Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 11. mars 2014
Þórður: Þýðir ekki að reyna að toga fólk aftur í fortíðina
VBSjónvarp
Edda Hermannsdóttir - edda@vb.is 31. október 2013 kl. 11:06
Hér má sjá fyrirlesturinn í heild. http://www.vb.is/frettir/97817
Fjölmiðlafyrirtæki verða að aðlagast eða þau munu deyja, segir ritstjóri Kjarnans.
Fjallað var um nýsköpun í fjölmiðlum á fundi Klaks Innovits.
Áskrifendum að sjónvarpsstöðum hefur fækkað gríðarlega hratt. Fólk vill ekki láta bjóða sér upp á það að sjónvarpsstjóri ákveði á hvaða tíma og í hvaða röð fólk horfir á efni. Fólk er ekki tilbúið að borga 17 þúsund fyrir pakkann hjá Stöð 2 þegar það getur borgar þúsund krónur fyrir Netflix. Það segir sig sjálft." Þetta sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Fjölmiðlafyrirtæki verða að aðlagast eða þau munu deyja."
Fjallað var um nýsköpun í fjölmiðlum í Nýsköpunarhádegi Klaks Innovits á þriðjudaginn. Þórður fjallaði þar um fjölmiðla dagsins í dag ásamt Rakel Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Spyr.is.
Innsett: F.S.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. október 2013
Stofnuð verða Hollvinasamtök Reykjalundar
Umfjöllun á Bylgjunni: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP21713
Að undanförnu hefur komið saman hópur fólks, m.a. þeir sem notið hafa endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar með hlýjar taugar til starfseminnar undir Helgafelli, til að undirbúa stofnun hollvinasamtaka Reykjalundar.
Búið er að mynda undirbúningsstjórn en samtökin verða stofnuð formlega á hátíðarfundi að Reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna eru upphaflegir hvatamenn að stofnun hollvinasamtakanna.
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands, er í eigu SÍBS og tók til starfa árið 1945. Þar vinna um 200 manns í 160 stöðugildum og árlega njóta um 1.200 sjúklingar þar endurhæfingar í fjórar til átta vikur í senn. Á göngudeild Reykjalundar koma fjögur til fimm þúsund manns á hverju ári, alls staðar að af landinu. Meginhlutverk hollvinasamtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun og fjárstuðningi frá öðrum aðilum sem vilja leggja starfseminni lið.
Vantar aukið fjármagn
Enda þótt ætíð hafi verið lögð á það rík áhersla að viðhalda eignum Reykjalundar með reglulegu viðhaldi og fjárfestingum bíða engu að síður brýn viðhaldsverkefni úrlausnar sem ekki hefur tekist að ráðast í vegna fjárskorts. Þar á meðal er endurnýjun á þökum og gluggum vegna lekavandamála, endurnýjun vatns- og skolplagna auk endurnýjunar á endurhæfingar- og lækningatækjum og ýmsum tölvubúnaði. Fjárveitingar hafa verið skornar niður um 20%, eða um 300 milljónir króna. Hefur verkefnalistinn því lengst sem því nemur. Yfir 200 milljónir króna kostar nú að ráðast í þau viðhaldsverkefni sem nú teljast brýn. Ekki síst af þessum þessum ástæðum leitum við til alls almennings um þátttöku í væntanlegum hollvinasamtökum.
Meðalaldur sjúklinga aðeins 50 ár
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands og hún þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi hafa þúsundir veikra einstaklinga náð heilsu sinni á ný eftir áföll af ýmsu tagi. Meðalaldur sjúklinga er einungis um fimmtíu ár og má því ljóst vera hversu mikilvægu samfélagshlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komast aftur út á vinnumarkaðinn. Margir Sunnlendingar eru þar á meðal, sem náð hafa heilsu sinni á ný eftir dvöl á Reykjalundi.
Sem flestir séu með
Það er von okkar sem stöndum að undirbúningi þessa brýna hagsmunamáls að sem flestir landsmenn, hvar sem er á landinu, gangi til liðs við Hollvinasamtök Reykjalundar. Samtakamáttur margra getur lyft grettistaki eins og dæmin sanna. Í þeim efnum hafa Íslendingar oft sýnt mátt sinn.
Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar
Í undirbúningsstjórn eru:
Haukur Fossberg Leósson framkvæmdastjóri
Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS
Auður Ólafsdóttir, varaformaður SÍBS
Ásbjörn Einarsson verkfræðingur
Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður
Jón Ágústsson skipstjóri
Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona
Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri
Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
Áhugavert myndband um Múlalund.
Hér að neðan er tengill á umfjöllun um Múlalund sem sýnd var í þættinum Tölvur, tækni og vísindi á ÍNN fyrir nokkru síðan.
http://www.youtube.com/watch?v=euazpOELMos
innsett F.S.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. desember 2010
Um 62% fólks með örorkumat hefur innan við 200 þúsund krónur á mánuði til ráðstöfunar.
22.12.2010
Stöð2 sýndi í gær, 21. desember, nýja hlið á kjörum öryrkja, sem er að hluta nær staðreyndum, enn er þó framsetningin villandi.Í frétt þeirra segir meðal annars að tölurnar sýni það sem menn fá í vasann, ?eina sem getur bæst við eru húsaleiga, barna- og vaxtabætur, rétt eins og hjá fólki á vinnu markaði."
ÖBÍ hefur áræðanlegar upplýsingar um að inn í þeim uppgefnum tölum frá TR sem Stöð2 styðst við, séu einnig meðtaldar greiðslur meðlags, mæðralauna, dánarbóta, umönnunarbóta og annarra uppbóta sem fámennur hópur einstaklinga á rétt á vegna sérstakra aðstæðna.
Meðlag, mæðralaun, umönnunarbætur og dánarbætur er greiðslur sem allir almennir launamenn eiga rétt á ef þeir eru í slíkri stöðu. Þessar tölur þyrfti því að aðgreina í umræddu dæmi Stöðvar2.
Í frétt Stöðvar2 er þess einnig getið að 757 öryrkjar fari yfir 350 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuð (þ.e. tekjur eftir skatta). ÖBÍ vill benda á að allir þeir öryrkjar sem hafa í launa-, lífeyris- eða fjármagnstekjur kr. 331.778 (fyrir skatta) eða hærri, fá enga bætur almannatrygginga frá TR þar sem tekjutengingaráhrif hafa þá skert bætur lífeyrisþegans niður í núll. Þeir 757 öryrkjar sem tilgreindir eru í fréttinni sem hátekjumenn greiða því skatta og skyldur jafnt á við aðra launamenn í landinu. Sá fjöldi sem er í þessari stöðu mun vera hærri eða um 900 manns, samkvæmt nýlegum upplýsingum TR til ÖBÍ.
TR skjal -skerðingaráhrif tekna á bætur (opnast í nýjum vafra)
Fjármagnstekjur og skerðingar.
Loks má geta þess að allir öryrkjar sem fá fjármagnstekjur (vexti, verðbætur) af sínum bankareikningi greiða sömu skatta og aðrir þegnar þessa lands. Einnig eru bætur þeirra skertar vegna þessara tekna krónu á móti krónu, ef þeir fá uppbót á framfærslu (á við þá sem lægstu bæturnar hafa). Launamenn verða hinsvegar ekki fyrir því að laun þeirra séu skert þó nokkrar krónur fáist í vexti á ári.
Reiknivél TR fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málin betur. (opnast í nýjum vafra)
Frétt Stöðvar2 þann 21. desember.
Innsett F.S.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. október 2010
Endalok velferðarkerfisins?
Af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/624
12.10.2010
Öryrkjar hafa fengið meira en nóg! Staða örorkulífeyrisþega hefur versnað til muna í kreppunni segir m.a. í grein formanns ÖBÍ og framkvæmdastjóra ÖBÍ sem birtist í Morgunblaðinu 11. október.
Öryrkjar hafa fengið meira en nóg!
Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir er mikið reiðarslag fyrir fjölda öryrkja og ellilífeyrisþega, en þar er gert ráð fyrir enn meiri skerðingum en orðið er. Slík aðgerð er ekki í anda þeirrar ríkisstjórnar sem kjörin var í síðustu kosningum með fyrirheit um að verja velferðarkerfið. Þau loforð hafa engan veginn staðist.
Staða örorkulífeyrisþega hefur versnað til muna í kreppunni. Frá því í janúar 2009 hafa umtalsverðar tekjuskerðingar átt sér stað í almannatryggingakerfinu. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og reglugerðum ásamt túlkun og framkvæmd þeirra, sem hafa komið illa niður á öryrkjum og sjúklingum. Mörg mál sem koma inn á borð ráðgjafa Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) eru mjög erfið viðureignar, því kerfið er mun flóknara en áður og fólk nær ekki að framfleyta sér á lágum bótum, á sama tíma og útgjöld hafa aukist í heilbrigðiskerfinu. Fólk talar um verulega skert lífsgæði og vanlíðan sem þessu fylgir.
Svo virðist sem öryrkjar séu sá hópur sem eigi að rétta af gjaldþrot þjóðarbúsins, á sama tíma og milljarðar eru afskrifaðir í íslenska bankakerfinu, hjá ráðamönnum og öðrum tengdum aðilum, er njóta forgangs í íslensku samfélagi.
Lífsnauðsynleg leiðrétting
Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum leiðréttingum á greiðslum almannatrygginga um næstu áramót annað árið í röð. Um lífsviðurværi fólks er að ræða sem þarf að treysta á velferðarkerfið vegna örorku eða langvarandi veikinda. Mikil vonbrigði eru fólgin í því að stjórnvöld brjóti lög sem sett voru til að lífeyrir fylgdi verðlagi.
ÖBÍ krefst þess að stjórnvöld hækki bætur almannatrygginga um að lágmarki 18-20% en með því væri lögum framfylgt. Bætur almannatrygginga hafa ekki hækkað frá 1. janúar 2009, þegar þær hækkuðu hjá flestum um tæplega 10% en hefðu átt að hækka um nær 20%. Þann 1. janúar sl. voru bætur frystar og í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er ekki gert ráð fyrir neinum leiðréttingum á kjörum öryrkja þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 28% frá því í janúar 2008 til ágúst 2010. Því er alveg ljóst að kjör öryrkja eru langt undir fátæktarmörkum sé miðað við skilgreiningu á hugtakinu fátækt innan Evrópusambandsins.
Skerðingar á bótaflokkum
Greiðslur sem lífeyrisþegar fá úr almannatryggingakerfinu eru 153.400 kr. fyrir skatt fyrir þá sem búa með öðrum og 180.000 kr. fyrir þá sem búa einir. Eins og gefur að skilja, þá duga slíkar bætur engan veginn í þeirri kreppu sem nú ríkir. Hluti af þessum greiðslum er bótaflokkur sem heitir sérstök uppbót til framfærslu" sem er án frítekjumarks þannig að aðrar bætur skerða bótaflokkinn krónu á móti krónu. Jafnvel þeir öryrkjar sem fá bensínstyrk vegna hreyfihömlunar lenda í slíkum skerðingum. Ein undantekning er þó á þessari reglu, sem tók gildi 1. júlí sl., eftir mikinn þrýsting frá ÖBÍ, en það er sérstök uppbót vegna mikils lyfja- og lækniskostnaðar. Nauðsynlegt er að undanskilja fleiri bótaflokka sem fólk fær vegna mikils kostnaðar sem hlýst af fötlun eða sjúkdómum. ÖBÍ hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að breyta skerðingarákvæðum bótaflokksins sem var komið á rétt fyrir bankahrun en hann heldur fólki í viðjum fátæktar.
Óréttlátar tekjutengingar
Vert er að minnast þess mikla áfalls þegar lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum tóku gildi þann 1. júlí 2009. Lögin höfðu víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir fjölda öryrkja og ellilífeyrisþega sem urðu fyrir talsverðum skerðingum á bótum almannatrygginga með aðeins tveggja daga fyrirvara. Tekjutengingar jukust þannig að bætur skertust meira og fyrr en áður. Nýmæli tóku einnig gildi þegar lífeyrissjóðstekjur tóku að skerða grunnlífeyri" og einnig bótaflokkinn aldurstengd örorkuuppbót". Breytingin leiddi til þess að margt fólk missti ákveðin réttindi sem þeim bótaflokkum fylgdu s.s. niðurgreiðslu á sjúkraþjálfun, tannlæknakostnaði, iðjuþjálfun o.fl. ÖBÍ mótmælti harðlega þessum aðgerðum en stór hópur lífeyrisþega varð fyrir skerðingum, sem í sumum tilvikum voru hlutfallslega hærri en hátekjuskatturinn sem síðar var lagður á launþega með yfir 700.000 kr. í tekjur á mánuði.
Aukin greiðsluþátttaka sjúklinga
Aukin greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur einnig komið niður á öryrkjum og sjúklingum. Sem dæmi þá var reglum um kostnaðarþátttöku sjúklinga í sjúkra-, iðju- og talþjálfun breytt 1. október 2009, sem jók kostnað sjúklinga enn frekar. Jafnframt eru dæmi þess að fólk geti ekki keypt nauðsynleg hjálpartæki, þar sem kostnaðarhlutdeild sjúklinga miðast við ákveðna prósentu af kaupverði sem hefur hækkað verulega vegna gengishrunsins. Í sumum tilvikum greiðir Tryggingastofnun ríkisins ákveðna upphæð í hjálpartækjum, sem hefur ekki breyst þrátt fyrir miklar verðhækkanir og eru heyrnartæki dæmi um slíkt. Hækkunin lendir á þeim sem þurfa að nota tækin.
Skerðingar lífeyrissjóðanna
Til viðbótar við þær skerðingar sem stjórnvöld hafa komið á hafa öryrkjar og ellilífeyrisþegar orðið fyrir skerðingum hjá mörgum lífeyrissjóðum í kjölfar kreppunnar sem eru á bilinu 7-19%. Þessu til viðbótar hafa margir lífeyrissjóðir skert bætur öryrkja sérstaklega frá árinu 2006 þrátt fyrir hörð mótmæli ÖBÍ. Þeir lífeyrissjóðir sem um ræðir tóku mið af greiðslum almannatrygginga við útreikning bóta sem hefur leitt til þess að þær hafa lækkað umtalsvert. Lægri lífeyrissjóðsgreiðslur geta leitt til þess að fólk fái hærri greiðslur úr almannatryggingakerfinu, en einungis að litlum hluta, sem síðar leiðir til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur skerðast enn frekar. Víxlverkunin hefur leitt til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur hafa fallið niður hjá mörgum. Skerðingin hefur bitnað mest á þeim öryrkjum sem hafa lægstu tekjurnar og hefur að auki haft aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. Til að sporna við þessu rak ÖBÍ prófmál gegn lífeyrissjóðnum Gildi. Málið fór fyrir Héraðsdóm og vannst sigur í málinu. Gildi áfrýjaði til Hæstaréttar sem úrskurðaði lífeyrissjóðnum í vil. Það voru mikil vonbrigði, enda varðar þessi niðurstaða fjölda öryrkja sem bíða eftir því að fá leiðréttingu sinna mála. ÖBÍ hefur ákveðið að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu og hefur umsókn verið send með ósk um að málið verði tekið fyrir. ÖBÍ hefur ítrekað bent stjórnvöldum á það óréttlæti sem í þessu felst og á erfitt með að skilja ástæðu þess að ekki sé búið að setja lög sem kveða á um ólögmæti slíkra skerðinga. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir kemur fram að ráðgert er að samkomulag náist við lífeyrissjóðina um að þeir líti ekki til bóta almannatrygginga við samanburð á tekjum öryrkja. Reynslan sýnir að taka beri slíkar yfirlýsingar með fyrirvara.
Erfið staða öryrkja
Eins og gefur að skilja eru mál þeirra sem leita til ráðgjafa ÖBÍ mun erfiðari nú en áður. Öryrkjar, sem margir hverjir bjuggu við kröpp kjör í góðærinu, eiga ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum þegar föst gjöld eins og lán og/eða húsaleiga hefur verið greidd. Greinilegt er að stjórnvöld skortir heildarsýn og skilning á aðstæðum öryrkja.
ÖBÍ fer fram á það við stjórnvöld að breytingar verði tafarlaust gerðar á fjárlagafrumvarpinu til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að reiða sig á velferðarkerfið. Slíkar skerðingar á kjörum fólks koma alltaf verst niður á þeim sem síst skyldi. Það er mikil áhætta fólgin í því að hópur fólks lifi við sára fátækt sökum fötlunar eða heilsubrests. Slíkur ráðahagur getur leitt til samfélagslegs tjóns sem verður ekki bætt. Það má öllum vera ljóst að ekki hefur verið staðið vörð um kjör öryrkja á þessum erfiðu tímum. Það er spurning hvort endalok íslenska verferðarkerfisins séu runnin upp.
7. október 2010
Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ.
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ.
innsett FS
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Ályktun Umferðarráðs
Ályktun 228. fundar Umferðarráðs
228. fundur Umferðarráðs haldinn þann 29. október 2009 hvetur alla vegfarendur til að vera eins sýnilegir í umferðinni og kostur er í skammdeginu. Umferðarráð bendir á að endurskinsmerki gagnast mjög vel í þessu skyni. Þau eru ódýr og einföld í notkun. Umferðarráð áréttar að sérhver sem er á ferð í rökkri eða myrkri og ber endurskin sést margfalt betur og fyrr en sá sem er án þess. Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sjá til þess að þau séu sýnileg á leið sinni í skólann á morgnana og einnig þegar þau eru á ferð síðdegis eða að kvöldlagi.
Umferðarráð minnir einnig á reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla þar sem fram kemur að reiðhjól skuli búin ljósi að framan og að aftan auk glitmerkja, ef þau eru notuð í myrkri eða skertu skyggni.
Umferðarráð beinir þeim tilmælum til ökumanna að aka ávallt eftir aðstæðum og huga sérstaklega að gangandi og hjólandi vegfarendum í myrkri.
Umferðarráð hvetur jafnframt menntastofnanir barna og ungmenna, gangandi vegfarendur, reiðhjólamenn og hestamenn til að leggjast á eitt með Umferðarráði, Umferðarstofu og lögreglu til þess að koma þessum málum til betra horfs svo bæta megi umferðaröryggi allra vegfarenda.
Innsett F.S.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. október 2009
Nýr formaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon.
24.10.2009 http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/488
Guðmundur Magnússon var í dag kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi þess.
Tvei voru í kjöri Guðmundur sem hlaut 43 atkvæði og Sigursteinn R. Másson sem hlaut 30 atkvæði.
Guðmundur er fulltrúi SEM samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í stjórn ÖBÍ og var varaformaður ÖBÍ.
Í hans stað var kjörin til varaformanns í eitt ár, Hjördís Anna Haraldsdóttir frá Félagi heyrnarlausra.
Aðrir sem kjörnir voru í framkvæmdastjórn ÖBÍ að þessu sinni voru Grétar Pétur Geirsson, til gjaldkera.
Tveir meðstjórnendur þau Sigríður Jóhannsdóttir frá Samtökum sykursjúkra og Sigurður Þór Sigurðsson frá Ás styrktarfélagi.
Þrír varamenn voru kjörnir þau Frímann Sigurnýasson frá SÍBS, Halla B. Þorkelsson frá Heyrnahjálp og Sigrún Gunnarsdóttir Tourette samtökunum á Íslandi.
Innsett: F.S.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Tvöföld afmælisveisla 22. ágúst SÍBS og NHL eiga afmæli
Frétt af SÍBS.is
Reykjalundur
Á þessu ári fagnar SÍBS 70 ára afmæli sínu og jafnframt eiga NHL, norrænu hjarta- og lungnasamtökin 60 ára afmæli, en þau voru stofnuð á Reykjalundi í ágúst árið 1948.
Af þessu tilefni verður efnt til afmælisveislu á Reykjalundi þann 22. ágúst n.k. Þar verður hátíðardagskrá með tónlistar- atriðum og ræðuhöldum og síðan veislukaffi eins og sæmir á stórafmælum. Á þriðja hundrað manns verður boðið til veislunnar. Í tengslum við þessi tímamót er svo vinnufundur NHL hér á landi, en SÍBS hefur verið aðili að þessu norræna samstarfi frá byrjun.
( Innsett/uppsetning F.S.)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Stefna í málefnum aldraðra til næstu ára
27.6.2008 http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3862
Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.
Ráðgjafarhópur sem félags- og tryggingamálaráðherra fól að gera tillögur um helstu áherslur sem leggja bæri til grundvallar við mótun stefnu í málefnum aldraðra til næstu ára hefur skilað tillögum sínum. Þar eru grundvallaráherslurnar skýr réttindi, fjölbreytt úrræði, valfrelsi og einstaklingsmiðuð þjónusta.
Tillögurnar voru fengnar samstarfsnefnd um málefni aldraðra til umsagnar og tekur samstarfsnefndin undir tillögur ráðgjafarhópsins og þau markmið sem búa þar að baki og lúta að bættri þjónustu og aukinni uppbyggingu í þágu aldraðra.
Í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá maí 2007 og tillagna ráðgjafarhópsins og vinnu sem fram hefur farið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að undanförnu hefur félags- og tryggingamálaráðherra sett fram eftirfarandi áhersluatriði sem unnið verður að á næstu misserum:
- Aldraðir fái viðeigandi stuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu til að geta dvalið sem lengst á eigin heimili.
- Aldraðir og aðstandendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um réttindi og þjónustu.
- Almannatryggingakerfið verði einfaldað og réttindi aldraðra verði betur skilgreind.
- Réttur aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfsforræðis verði virtur.
- Öldruðum standi til boða fjölbreytt val búsetuforma.
- Dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum verði fjölgað.
- Gæðaviðmið um þjónustu við aldraða verði sett.
- Eftirlit með þjónustu við aldraða verði aukið og bætt.
- Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.
- Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af.
- Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf.
- Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti.
- Tryggt verði að öldrunarþjónustan hafi ávallt á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki.
- Heildarábyrgð á þjónustu við aldraða verði færð til sveitarfélaga eigi síðar en á árinu 2012.
Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unnið að gerð tímasettrar áætlunar um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og verulegri fækkun fjölbýla. Áætlunin verður kynnt innan tíðar.
Tillögur ráðgjafarhóps til félags- og tryggingamálaráðherra um stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára (PDF, 627KB)
Umsögn samstarfsnefndar um málefni aldraðra um tillögur hópsins (PDF, 967KB)
( Öll verðum við gömul og stór hluti virkra félagsmanna Vífils eru jafnframt eldri borgarar. Því fannst mér ástæða til að benda á þessa fréttatilkynningu Félagsmálaráðuneytisins. Ég mæli með því að allir kynni sér plöggin tvo sem nefnd eru í fréttinni, og eru linkar inn á plöggin hér ofar. Hvort sem við erum sammála því sem er verið að stefna að þá er alltaf betra fylgjast með stefnum og straumum, og jafnvel að senda bréf og benda á sínar hugmindir. Innsett+eftirmálu F.S. )
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Fjölgun leiguíbúða
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að veita 5 milljarða króna lánsfjárheimild til Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Ákvörðunin er tekin á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði frá 19. júní síðastliðnum. Heimildin nær til leiguíbúðalána á almennum markaði vegna söluíbúða sem ekki seljast. Leiguíbúðalán verða veitt aðilum í þeim sveitarfélögum þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er fyrir hendi.
Lánað verður til íbúða sem hafa náð að minnsta kosti fokheldisstigi 1. júlí 2008. Til að takmarka útlánaáhættu Íbúðalánasjóðs vegna lánanna verða ekki veitt lán til íbúða í sveitarfélögum þar sem leiguíbúðir fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði standa auðar. Uppfylli íbúðirnar þessi skilyrði getur Íbúðalánasjóður veitt lánsvilyrði en lánin greiðast út þegar íbúðirnar eru fullbúnar og þinglýstur leigusamningur til eins árs liggur fyrir.
Félags- og tryggingamálaráðherra mun óska eftir því við stjórn Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hefji lánveitingar í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar
( Innsett F.S. )
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar