Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2011

Verðlaun verða veitt laugardaginn 3. desember næstkomandi, kl.14.00-16.00 í Salnum í Kópavogi.

Lokið hefur verið við úrvinnslu úr tilnefningum þetta árið. Alls bárust 33 tilnefningar. Þrír eru tilnefndir í hverjum flokki.  

Dómnefnd vinnur nú að því að velja verðlaunahafana sjálfa í hverjum flokki, það er í flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokknum umfjöllun/kynning.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks og einu samfélagi fyrir alla. 

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, þann 3. desember næstkomandi verða verðlaunin afhent í 5 sinn. 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011

Í ár bárust 33 tilnefningar. Eftirtaldir hlutu tilnefningu,

Í flokki einstaklinga:

  • Bergþór Grétar Böðvarsson, fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
  • Guðmundur Felix Grétarsson, fyrir óbilandi þrek og að sýna hvað skopskyn getur verið sterkt baráttutæki.
  • Helga Kristín Olsen, fyrir frumkvöðlastarf í skautakennslu fyrir fatlað fólk.
Í flokki fyrirtækja/stofnana:
  • Hestamannafélagið Hörður, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.
  • Hringsjá – náms- og starfsendurhæfing, fyrir fjölbreytt námsúrval og sjálfseflingu fólks sem vill auka færni sína.
  • Æfingastöðin, fyrir að efla börn og fjölskyldur þeirra og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu.
Í flokki umfjöllunar/kynningar:
  • Jón Stefánsson kórstjóri og kór Langholtskirkju, fyrir metnaðarfulla listsköpun í samstarfi við Táknmálskórinn.
  • List án landamæra, fyrir að koma list fólks með fötlun á framfæri og stuðla að samstarfi fatlaðs og ófatlaðs listafólks.
  • Umsjónarfólk sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“, fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð.

  innsett F.S. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband