iBrain í þróun - Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn

 

Af:  http://eyjan.is/2012/04/03/ibrain-i-throun-stephen-hawking-adstodar

Þriðjudagur - 3.4 2012 - 21:30 - Ummæli (3)

iBrain í þróun – Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn

Vísindamaðurinn Stephen Hawking.

Stephen Hawking aðstoðar nú við að hanna tæki sem hlotið hefur nafnið iBrain og er ætlað að lesa hugsanir. Tækið sem vísindamenn vona að verði til þess að Hawking geti tjáð sig einungis með því að nota hugann á þó langt í land með að vera fullklárað.

Í  New York Times kemur fram að tilgangurinn sé þó ekki einungis að komast inn í höfuð Hawking og aðstoða hann í tjáskiptum heldur er markmiðið að tækið geti aðstoðað við að fylgjast með og sjúkdómsgreina einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn. Tækinu er meðal annars ætlað að leysa af hólmi dýrar stofur fyrir svefnrannsóknir sem krefjast þess af sjúklingum að þeir verji nóttinni þar.

Philip Low leiðir hópinn og segir að tækið geti safnað upplýsingum um einstaklinginn í rauntíma og skiptir má engu máli hvað hann er að gera. Um tilraunina með Hawking segir Dr.Low að markmiðið sé að Hawking geti búið til nægilega stöðug og endurtekin mynstur svo að tækið geti þýtt það í stafi og orð. Sjálfur er Hawking mjög ánægður með þetta framlag Low og segist munu halda áfram að taka þátt í þróuninni.

Innsett F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband