76% hækkun á mánaðarleigu kæfisvefnsvélar

 

 

10.2.2014

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Án vélarinn gæti hún ekki stundað vinnu og yrði þá óvirk í samfélaginu. Sendir ráðherra bréf.

Í Ísland í bítið, var viðtal við Guðný Hólm Birgisdóttur, þar sem hún ræddi þá gífurlegu hækkun sem varð um áramótin á leigu ýmissa hjálpartækja, í hennar tilfelli kæfisvefnsvélar.

Frá 1. janúar 2014 greiðir hún 2.650 krónur á mánuði í leigu fyrir slíka vél í stað 1.500 sem hún greidd mánaðarlega á síðast liðnu ári. Hér er um 76% hækkun að ræða á milli ár og langt yfir öllum verðlagshækkunum.

Vél þessi er henni lífsnauðsynleg og gæti hún ekki verið út á vinnumarkaði ef hennar nyti ekki við. Þá væri hún orðin óvirk á samfélaginu sem væri mun dýrari kostur.

Engar viðvaranir eða upplýsingar vour veittar notendum slíks búnaðar, en notendur þannig búnaðar eru um 3.000 manns. Það var ekki fyrr en reikingur barst nú um mánaðarmótinn sem fólk áttaði sig á þessari gífurlegu hækkun.

Guðný og fleir ætla að senda Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra bréf ti að vekja athygli á þessari ósanngjörnu hækkun.

Viðtalið við Guðný í heild í þættinum, Í bítið (Opnast í nýjum vafraglugga)

 

Innsett: F.S.


Bloggfærslur 18. febrúar 2014

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband