Er verðtryggingin svikamylla ?

Guðbjörn Jónsson ráðgjafi hefur skoðað hvort verðtrygging, í núverandi formi, sé lögleg.  Hann hefur næu gert þrjú myndbönd sem nálgast má á www.youtube.com .

Ég tek undir hans ábendingar og hvet ykkur öll til þess að skoða myndböndin og meta svo hans athugasemdir við núverandi framkvæmd og mér sýnist að bankakerfið sé að hlunnfara  „viðskiptavini“  sína með ólöglegum útreikningum á verðtryggingu.

Hér er stórmál á ferðinni og full ástæða til að láta reyna á hvort verðtryggingin standist lög og hvort núverandi reikningskúnstir bankakerfisins á verðtryggðum lánum standist lög.

Myndbönd Guðbjörns Jónssonar má nálgast á:

http://www.youtube.com/watch?v=ATOYpV8NVr8   

http://www.youtube.com/watch?v=BKpdiYG8pnQ

http://www.youtube.com/watch?v=M3xfp7ke5po 

 

Ég hvet ykkur til að horfa á öll myndböndin og svo getið þið kveðið upp ykkar úrskurð.

Ég fagna þessu frumkvæði Guðbjörns og þakka honum fyrir að hafa lagt á sig alla þá vinnu sem gerð myndbandanna kallar á.

Þess má geta að Guðbjörn starfar innan ÖBÍ og er nú í bakhóp um lög um almannatryggingar.  Öflugur félagi þar.

Kv.  Frímann Sigurnýasson



mbl.is Hagsmunasamtökin standa við útreikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hef horft á myndböndin og ekki verður annað séð en að Guðbjörn hafi nokkuð til síns máls, a.m.k. hefur enginn enn hrakið þær staðreyndir sem hann kemur fram með þó ýmir vilji efast um aðferðarfræði hans.

Það er þó eitt sem menn verða að gæta sín á í þessari umræðu og það er að halda ekki fram að verðtrygging sé ólögleg. Hún er sannarlega lögleg, en framkvæmd hennar stenst hins vegar ekki lög.

Eins og Guðbjörn bendir á þá verða fyrstu mistökin þegar verðbætur fyrir síðastliðinn mánuð eru gerðar gjaldfærar um leið og þær reiknast og vextir lagðir á þær. Verðbæturnar eru fyrir síðastliðinn mánuð og því gjaldfærast þær ekki fyrr en í lok mánaðar, vextir eru einnig fyrir síðastliðinn mánuð skuldarinar. Verðbæturnar verða ekki skuld fyrr en í lok mánaðar og því ekki hægt að vaxtabæta þær fyrr en mánuði seinna, ef þær eru lagðir við höfuðstól. Þessi skekkja ein og sér réttlætir að málið sé alvarlega skoðað.

Varðandi orðalag um að einungis sé hægt að verðbæta afborgun, en ekki höfuðstól, ætla ég ekki að dæma hvort sé rétt eða rangt. Hins vegar þótti ástæða til að setja bráðabirgðarlög 1980 sem heimiluðu verðbætur á höfuðstól, væntanlega vegna þess að lögin sjálf heimiluðu það ekki.

Þegar ný lög um Seðlabankann voru sett, að mig minnir 1986, voru öll eldri lög um hann felld úr gildi, þar með þessi bráðabirgðarlög sem heimiluðu verðbætur á höfuðstól lána. Í nýju lögunum er hvergi að finna það ákvæði svo sennilega er það óheimilt og hefur þá verið síðan bráðabyigðalögin féllu úr gildi. Um þetta munu dómstólar væntanlega þurfa að skera úr um.

Við skulum ekki gleyma sögunni. Ekki þarf að fara nema rúmt ár aftur í tímann til að mynnast þeirrar umræðu sem var í þjóðfélaginu um gengistryggðu lánin. Þá héldu sömu menn og segja nú að verðtryggingin sé rétt og réttlát, því fram að gengistryggðu lánin væru lögleg. Vonandi er lögkunnátta þessara manna söm og þá!

Gunnar Heiðarsson, 21.8.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband