Færsluflokkur: Mannréttindi

Aukin vanskil hjá öryrkjum

http://www.ruv.is/frett/aukin-vanskil-hja-oryrkjum

Fyrst birt: 15.05.2013 12:29, Síðast uppfært: 15.05.2013 18:24

Flokkar: Innlent, Höfuðborgarsvæðið, Heilbrigðismál, Neytendamál, Stjórnmál


Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem leigir út íbúðir fyrir öryrkja, þurfti að afskrifa kröfur upp á tæpar 4,8 milljónir króna í fyrra vegna leiguskulda. Tveimur árum áður þurfti aðeins að afskrifa ríflega hálfa milljón.

Leigjendur hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafa undanfarin ár staðið frammi fyrir því að sífellt stærri hluti af tekjum þeirra fer í að borga leigu. Það má rekja meðal annars til þess að leigan er vísitölutengd og hefur því síðustu fimm árin hækkað um 37 prósent. Á sama tíma hafa húsaleigubæturnar aðeins hækkað um 9,5 prósent og aðrar greiðslur til öryrkja hafa ekki heldur haldið í við verðlag. Sem dæmi greiðir sá sem var með 50 þúsund króna leiguíbúð fyrir fimm árum yfir 50 prósentum meira í leigu á mánuði nú en þá, þegar búið er að draga húsaleigubæturnar frá leigunni.

Samkvæmt ársreikningum Brynju var ríflega hálf milljón af útistandandi kröfum vegna húsaleigu afskrifuð árið 2010. Í fyrra var þessi upphæð orðin 4,7 milljónir, næstum því níu sinnum hærri upphæð.

Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, sagði í samtali við fréttastofu að þessi staða hefði haft veruleg áhrif á skjólstæðinga sína. Hússjóðurinn hefði verið liðlegur við þá sem lentu í vandræðum og til dæmis reynt að semja um að dreifa greiðslunum. Það dygði þó ekki alltaf til og þegar allt um þryti yrði að grípa til útburðar. Nokkur slík tilvik hafi komið upp. Björn segir nauðsynlegt fyrir hússjóðinn að vísitölutengja leiguna þar sem verðtryggð lán hvíli á íbúðunum sem sjóðurinn verði að geta staðið skil á.

Það eykur svo enn á vandann að Reykjavíkurborg býður upp á sérstakar húsaleigubætur, en einungis þeir sem leigja hjá Félagsbústöðum njóta þeirra. Þegar er í gangi málarekstur út af þessu, en ekki er búist við að niðurstaða komi í það mál fyrr en í haust.







Þurfti ad borga 75 þúsund i tryggingu til ad fa hjolastol.

 

http://www.visir.is/thurfti-ad-borga-75-thusund-i-tryggingu-til-ad-fa-hjolastol/article/2013130318915


Vísir Innlent 19. mars 2013 18

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir.

 

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir. Horfa á myndskeið með frétt Erla Hlynsdóttir skrifar Kona með taugasjúkdóm gagnrýnir að hún hafi þurft að gangast í 75 þúsund króna ábyrgð til að fá lánaðan hjólastól í Kringlunni. Ástæðan fyrir tryggingagjaldinu er að hjólastólum í Kringlunni hefur ítrekað verið stolið.

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir.

Hún útskrifaðist nýverið með meistaragráðu í fötlunarfræðum, en ritgerðin hennar fjallaði einmitt um aðgengi fólks í hjólastól að samfélaginu, og er henni málið því hugleikið.

„Þarna fór ég bara í Kringluna með mína hækju en sleppti því að taka með mér hjólastól. Svo, eins og vill stundum gerast, dróst ferðin á langinn og eftir að hafa farið í svolítið margar búiðir var ég orðin mjög þreytt," segir Steinunn Þóra.

Hún settist þá niður á kaffihúsi og móðir hennar fór að þjónustuborði Kringlunnar til að sækja hjólastól.

„En þá kom í ljós að til þess að fá lánaðan hjólastól, þá þarf maður að gangast í ábyrgð fyrir 75 þúsund króna tryggingu. Okkur fannst það nú svona heldur mikið."

Fólk getur valið um að leggja fram fimm þúsund krónur í reiðufé. Ef það er ekki til staðar þarf fólk að vera með kreditkort sem er straujað á gamla mátann og kvittun fyrir 75 þúsund krónum haldið eftir, en hún rifin þegar stól er skilað.

„Og jafnvel þó það séu aldrei teknar út þessar 75 þúsund krónur, þá ef maður setur þetta í samhengi þá fæ ég útborgaðar örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins 210 þúsund krónur mánðarlega, og þetta er þriðjungur af þeirri upphæð."

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi sé að það hafi ítrekað komið fyrir að fólk hreinlega steli hjólastólunum.
Fréttastofa hafði samband við Smáralind og þar þarf ekki að leggja fram tryggingafé.
Steinunn segir að hún hefði verslað ívið meira ef hún hefði fengið hjólastól.

„Ætli ég hefði ekki verið í Kringlunni talsvert lengur og farið í fleiri búðir og verslað meira."

 Innsett: F.S.

 


Fundur ÖBÍ með framboðum til Alþingis.

 

Fá allir að sitja við sama borð?

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hver er afstaða framboða til Alþingis?

 

Hilton Reykjavík Nordica, A salur

 miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013.  Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.

 

Framsöguerindi

Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ

Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ

 

Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá

Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands

Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar

Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands

 

 

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson

 

Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar

 

Táknmáls- og rittúlkun í boði

 

Allir velkomnir!


Tekið af öldruðum og fært ungum........

H�nahorni�

Pistlar | 09. nóvember 2012 - kl. 15:48

Tekið af öldruðum og fært ungum � jafnaðarstefna?

Eftir Kristinn H. Gunnarsson

Fjölskyldufólk er greinilega mikilvægasti kjósendahópurinn. Einhverra hluta vegna eru aldraðir og sjúkir ekki  jafnmikilvægir í augum stjórnmálaflokkanna. Stjórnarflokkarnir hafa á kjörtímabilinu vaðið í gegnum og  eld og brennistein  til þess að koma fram, að þeirra mati nauðsynlegum niðurskurði og samdrætti í heilbrigðiskerfinu og greiðslum almannatrygginga til aldraðra og öryrkja. Nú þegar kosningar eru framundan gefa þeir  fyrirheit um að unnt verði á komandi árum að auka útgjöld  � nei ekki til aldraðra heldur til hækkunar barnabóta. Framsóknarflokkurinn gengur enn lengra og heldur áfram að lofa hundruðum milljarða króna úr ríkissjóði til þess að greiða íbúðaskuldir en minnist ekki á kjör gamla fólksins, tryggasta kjósendahóps flokksins um áratugi.

Þetta er mikið áhyggjuefni, þar sem  þarna verður æ ljósari þróun sem verið hefur í gangi um árabil, að litið er á  á stjórnmálin sem hvert annað markaðstorg  þar sem frambjóðendur verða að vera með girnileg tilboð til fjölmennustu hópanna til þess að ná marktækum árangri. Flokkarnir bæði móta þessa þróun og bregðast við kröfum frá kjósendum um lífsgæði sér til handa. Auðvitað má segja að krafa kjósenda sé eðileg að vissu marki, en bæði þeir og flokkarnir mega ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð að hafa skýra og sanngjarna stefnu um dreifingu lífsgæðanna þannig að fyrst sé veitt þeim sem verst standa og svo koll af kolli. Þegar fullfrískt fólk lætur það eftir sér að gera kröfur fyrst til sín og skeytir ekki um hvernig það bitnar á öldruðum, sjúkum og öryrkjum  er þjóðfélagið komið í siðferðilega kreppu.

Undanfarin ár hafa verið gífurlega erfið fjárhagslega og ríkissjórnin hefur að mörgu leyti unnið kraftaverk . Við sumt hefur stjórnarflokkunum líka tekist ágætlega að jafna niður byrðunum á þann hátt sem allflestir Íslendingar eru sáttir við. En stjórnarflokkarnir hafa líka brugðist á jafnaðarmannavaktinni og beygt af leið og fært tekjur á milli þjóðfélagshópa á þann hátt að ekki er hægt að una því.

Á kjörtímabilinu hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert um 13 milljarða króna en á sama tíma hafa bætur til fjölskyldufólks verið hækkaðar um  9 milljarða króna.   Þarna hefur verið fært á milli þjóðfélagshópa á ósanngjarnan hátt.  Aldraðir og öryrkjar eru ekki hópurinn sem helst eru aflögufærir í þjóðfélaginu. Það er umhugsunarefni og þarfnast rökstuðningis hvers vegna hópunum er raðað þannig að fjölskyldufólk er framar öryrkjum og öldruðum. Það er hægur vandi að réttlæta hækkun vaxtabóta í  mikilli verðbólgu og að beita ríkissjóði til þess, en það er öllu torveldara að færa rök fyrir því að það svigrúm eiga aldraðir og öryrkjar að skapa með  sérstakri skerðingu á sínum kjörum.

Á miðju ári 2009 voru kjör aldraðra og öryrkja skert með lögum um 3.650 mkr miðað við heilt ár. Það gerir samtals um 13 milljarða króna kjaraskerðingu til næstu áramóta.  Hún  bitnar á um 35.000 einstaklingum.  Lækkun bóta var 2009 um það bil 8% í krónum talið vegna lagasetningarinnar. Á sama tíma voru útgjöld til fæðingarorlofssjóðs, barnabóta og vaxtabóta samanlagt hækkaðar um 9 milljarða króna. Lítilsháttar skerðing er í greiðslum fæðingarorlofssjóðs, nokkur skerðing á barnabótum en mikil hækkun í vaxtabótum. Nú boðar ríkisstjórnin að nota svigrúm til kjarabóta til þess að hækka barnabæturnar aftur og  bæta það sem skert hefur verið.

En ekki er stafkrókur í áfornum ríkisstjórnarinnar  um að bæta að einhverju leyti skerðingu til aldraðra og öryrkja. Björgvin Guðmundsson, fyrrv borgarfulltrúi  bendir á í blaðagrein að kjaranefnd Félags eldri borgara telji þurfa að hækka lífeyri aldraðra um 20% til þess  uppfylla ákvæði laga um að lífeyrir aldraðra hækki til jafns við laun og verðlag. Frá ársbyrjun 2009 hafa lágmarkslaun hækkað um 33% en lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um 13%. Skýrar getur ríkisstjórnin ekki talað og ekki eru gömlu stjórnarandstöðuflokkarnir að ónáða hana með gagnrýni.

Það er reyndar enn meira umhugsunarefni hvers vegna  ríkisstjórnin telur sig hafa minni skyldur við aldraða og öryrkja en við þessi  fáu útgerðarfyrirtæki sem hafa fengið obbann af gróðanum í sjávarútvegi  á kjörtímabilinu. Um 200 milljarða króna rekstrarafgangur hefur orðið  í sjávarútvegi frá  2009 og það er ekki fyrr en núna á síðasta fiskveiðiári kjörtímabilsins að ætlunin er að taka í ríkissjóð 5-6 milljarða króna með hækkun veiðigjaldsins. Aldraðir og öryrkja eru vegnir og metnir og léttvægir fundnir í samanburði við hagsmuni kvótahafanna. Eðlilegra hefði verið að taka af gróðanum í útgerðinni og nota hann til þess að verja kjör þeirra sem helst var talið að þyrftu á því að halda.

Niðurstaðan sem blasir við er önnur en búast mátti við. Eðlilegt er að spyrja um jafnaðarstefnuna. Hvar er hún í þessu ferli?

H�f. Ritstj�rn
Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetning

Baráttumál ÖBÍ â€“ kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18, í Ráðhúsi Reykjavíkur

 

 Baráttumál ÖBÍ - kynningarfundur, á morgun 13. sept. k. 16-18,  í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagskrá fundarins:

1._Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, býður fundarmenn velkomna

2._Hvað er ÖBÍ?  Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ

3._Hvað gerir ÖBÍ? Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ

4._Innlegg frá tveimur meðlimum Kjarahóps ÖBÍ 
.     4.a._Fátækt meðal öryrkja.    Þorbera Fjölnisdóttir

.     4.b._Örorka er ekki val eða lífsstíl.    Hilmar Guðmundsson.

Umræður.

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson.

Ekkert um okkur án okkar! 

Innsett:  F.S.


Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ

 

Ég vil benda á þessa herferð ÖBÍ. ÖBÍ er að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og hefur þar verið í varnarbaráttu undanfarin ár.

Fjölmiðlaátak er eitt af mörgu sem gert er undir merkjum ÖBÍ en daglega er verið að aðstaða öryrkja við að ... gæta réttar síns og slík vinna er yfirleitt ekki á síðum fjölmiðla.

Hér kemur fram ýmislegt af því sem gert hefur verið og í dag eru fleyri einstaklingsmál og baráttumál allra öryrkja í vinnslu hjá ÖBÍ.

Í hópi starfsmanna ÖBÍ er mikið af reyndu og góðu fólki sem í krafti þekkingar sinnar nær að vinna að réttindamálum öryrkja og það eru margir sem hafa notið góðs af því starfi.

ÖBÍ átti fulltrúa í nefnd Velferðarráðuneytisins um endurskoðun á Lögum um Almannatryggingar. Fulltrúar ráðuneytisins reyndu að kaffæra starf nefndarinnar í útreykningum á hvernig væri hægt að færa á milli öryrkjahópa en "úrbæturnar" máttu ekki kosta krónu. Eintómar NÚLL-LAUSNIR.
Það átti ekki einusinni að bæta skerðingarnar frá 2008 til dagsins í dag.
Það hafði engan tilgang að taka þátt í svona starfi.

Innan ÖBÍ er enn verið að skoða Lög um almannatryggingar og það mun skila sér ÞEGAR VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VERÐUR TIL Í AÐ VINNA AÐ ÞESSARI ENDURSKOÐUN AF HEILUM HUG.
Öryrkjar eru búnir að fá upp í kok af öllu bulli stjórnvalda um að tryggja kjör öryrkja og láglaunafólks. þAR FYLGIR EKKI FRAMKVÆMT ORÐAFLAUMI.

Það gleymist yfirleitt, þegar verið er að ræða um bætur öryrkja að flestir þeirra voru vinnandi menn áður en þeir urðu öryrkjar. Þá voru þeir á mjög mismunandi launum og einhverjir voru hátekjumenn. Komnir á örorkubætur þá eru þeir allir á sömu lágmarkslaununum og alltaf miðaðir við laun fólks á LÆGSTU TEXTUM, þ.e. þriggja mánaða byrjunartextum verkalýðsfélaga.

Af hverju er aldrey horft á fyrri laun öryrkja og hvaða kjaraskerðingu örorkan hefur haft í för með sér fyrir viðkomandi einstakling ? Ekki má heldur gleyma því hvað örorka móður eða föður hefur oft mikil áhrif á lífsgæði barna þeirra og oft skertum möguleikum barnanna til náms.

Öryrki sem er langtímavistaður á stofnun er raunvrulega sviptur mannlegri reysn og réttindum.
Þetta fólk missir allar TR-bætur nema að það GETUR ÁTT MÖGULEGA Á VASAPENINGUM samkvæmt ákvörðun TR.
"Ef viðkomandi er með lágar eða engar tekjur þá getur hann átt rétt á vasapeningum frá Tryggingastofnun".
"Fullir vasapeningar eru 46.873 kr. á mánuði" og "65% af tekjum koma til lækkunar á vasapeningum".

Slíkur einstaklingur getur ekki staðið við lögbundna þátttöku sína í framfærslu barna og maka. Hvað þá afborganir af íbúð fjölskyldunnar, sem fjölskylda hans býr í, þó svo að öryrkinn sé langtímavistaður á stofnun.
Þetta getur t. d. átt við um einstakling sem hefur fengið heilabilun, Alzheimer, heilablóðfall með heilaskemd eða lömun, og marga aðra.

VARÚÐ... fjármagnstekjur maka geta skert vasapeninga því að helmingur fjármagnstekna maka teljast tekjur öryrkjans þrátt fyrir að kaupmáli tryggi einka eignarétt makans á því sem skapar fjármagnstekjurnar.

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, eða hvað ?

 ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----

Örorka er ekki val eða lífsstíll - ímyndarherferð ÖBÍ

3.9.2012

ÖBÍ leggur nú í ímyndarherferð sem ýtt var úr vör í dag 3. september.

Undanfarnar vikur hefur Kjarahópur ÖBÍ unnið með Hvíta húsinu að gerð ímyndarherferðar sem sett er í loftið í dag í formi auglýsingaborða. Á eftir fylgja svo auglýsingar í blöðum útvarpi og sjónvarpi langt fram í september mánuð.
Nokkrar greinar munu einnig birtast í blöðum næstu daga.

Fylgist með greinum sem birtast í fjölmiðulum á komandi vikum Þær verða einnig birtar á heimasíðu ÖBÍ.

Efni á heimasíðu ÖBÍ sem tengist ímyndarherferðinni

Greinar starfsmanna ÖBÍ og kjarahóps

Tekjur fyrir lífstíð. Grein Hilmars Guðmundssonar. 4.7.2012  

Kjör öryrkja og neysluviðmið velferðarráðuneytisins. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ. 

Hvað varð um frekari uppbætur á lífeyrir? 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Söluhagnaður getur haft neikvæð áhrif. 2. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Landamærahindranir örorkulífeyrisþega. 1. Tbl. Vefrits ÖBÍ 

Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna. Grein Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur í Fréttabl. 8.5.2012.

Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni (Opnast í nýjum vafraglugga) 1. maí. 30.4.2012.

Vandamál öryrkja á Norðurlöndum. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ í Fréttablaðinu 21.4.2012. 

Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Grein  Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi  og Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍí Fréttablaðinu 5.12.2011. 

Fjárlögin 2012 og bætur almannatrygginga: Er breytinga að vænta? Grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ  í Fréttablaðinu 2.12.2011.  

Framfærsla öryrkja og fjárlagafrumvarpið. (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.

Það er ekki hægt að mismuna fólki svona? (PDF skjal) Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011. 

Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011. 

Aðsókn í ráðgjafaþjónustu ÖBÍ eykst á tímum fjárhagsþrenginga. (PDF skjal) Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.

Uppbót vegna reksturs bifreiða í engu samræmi við rekstrarkostnað (Opnast í nýjum vafraglugga) 12.4.2011. Birtist í Fréttablaðinu

Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld. Birtist í Fréttablaðinu 20.4.2011. 

Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. (Opnast í nýjum vafraglugga) 17.3.2011.

Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja. Birist í Morgunblaðinu 9.2.2011. 

Fréttir á heimasíðu ÖBÍ (kynning á úrskurðum, ýmis umfjöllun)

Rýrnun ráðstöfunartekna 27% 4.5.2012 - 

Átt þú rétt á bótum aftur í tímann? 3.7.2012 

Öryrki heima og heiman. 2.7.2012  

Áhrif fjármagnstekna á lífeyri. 4.6.2012 

Skerða séreignalífeyrisgreiðslur bætur örorkulífeyrisþega? 29.2.2012. 

Bókun 13. janúar rædd á aðalstjórnarfundi ÖBÍ. (Opnast í nýjum vafraglugga) 24.1.2012.

Ætla stjórnvöld að standa við áðurgefin loforð? 30.11.2011. Opið bréf formanns ÖBÍ til alþingismanna. 

Bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við kjarasaminga og 69. gr. laga almannatrygginga 24.11.2011. 

Af hverju verður fólk öryrkjar? (Opnast í nýjum vafraglugga) 3.1.2011.


Tilvísanir í og umfjöllun um fréttir í fjölmiðlum eða á öðrum heimasíðum:

Uppfærð neysluviðmið fyrir íslensk heimili. 3.7.2012. 

Breytt verklag TR vegna bifreiðastyrkja til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum vegna barna. 26.6.2012. 

Öryrkjar vilja leiðréttingu. 15.6.2012.  

Velferðarráðherra harmar – en sjúklingar skulu greiða 14.5.2012. 

Samningslausir sérfræðilæknar 10.5.2012. 

Skammast sín fyrir fátæktina: Viðtal við Guðmund Magnússon – 9.5.2012.

Samskiptamáti TR óþolandi. 30.4.2012. 

Landamærahindranir öryrkja. 18.4.2012. 

Ferðafrelsi - lífsgæði - sjálfsögð réttindi. Viðtal við Grétar Pétur á Rás 2, 13.4.2012. 

ÖBÍ kallar eftir uppfærðu neysluviðmiði. 11.4.2012. 

Uppfyllir ekki búsetuskilyrði og fær skertar örorkubætur. 11.4.2012. 

Fólk frestar för til læknis vegna fjárskorts 6.3.2012. 

Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds. 5.3.2012.

Stækkandi hópur fær uppbót til framfærslu. (Opnast í nýjum vafraglugga) Viðtal við Guðmund Magnússon 24.2.2012 á RÚV.

Aldurstengd örorkuuppbót er í dag ónýtur bótaflokkur. Viðtal við Guðmund Magnússon 23.2.2012 á RÚV. 

Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund. Viðtal við Stefán Ólafsson á RÚV. 22.2.2012. 

Félagsvísar kynntir í fyrsta sinn á Íslandi. (Opnast í nýjum vafraglugga) 21.2.2012.

Tekjur lífeyrisþega að lækka. 15.2.2012. Frétt á mbl.  

Rannsóknir á aðstæðum og kjörum öryrkja og fatlaðra

 

Mannréttindi í þrengingum (Opnast í nýjum vafraglugga), áhugaverð bók. 25.8.2011.

Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. (PDF skjal) Helstu niðurstöðu rannsóknar. Grein Rannveigar Traustadóttur í afmælisriti ÖBÍ. Maí 2011. 


 

Ályktanir aðalstjórnar ÖBÍ um kjaramál

 

INNSETT:  Frímann Sigurnýasson





 

 

 

 


Ályktun aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands16. ágúst 2012

 

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á Alþingi Íslendinga að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú þegar.Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars 2007 og eftir eitt ár var ljóst hverju þyrfti að breyta til að hægt væri að fullgilda hann. Með því að lögfesta hann strax líkt og gert var við Mannréttindasáttmála Evrópu tryggjum við mannréttindi fyrir alla í raun. Samningurinn kveður ekki á um nein ný réttindi, heldur skýrir hann hvernig þessi ákveðni hópur geti einnig notið almennra mannréttinda.Greinargerð með ályktun:Stjórnvöld hafa nú haft rúm 5 ár til að innleiða samninginn án sýnilegs árangurs. Þegar árið 2008 var skipaður starfshópur í velferðarráðuneytinu um hvernig best væri að standa að fullgildingu samningsins og skilaði hópurinn af sér ári síðar. Þokast hefur í rétta átt en enn vantar lögfestingu samningsins og endurskoðun á þýðingu hans.Mikilvægt er því að endurskoða strax þýðingu þá sem gerð var og er í notkun, þar sem bæði er um að ræða hreinar rangfærslur og misskilning á hugtakinu fötlun.

Innsett:F.S.


Líf með reisn

 

Fréttablaðið Fastir pennar 10. ágúst 2012 06:00

http://www.visir.is/lif-med-reisn/article/2012708109919

 

Steinunn Stefánsdóttir

Steinunn Stefánsdóttir skrifar:

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt.

Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðuneytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness.

NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verkstjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða.

Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum.

Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar.

Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með „gamla laginu", að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur.

Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. „Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu," segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur?

Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störfunum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, fulltrúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjörklefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan.

Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjónustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu.

----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----

Athugasemdir:

Gudjon Sigurdsson • Hafnarfjörður  Formaður MND félagsins

Þetta ereitt það jákvæðasta sem Alþingi Íslendinga hefur gert undanfarin ár. Þetta á við öll sveitarfélög landsins. Til hamingju öll.

10. ágúst kl. 08:09

 

Gunnar Axel Axelsson • Aðstoðarmaður ráðherra

/Political adviser to the Minister hjá Velferðarráðuneytið /Ministry of Welfare

Mikið rétt Guðjón, svolítið skrítið að þetta sé sett svona fram, eins og þetta eigi aðeins við um þessi tvö sveitarfélög. Hafnarfjörður samþykkti t.d. reglur um NPA sl. vor.

10. ágúst kl. 09:08

 

Innsett: F.S.

 

 

 

 

 

 


Fróðleg viðtöl og fl. um þunglyndi.

 

Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur, ræðir við Sigmar Guðmundsson um langvarandi baráttu sína við þunglyndi og kvíða í Kastljósi 17. október, 2007. [12. jan. 2012] Steindór hefur nú náð miklum árangri í baráttunni við þunglyndið og kvíðann: http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=Lt65VVd50j8

Einnig er yngra útvarpsviðtal við Steindór.    http://www.youtube.com/watch?v=Lt65VVd50j8&feature=relmfu 

Steindór J. Erlingsson, líf og vísindasagnfræðingur, ræddi um langvarandi baráttu sína við geðröskun í morgunútvarpi Rásar 2, 12. janúar, 2012. Tilefni viðtalsins var greinin "Frá vonleysi til vonar: Hugleiðingar fræðimanns um sjúkling, geðlyf og bata" sem birtist skömmu fyrir jól í tímaritinu Geðvernd (40: 24-29, 2011). Greinin fjallar um hvernig honum tókst að öðlast sjálfsskilning og bata eftir að hann hætti neyslu geðlyfja.

Hægt er að nálgast greinina hér: http://www.raunvis.hi.is/~steindor/gedvernd.pdf

Þetta er mjög áhugavert og gott efni. 

Innsett: F.S.

 

 


Hvað kosta mannréttindi?

 

http://www.visir.is/hvad-kosta-mannrettindi-/article/2012707199993

Fréttablaðið Aðsendar greinar 19. júlí 2012 06:00

 

Guðjón Sigurðsson
formaður MND félagsins

Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins Guðjón Sigurðsson skrifar:Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár.

Við fatlaðir verðum að vega og meta hvað getur talist skynsamlegt að nota takmarkaða peninga til að lagfæra. Er það skynsamlegt af samtökum Öryrkja að sóa tíma og peningum í lögfræðikostnað til að ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosningar sem með endurtekningu munu kosta það sama og við erum að fá til NPA þjónustuformsins árlega. Ekki síst þegar þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum á haustþingi til að leiðrétta.

Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræðingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra mati engin brýnni mál til að taka á?

Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlutunum? Hvað með að tosa upp bætur fólks? Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum komist ekki út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjónusta sem ætluð er öllum sé leyfð á annari hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir séu sviftir sjálfræði og fjárræði þegar þeim er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert? Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema tilgangur kærunnar sé annar en að bæta hag öryrkja?

Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og brýnni verkefnum.

Innsett: F.S.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband