Miðvikudagur, 22. desember 2010
Um 62% fólks með örorkumat hefur innan við 200 þúsund krónur á mánuði til ráðstöfunar.
22.12.2010
Stöð2 sýndi í gær, 21. desember, nýja hlið á kjörum öryrkja, sem er að hluta nær staðreyndum, enn er þó framsetningin villandi.Í frétt þeirra segir meðal annars að tölurnar sýni það sem menn fá í vasann, ?eina sem getur bæst við eru húsaleiga, barna- og vaxtabætur, rétt eins og hjá fólki á vinnu markaði."
ÖBÍ hefur áræðanlegar upplýsingar um að inn í þeim uppgefnum tölum frá TR sem Stöð2 styðst við, séu einnig meðtaldar greiðslur meðlags, mæðralauna, dánarbóta, umönnunarbóta og annarra uppbóta sem fámennur hópur einstaklinga á rétt á vegna sérstakra aðstæðna.
Meðlag, mæðralaun, umönnunarbætur og dánarbætur er greiðslur sem allir almennir launamenn eiga rétt á ef þeir eru í slíkri stöðu. Þessar tölur þyrfti því að aðgreina í umræddu dæmi Stöðvar2.
Í frétt Stöðvar2 er þess einnig getið að 757 öryrkjar fari yfir 350 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuð (þ.e. tekjur eftir skatta). ÖBÍ vill benda á að allir þeir öryrkjar sem hafa í launa-, lífeyris- eða fjármagnstekjur kr. 331.778 (fyrir skatta) eða hærri, fá enga bætur almannatrygginga frá TR þar sem tekjutengingaráhrif hafa þá skert bætur lífeyrisþegans niður í núll. Þeir 757 öryrkjar sem tilgreindir eru í fréttinni sem hátekjumenn greiða því skatta og skyldur jafnt á við aðra launamenn í landinu. Sá fjöldi sem er í þessari stöðu mun vera hærri eða um 900 manns, samkvæmt nýlegum upplýsingum TR til ÖBÍ.
TR skjal -skerðingaráhrif tekna á bætur (opnast í nýjum vafra)
Fjármagnstekjur og skerðingar.
Loks má geta þess að allir öryrkjar sem fá fjármagnstekjur (vexti, verðbætur) af sínum bankareikningi greiða sömu skatta og aðrir þegnar þessa lands. Einnig eru bætur þeirra skertar vegna þessara tekna krónu á móti krónu, ef þeir fá uppbót á framfærslu (á við þá sem lægstu bæturnar hafa). Launamenn verða hinsvegar ekki fyrir því að laun þeirra séu skert þó nokkrar krónur fáist í vexti á ári.
Reiknivél TR fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málin betur. (opnast í nýjum vafra)
Frétt Stöðvar2 þann 21. desember.
Innsett F.S.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.