Færsluflokkur: Heimspeki
Miðvikudagur, 30. apríl 2014
5. Mai fræðsluerindi félagsráðs SÍBS
Hvað er markþjálfun
Fræðsluerindi um markþjálfun verður haldið mánudaginn 5. maí 2014 kl 17:00 á annari hæð SÍBS hússins Síðumúla 6 í Reykjavík
Erindið mun svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað er markþjálfun og hvernig leysir markþjálfi úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps?
- Fyrir hvern - hverja er markþjálfun og hvaða gagn er af henni?
- Tegundir markþjálfunar og hvaðan kemur markþjálfun?
- Er hægt að markþjálfa alla?
- Hvernig vel ég mér markþjálfa og hvað er góður markþjálfi? Hvar finnég markþjálfa?
Fyrlesari:
Auðbjörg Reyisdóttir, markþjálfi og hjúkrunarfræðingur
âFræðsluerindið er í boði Félagsráðs SÍBS -ókeypis - og opið ölluâm meðan húsrúm leyfir.
Innsett: F.S.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. september 2013
Enn um hrotur og kæfisvefn.
Af pressan.is
14. sep. 2013 - 17:00
Hrotur gera fólk kinnfiskasogið og ófrítt
Það er ekki nóg með að hrotur haldi mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum oft vakandi heldur gera þær þann er hrýtur kinnfiskasoginn og ófríðan.
Vísindamenn segja að þeir sem þjást af svefntengdu öndunarstoppi, sem einkennist af hrotum og truflunum á andardrætti, séu líklegri til að virðast vera minna aðlaðandi, ekki eins unglegir og ekki eins árvakir og þeir sem sofa hrotulaust.
Í rannsókn sem var framkvæmd á 20 miðaldra sjúklingum sem þjást af hrotum kom fram að þeir sem fengu meðferð við hrotunum voru taldir mun meira aðlaðandi á myndum sem voru teknar af þeim eftir að meðferðinni lauk heldur en áður en hún hófst, þetta átti við í tveimur af hverjum þremur tilvikum. Enni viðkomandi þóttu ekki vera eins þrútin og andlit þeirra ekki eins rauð og fyrir meðferðina, segir á vefmiðli Daily Telegraph.
Vísindamennirnir tóku einnig eftir, en gátu ekki mælt það, að hrukkum á enni hrjótaranna fækkaði eftir að þeir höfðu fengið meðferð við hrotunum. Með því að nota nákvæma andlitsgreiningartækni eins og skurðlæknar nota, og óháðan hóp fólks til að skoða niðurstöðurnar, sást að nokkrum mánuðum eftir að fólk fékk aðstoð við að anda betur þegar það sefur og hætta að þjást af svefnleysi voru marktækar breytingar á enni þess.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of Clinical Sleep Medicine.
Einnig á Pressan.is
Innsett F.S.
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Lausnamiðuð nálgun notuð til að leysa ágreining.
Á þetta ekki við um fleyri staði en vinnuna ?
Þetta hlýtur að eiga við um allskonar hópa.
Lausnarmiðuð nálgun hefur verið mikið notuð í allskonar meðferðarvinnu.
Það þarf samt góða þekkingu og færni til að nota lausnamiðaða nálgun við að leysa ágreining eða til meðferðarvinnu almennt.
F.S.
Svona leysir þú ágreining í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. október 2010
Ályktun Öryrkjabandalags Íslands 23. október 2010
Öryrkjabandalag Íslands skorar á Alþingi að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fyrst og gera þær breytingar á lögum sem þarf samkvæmt nefnd um innleiðingu samningsins. Þar með talið lög er tryggja Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og að fjármagn fylgi einstaklingnum eftir að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga hefur farið fram.
Þær gífurlegu skerðingar sem gengið hafa yfir öryrkja frá bankahruni eru óásættanlegar. Hækka verður lífeyrisgreiðslur um 20% (kr. 36.000,-) og draga til baka þær skerðingar sem settar voru 1. júlí 2009. Taka þarf tillit til að öryrkjar, fatlað fólk og langveikir, búa oft við mikinn auka kostnað vegna fötlunar, veikinda og ferða þeirra er búa á landsbyggðinni. Skattleysismörk hækki í kr. 160.000,- og sett verði lög er koma í veg fyrir lækkun lífeyrisgreiðslna vegna víxlverkana greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða. Hætta verður að skattleggja verðbætur eins og um sé að ræða vexti og hækka þak á frítekjumarki fjármagnstekna lífeyrisþega.
Öryrkjabandalag Íslands mótmælir harðlega þeim áformum að skerða húsaleigubætur, þar sem húsnæðiskostnaður fylgir verðlagi á meðan lífeyrir er frystur eða skertur.
ÖBÍ kallar eftir skilningi stjórnvalda og heildarsýn á kjörum og aðstæðum öryrkja og langveikra.
Ekkert um okkur án okkar!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
33 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 30269
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar