir með sjónarmiðum ÖBÍ. Þrátt fyrir það er talið fullreynt að okkar sjónarmið náist í gegn.
Markmið með endurskoðun laganna er að bæta rétt lífeyrisþega en þær tillögur sem lagðar hafa verið fram varðandi ellilífeyrisþega eru ekki til þess fallnar að gera það. Þar var lagt til að sameina þrjá bótaflokka (grunnlífeyrir, tekjutryggingu og heimilisuppbót), minnka lítillega jaðaráhrif annarra skattskyldra tekna á sérstakri framfærsluuppbót og fella niður frítekjumörk sem setur fólk í enn meiri fátæktargildru.
Starfshópnum er gert að vinna með tillögur að breytingum á almannatryggingakerfinu með 0 lausn í huga sem þýðir tilfærslu á fjármunum milli lífeyrisþega, þ.e. greiðslur eru lækkaðar hjá einum ellilífeyrisþega til að hækka lítillega hjá öðrum.
Eftir mikla andstöðu við þá leið sem fundin var fyrir ellilífeyrisþega var lögð fram tillaga með viðbótarfjármagni, samtals 2,3 milljarðar. Síðar kom í ljós að um er að ræða fjármagn sem ætlað var að nota til að uppfylla samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóðanna um hækkun frítekjumarks á tekjutryggingu vegna lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega. Til að ná fram auknum sparnaði var lagt til að afnema öll frítekjumörk. Þessi leið stangast á við áðurnefnt samkomulag. Tillagan var samþykkt innan starfshópsins með meirihluta atkvæða en fulltrúi ÖBÍ greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Það er okkar mat að 0 lausn, miðað við þær aðstæður sem við búum við í dag, sé ekki forsvaranleg með það í huga að bætur lífeyrisþega hafa ítrekað verið skertar frá bankahruni. Þau vinnubrögð sem viðhöfð eru geta leitt til þess að festa í sessi þær alvarlegu og margvíslegu skerðingar sem öryrkjar hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Það er krafa okkar að sett verði aukið fjármagn inn í kerfið við endurskoðun laganna.
Um starfshópinn.
Í starfshópnum eru fulltrúar allra þingflokka, samtals 7 manns, en Vinstri hreyfingin grænt framboð og Samfylkingin eru með tvo fulltrúa hvor. Tveir fulltrúar eru frá ÖBÍ (var einn fram að áramótum), einn fulltrúi Landssambands eldri borgara og einn fulltrúi Þroskahjálpar. Formaður starfshópsins er Árni Gunnarsson, fyrrum alþingismaður.
ÖBÍ fór fram á það að fjölga fulltrúum bandalagsins í starfshópnum og fékk að bæta við einum fulltrúa um síðustu áramót.
Fulltrúar ÖBÍ:
Aðalmenn: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Garðar Sverrisson.
Varamenn: Sigurjón Sveinsson og Guðrún Hannesdóttir.
17. janúar 2012
Lilja Þorgeirsdóttir
innsett: F.S.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
268 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar