Líkami barna og unglinga eldist langt fyrir aldur fram – Lífslíkur minnka verulega á næstu áratugum

 

 Sunnudagur - 22.4 2012 - 22:35 - Ummæli (1)

http://eyjan.is/2012/04/22/likami-barna-og-unglinga-eldist-langt-fyrir-aldur-fram-lifslikur-minnka-verulega-a-naestu-aratugum/?fb_comment_id=fbc_10151546535495364_31828672_10151546664245364#f6dbaa245f7201 

feittbarn

Vilhjálmur hefur verulegar áhyggjur af ofþyngd barna og unglinga.

Sykursýki er mun stærra og vaxandi vandamál en tölur gefa til kynna. Allt að tuttugu sinnum fleiri gætu verið ógreindir eða með forstig sykursýki en fyrirliggjandi tölur sýna. Þetta vandamál gæti kollvarpað hugmyndum manna um lífslíkur, segir heimilislæknir.

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, gerir sykursýki ítarleg skil í grein sem hann skrifar á Eyjuna. Hann segir hættu á að þetta vandamál, sem við höfum sjálf skapað, vaxi okkur yfir höfuð. Hins vegar þarf ekki háskólasjúkrahús til að vinna bug á vandanum, heldur einungis skilning almennings.

Vilhjálmur segir að fátt ógni heilsu fólks í hinum vestræna heimi og sykursýkin, en til hennar má rekja alvarlega kvilla eins og hjarta- og æðasjúkdóma, nýrnabilun, heilablóðfall og blindu, svo eitthvað sé nefnt. Rót vandanst felst fyrst og fremst í hreyfingarleysi og slæmu mataræði.

Alla jafna ætti sykursýki að vera aldursbundinn við fullorðna, en málið verður alvarlegra þegar líkami barna og ungmennna „eldist langt fyrir aldur fram.“ Að öllu óbreyttu, segir Vihjálmur, stefnir í að helmingur þjóðarinnar fái sykursýki innan fárra áratuga.

Greind sykursýki er líka aðeins eins og toppurinn á ísjaka af miklu stærra vandamáli. Þar sem margfalt fleiri eru ógreindir eða með forstig sjúkdómsins. Talað er um allt að tuttugufalda tíðni miðað við tölurnar sem við sjáum í dag. Aðallega hjá vaxandi fjölda fólks sem á við ofþyngd að stríða og eru komnir með fyrstu einkenni skerts sykurþols, neyta of mikils sykurs og hreyfa sig ekki nóg. Nokkuð sem við í heilsugæslunni sjáum í dag í vaxandi mæli.

Vilhjálmur bendir á að í Bandaríkjunum stefnir hátt í helmingur íbúa að verða allt of þungur. Íslendingar virðast næstir í röðinni. Mestar áhyggjur hefur Vilhjálmur af lífstíl ungu kynslóðarinnar.

Sem færa má rök fyrir að tengist mest mikilli neyslu sykurs, aðlalega sykraðra drykkja, auk meiri neyslu sælgætis og aukabita, yfir daginn og langt fram á kvöld. Eins og ákveðin fíkn, sykurfíkn. Alls drekka Íslendingar um 130 lítra af sykruðum gosdrykkjum á ári hverju og innbyrða að meðaltali sem samsvar um 1 kíló af hreinum sykri á viku, töluvert meira en nokkur önnur Norðurlandaþjóð,

segir Vilhjálmur og bætir við:

Há tíðni sykursýki í offitufaraldrinum sem nú gengur yfir hinn vestræna heim og allt stefnir í að versni tugfalt að öllu óbreyttu, mun kollvarpa hugmyndum manna um auknar meðallífslíkur. Þess í stað draga líkurnar verulega niður. Fjöldi sjúklinga með alvarlegar afleiðingar sykursýkinnar mun verða heilbrigðiskerfinu ofviða og draga úr gæðum þess.

Grein Vilhjálms í heild sinni.

Innsett: F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband