Þriðjudagur, 10. apríl 2012
iBrain í þróun - Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn
Af: http://eyjan.is/2012/04/03/ibrain-i-throun-stephen-hawking-adstodar
Þriðjudagur - 3.4 2012 - 21:30 - Ummæli (3)
iBrain í þróun Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn
Stephen Hawking aðstoðar nú við að hanna tæki sem hlotið hefur nafnið iBrain og er ætlað að lesa hugsanir. Tækið sem vísindamenn vona að verði til þess að Hawking geti tjáð sig einungis með því að nota hugann á þó langt í land með að vera fullklárað.
Í New York Times kemur fram að tilgangurinn sé þó ekki einungis að komast inn í höfuð Hawking og aðstoða hann í tjáskiptum heldur er markmiðið að tækið geti aðstoðað við að fylgjast með og sjúkdómsgreina einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn. Tækinu er meðal annars ætlað að leysa af hólmi dýrar stofur fyrir svefnrannsóknir sem krefjast þess af sjúklingum að þeir verji nóttinni þar.
Philip Low leiðir hópinn og segir að tækið geti safnað upplýsingum um einstaklinginn í rauntíma og skiptir má engu máli hvað hann er að gera. Um tilraunina með Hawking segir Dr.Low að markmiðið sé að Hawking geti búið til nægilega stöðug og endurtekin mynstur svo að tækið geti þýtt það í stafi og orð. Sjálfur er Hawking mjög ánægður með þetta framlag Low og segist munu halda áfram að taka þátt í þróuninni.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:21 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.